Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 48

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Blaðsíða 48
friS umvafinn íslenz'kri náttúrufegurð við Iheillandi ílþrótt. Tómas valdist snemma til forustu fyrir Víking. Hann átti sæti í stjórn félagsins um árabil og var formaður þess um skeið. I>á átti hann einnig sæíi í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavikur í nokkurn tíma, sem fulltrúi Víkings. Það var mikið lán fyrir félagana í Víking og félagið sjálft að eiga Tómas Pétursson innan sinna vébanda. Blessuð sé minning hans. INP. Davíð Jóhannesson póst- og símstjóri, EskifirSi Fœddur 18. sept. 1896. Dáinn 8. marz 1960. Einn þeirra fimm drengja, sem komu saman í kjallara hússins Túngata 12 í Reykjavík og stofnuðu þar Víking fyrir réttum 65 árum, var Davíð Jóhannes- son. Það átti þó ekki fyrir bonum að liggja að hafa mikil afskipti af félaginu, sem stafaði af því, að hann fluttist stuttu síðar með fjölskyldu sinni alfarið frá Reykjavík. Það má því segja, að einu áhrifin, sem Davíð hafði á Víiking, voru að ýta úr vör og leggja á ráðin í fyrstu áratogunum. En lengi býr að fyrstu gerð og ugglaust má telja, að Daivíð hafi fylgzt af áhuga með félaginu unga og félögum sínum, enda 'þótt hann ætti ekki þess kost að taka sjálfur þátt í félagsstarfinu. Aðeins 6 mánaða gamall missti Davíð föður sinn, en foreldrar hans bjuggu Iþá á Sauðárkróki, en eftir föðurmissinn fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur, þar sem hann átti heima þar til nokk- urru eftir fermingu. Fer hann þá með fjölskyldu sinni til Kaupmannaihafnar, en þar stundaði hann m. a. verzlunarnám. Árið 1916 flytzt ihann til Norðfjarðar og stofnar þar verzlun, sem hann rak, þar til að hann varð póst- og símstjóri á Eslkifirði, en því starfi gegndi hann um 25 ára skeið. Fluttist liann þá til Reykjavíkur og stofnaði verzlun, sem hann rak til dauðadags. Það varð mikill fagnaðarfundur meðal elztu Vík- inganna fyrir fimmtán árum, Iþegar Davíð kom á hóf, sem haldið var í sambandi við 50 ára afmæli Víkings. Þá voru rifjaðar upp minningarnar frá bernskudög- unum, minningar um þá áhugaöldu, sem upphófst þegar Víkingur var stofnaður, og minningar um þá gleði, sem ríkti meðal hinna ungu stofnenda félagsins, en einnig söknuð, þegar einn þeirra hvarf úr hópn- um til nýrra heimkynna. , Stuttu eftir þennan fagnaðarfund með félögunum í Víking hvarf Davíð enn á braut, en nú til annarra og æðri heimkynna. Að heilsast og kveðjast. Það er lífs- ins saga. Blessuð sé minning Davíðs Jólhannessonar. INP. Þórður Albertsson umboSsmaður á Spáni Fœddur 3. júní 1899. Dáinn 14. april 1972. Þeir ungu drengir, sem stofnuðu Viking fyrir rétt- um 65 árum, hafa eflaust ekki gert sér í hugarlund í hvern farveg félagið mundi þróazt i framtiðinni, enda fábrotið félaigslíf og fátt um möguleika til íþrótta- iðkunar á þeim tíma. Einn þessara ungu drengja var Þórður Albertsson, umboðsmaður SIF á Spáni. En sá neisti, sem frumherjarnir kveiktu, hefur orðið aflvaki íþróttalífs og félagslegs starfs og orðið vett- vangur fyrir æskufólk, til þess að stunda holla og skemmtilegla íþrótt ásamt því að vera þátttakandi í góðum og glaðværum félagsskap. Eftir að Þórður lauk prófi úr Verzlunarskóla Is- lands var ihann við nám í Englandi, en gerðist að því ibúnu starfsmaður hjá 0. J. & Kaaber. Síðar réðst liann til Kveldúlfs við fisksölu í Bilbao, Marseille og Genúa. Varð umboðsmaður SIF í Grikklandi, Italíu og Egyptalandi og umiboðsmaður Lýsissamlags ísl. botnvörpunga í New York á árunum 1940 til 1944. Þá var Þórður í þjónustu UNNRA í Róm og Aþenu 1944—1947 og eftir það umboðsmaður SIF á Spáni. Þórður lék með Víking fyrstu árin og var mjög snjall knattspyrnumaður. Það Ihefur því vafalaust verið mik- ill skaða fvrir ihið unga félag að missa hann af landi burt til langframa. En þrátt fyrir það, að Þórður átti heimili sitt á erlendri grund, þá rofnuðu ekki tengslin við félagið, því ihann var oft hér á ferð og hafði jafnan brennandi áhuga á félaginu og bar mjög fyrir brjósti gengi þess. Þórður var heiðursfélagi Víkings. Blessuð sé minn- ing hans INP. 46 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkingsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.