Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 36

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Page 36
alltaf hefur verið ta'lið efnilegt, en árangurinn hefur látið á sér standa. Hvað veildur? „Ástæðurnar eru fleiri en ein, en ástæða númer eitt er vörnin. Hún ‘hefur alltaf verið léleg, og léleg vörn samfara lélegri markvörzlu, slíkt gefur ekki góðan árangur. Það þarf engin að segja mér að ekki megi kenna Víkingum góðan varnarleik eins og öðrum, allavega ekortir okkur ekki líkamslburði. Það er mín skoðun að það eigi að æfa varnarleikinn frá grunni, og láta leika hann fast eins og Valsmenn gera. Þeir leika eins fast og dómararnir leyfa, og kannski aðeins meira. Þetta gefur árangur. En ég vil taka það skýrt fram, að með fastri vörn á ég ekki við grófa vörn, það er tvennt ólíkt“. Hefur varnarleikur ekki verið kenndur hjá Vík- ingi? „Það er kannski eitthvað smávegis á haustin, en því er aldrei fylgt eftir. Ef árangur á að nást, þarf að fylgja kennslunni eftir út veturinn. Og ég vil koma því hér að, að sóknarleikinn má einnig bæta mikið. Við gerum alltof mikið af því að iskjóta ótímabærum skotum. I austantjaldslöndunum hefur sú skoðun komið fram, að lið eigi annað hvort að skjóta strax og það byrjar upphlaup, eða þá að bíða og láta menn- ina stilla sér upp áður en hafizt er handa með sókn- araðgerðir. Þetta hef ég verið að reyna í vetur, en þá hefur undir eins verið talað um að ég skjóti of lítið. Ég ivil að þetta verði aðalregla, því það myndi jafnframt treysta vörnina. Ótímabær skot valda því stundum að okkar menn .sitja hreinlega eftir, og and- stæðingurinn fær ódýrt mark úr hraðaupphlaupi. Og í sambandi við þetta vil ég koma því á framfæri, að það er aldrei nógu ve'l fylgzt með því sem er að gerast í handknattleiknum hjá austantjaldslöndunum. Þar er atvinnumennska ríkjandi, það vitum við, og þar hafa menn nægan tíma til að finna út, hvað er bezt bverju sinni. Þetta starf getum við hinir nýtt okkur, sem ek'ki höfum eins mikinn tíma afliigu, og því er það afar mikilvægt að við fylgjumst með því sem er á deiglunni Ihverju sinni hjá austantjaldisþjóð- unum“. Varztu orðinn vonlítill að ná 100 mörkunum um daginn ? „Ég verð nú að segja það, að ég var nú ekki alveg búinn að gefa það upp á bátinn, en ég var orðinn (heldur vonlítill iþegar 8—9 mínútur voru efir. En þá komu tvö mörk í röð, og eftir það lagði ég alla áherzlu á að ná þessu langþráða takmarki. Og ég verð að segja eins og er, að mér létti mjög þegar knötturinn sigldi í netið úr vítakastinu undir lokin. Annars fannst mér of lítið gert af því í leiknum að hjálpa mér með blokkeringum og slíku. Það var talað um það fyrir leikinn, en varð svo minna úr því þegar út í sjálfan leikinn kom“. Á ekki Víkingsliðið að geta meir? „Jú, það Ibýr tvímælalaust miklu meira í liðinu, það 'held ég að a'llir séu sammála um. Það er ekki venjulegt hvernig liðið 'hefur dottið niður tvo vetur Einar MaRnússon, skorar sitt 100. mark í 1. deild úr vítakasti í leik á móti Armanni. 34

x

Víkingsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.