Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 4

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 4
Aðalfundur Aðalfundur Skógarmanna fór fram fimmtu- daginn 31. mars. Um 60 fundarmenn voru mættir, bæði karlar og konur, en þetta var í fyrsta sinn sem konur höfðu kosningarétt á fundinum. Stjórn Skógarmanna skipa sjö manns. Einn skipaður af KFUM og KFUK á íslandi og hinir sex kjörnir til tveggja ára í senn og er kosið um þrjá aðalmenn á hverju ári. Að þessu sinni hlutu Sigurður Grétar Sigurðs- son, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Sigurður Pétursson kjör sem aðalmenn en Magnús Viðar Skúlason og Salvar Geir Guðgeirsson sem varamenn. Stjórn Skógarmanna 2011-2012. Efri röð f.v.: Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar, Jón Ómar Gunnarsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Sigurður Pétursson og Magnús Viðar Skúlason. Neðri röð f.v.: Salvar Geir Guðgeirsson, Ingi E. Erlingsson, Ólafur Sverrisson, formaður, Páll Hreinsson og Sigurður Grétar Sigurðsson. Gaurafíohhurinn Fyrsti flokkur sumarsins er kallaður Gaura- flokkur en flokkurinn er sumarbúðir fyrir drengi sem greindir hafa verið með ofvirkni, athyglis- brest og skyldar raskanir. Er þetta í fimmta sinn sem Gauraflokkurinn er haldinn. í Gauraflokki er þess gætt að hver og einn einstaklingur njóti sín og er fjöldi drengja í flokknum minni en í hefðbundnum flokki. Starfsmannahópurinn er hins vegar mun fjölmennari og er samsettur af sálfræðingum, ráðgjöfum og reynslumiklum sumarbúðastarfsmönnum sem hlakka til þess að taka þátt í mörgum spennandi viðfangs- efnum með vöskum drengjum í Vatnaskógi. Vatnið og bátarnir eru vinsælustu viðfangs- efnin en einnig er listasmiðjan vinsæl. Aðstaðan í Vatnaskógi gefur fjölbreytta möguleika og má þar nefna smíðastofuna, heita potta, íþrótta- húsið, þythokký, fótboltavelli, skóginn og margt fleira. Flokkurinn verður dagana 2. til 7. júní. í Kaldárseli er boðið uppá sambærilegan flokk fyrir stúlkur og verður hann 6. til 10. júní.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.