Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 40

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Side 40
ast Reykjavíkurmeistaratitilsins í haust, 'hann var mjög kærkominn. Eg hef haft marga efnilega leikmenn í minni umsjá í gegnum árin, og af þeim 'hafa þeir Jón Hjaltalín og Einar Magnúisson vakiS hjá mér mesta hrifningu sem skotmenn, og Georg Gunnarsson sem línumaður. En isikemmtiilegasta liðið sem ég hef þjálfað er tvímælalaust 3. flokkslið, sem ég var með árið 1965 að Hálogalandi. (Það lið vann alla sína leiki með yfirburðum, og ég man sérstaklega eftir einum mikilvægum leik gegn Val, sem við unnum 8:0. Það kvöld sýndi Sturla Guðmundsson mark- vörzlu, sem ég vildi óiska að sæist sem fyrst till meist- meistaraflokksmarkvarðar í Víkingi“. Pabbarnir á vclliiium Einn iþeirra sem aldrei lætur sig vanta á völlinn þegar Víkingur keppir, er hann Þorvaldur Magnússon leigubifreiðastjóri, faðir Magnúsar bakvarðar í meist- araflokki. Þorvaldur er ekki ókunnugur íá vellinum, þvlí hann íhefur stundað vellinua í Reykjavík frá 1930, enda galilharður KR-ingur. Hann er einn þeirra mörgu sem hefur sett svip sinn á völlinn í gegnum árin, en nú eru margir þeirra horfnir af sjónarsviðinu. „Já, maður lifandi, það er ibúinn að fara mikill tími í iþetta hjá mér, en ég sé nú samt ekkeit eftir honum“, isagði Þorvaldur, er Víkingsblaðið ræddi við hann. „Ég hef yfirleitt farið á alla leiki síðan hann Magnús byrjaði að leika með Víkingi, en ég fór ekki að fylgjast með félaginu að ráði fyrr en þá“. Þorvaldur fylgist mikið með bæði eldri og yngri Víkingunum, og bann lætur isig aldrei vanta þegar meistaraflokkur Víkings er að keppa. „Það hefur nú gengið á ýmsu, og maður hefur oft farið óánægður heim af vellinum. Það var einkum á síðasta sumri sem maður var óánægður, enda var það mín skoðun að lið- ið hefði átt að vera í 4—5 sæti í 1. deild í stað þess að falla. Liðið var virkilega gott, en mér fannst ekki nógu mikil áherzla lögð á sóknarleikinn. En ég er bjart- sýnn fyrir sumarið, og Iheld að við hljótum að fara upp í 1. deiíld strax í sumar“. Við spurðum Þorvald að því, hvort honum findist ekki of lítið um að foreldrar fylgdust með krökkunum sínum í leikjum. „Jú, það er of lítið um slíkt. Maður hefur virkilega ánægju af því að fylgjast með þeim ungu í knattspyrnunni, og [það er líka upplyfting fyrir 38 þá að vita til þess að fólk kemur til að horfa á þá og hvetja“. Að síðustu vildi Þorvaldur koma því á framfæri, að valilarmálin væru að sínu mati mest aðkallandi hjá Víkingi nú. Það væri alger nauðsyn að fá gras- völl, að öðrum kosti væri engin leið að skapa meist- araflokki viðunandi skilyrði. Þorsteinn Eiríksson, faðir Eiríks Þorsteinissonar, hefur verið óþreytandi að horfa á Vífcing eftir að Eiríkur sonur 'hans hóf að æfa -með félaginu í 4. flokki. Segja má að hann hafi ikomið á nær alla leiki sem Eiríkur ihefur leikið með félaginu, en þeir eru orðnir um tvö hundruð. „Það er búinn að fara mikill tími í þetta hjá mér, en ég sé ekkert eftir þeim tíma, finnst honum vel varið“, sagði Þorsteinn er við hittum hann að máli. „Það sem m-ér finnst verst er það, hversu lítill áhugi foreldr- arnir virðast sýna knattspyrnu þeirra yngstu. Þegar drengirnir eru litlir, er það þeim mjög mikilvægt að vera ihvattir áfram. Þegar þeir eldast verða þeir sjálf- stæðari, og þá þurfa þeir eikki eins á hvatningunni að )halda.“ Þorsteinn er enginn nýgræðingur á knattspyrnuvöll- unum í Reykjaviík. Hann ihefur fylgzt með knattspyrn- unni þar síðan hann var smápatti, og að staðáldri hef- ur hann fylgzt með knattspyrnunni síðustu 35 árin. Á sínum yngri árum lék hann með Val. „Mér finnst knattspyrnan Ihafa breytzt alveg gífur- lega. Menn þurfa að leggja meira á sig nú til dags til að ná árangri. Knattspyrnan er miklu meira varnar- I

x

Víkingsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.