Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 44

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 44
HALLUR SÍMONARSON: Sigurdagurinn mikli þegar Islendingar unnu Norðmenn Dani og Svía í íþróttum 29.júní 1951 Föstudaginn 29. júní 1951 rann upp fagur og heið- skír. Það var mikil spenna í Reykjavík og reyndar alls staðar á íslandi. Góðar fréttir höfðu borizt frá Osló kvöldið áður — ísland hafði fjögur stig yfir í landskeppni í frjálsum íþróttum við Noreg og tvö stig yfir Dani. Um kvöldið átti þeirri keppni að ljúka og Iþá var jafnframt landsleikur við þriðju Norð- urlandaþjóðina á Melavellinum — landsleikur í knattspyrnu við Svíþjóð. Hvar, sem menn komu saman, var umræðuefnið landskeppnin og landsleikurinn. Tekst íslandi að sigra Noreg, Danmörku og Svíþjóð í íþróttum á ein- um og sama degi? — fslenzku keppendurnir höfðu verið sigursælir fyrri keppnisdaginn í Ossló — sigrað í sex greinum af tíu. íFyrsía keppnisgreinin þar var 400 metra grindahlaup. Örn Glausen hljóp slíkt hlaup í fyrsta skipti þarna i Osló — og sigraði. Það var gott fordæmi og Örn setti Islandsmet 54,7 sekúndur. Ingi Þorsteinsson kom einnig mjög á óvart og varð þriðji í Maupinu. Fyrirliði íslenzka liðsins, Skúli Guðmundsson, lét 'heldur ekki sinn hlut eftir liggja í sinni keppnisgrein — hann sigraði í hástökki. Sama sagan í kúluvarpi — Evrópumeistarinn Gunnar Husdby sigraði með miklum yifirburðum, varpaði 16.69 metra. Hinn Evrópumeistari íslands frá mót- inu í Brussel árinu áður, Torfi Brvngeirsson, lét held- ur ekki sinn hlut — stóð efstur á verðlaunapallinum að langstökkinu loknu. Þetta voru sigrar, sem ekki komu á óvart — ekki einu sinni sigur Arnar í grindahlaupinu. Og þeir urðu fleiri. Hörður Haraldsson kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupinu og var auk þess í sigursveit Is- lands í 4x100 m. hoðhlaupinu. I 800 metra hlaupinu varð Guðmundur Lárusson annar — rétt á eftir hin- um heimsfræga, danska hlaupara Gunnari Nielsen. Árangur flestra íslenzku keppendanna hafði verið glæsilegur — en var hægt að reikna með sigri? Landsliðið í knattspyrnu hafði verið valið — Vík- ingurinn mikli, Guðjón Einarsson, alþjóðadómari, 42 var þá formaður landsliðsnefndar — og menn votu ekki á eitt sáttir eins og oftast, þegar um landslið í knattspyrnu er að ræða. Þessir leikmenn áttu að verja heiður Islands gegn Svíum á Melavellinum. Bergur Bergsson, KR, Karl Guðmundsson, Fiarn, Haukur Bjarnason, Fram, Sœmundur Gíslason, Fram, Einar Halldórsson, Val, Hafsteinn GuSmundsson, Val, Olafur Hannesson, KR, RíkharSur Jónsson, Akranesi, ÞórSur ÞórSarson, Akranesi, Bjarni GuSnason, Víking og Gunnar GuSmannsson, KR. Gat þetta liS sigraS hina sterku Svía? Dagurinn sniglaðist áfram. Spurningarnar voru margar og svörin óviss. Flestir hiðu spenntir eftir því að lýsingin frá Osló hæfist í norska útvarpinu. — Klukkan varð fimm og lýsingin hófst. Fyrsta grein var 110 metra grindahlaup. Og hvílik úrslit. Örn og Ingi urðu í fyrsta og öðru sæti — og sigurmöguleikar urðu nú miklir, ekki síður gegn Norðmönnum en Dönum. Síðan 'kom hver greinin af annarri. Hörður sigraði í 100 metra hlaupinu og Örn varð þriðji. Gunnar Huseby kastaði kringlunni lengra en nokkur annar — Torfi stökk hærra en aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.