Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 5

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 5
Hollustan í fyrirrúmi Sú nýbreytni verður höfð á þetta sumarið að dvalargestum verður boðið upp á lýsi á morgnana, þeim að kostnaðarlausu. Lýsi hf. hefur ákveðið að styrkja Skógar- menn með þessu móti sem er um leið liður í því að hafa hollustuna í fyrir- rúmi í Vatnaskógi. Enginn verður neyddur til að taka inn lýsi, heldur er það hverjum dvalargesti valfrjálst að taka inn þessa meinhollu blöndu af A, D og E vítamínum. HRM.nillU) ma Uppboð oy rcislumatur Skógarmenn eru sífellt að leita að leiðum til að fjármagna hinn nýja skála sem er í byggingu í Vatnaskógi. Ein af þeim var að halda „Léttkvöld Aðaldeildar KFUM.“ Létt- kvöldið var með þeim hætti að boðið var upp á kvöldverð, skemmtidagskrá og munir boðnir upp. Allur ágóði af Léttkvöldinu var til stuðnings nýbyggingu Vatnaskógar. Sjálf- boðaliðar sáu um framkvæmd kvöldsins og stór hluti aðfanga var gjafir. Glœsilegir styrhtartónleihaí Tónleikar til styrktar nýbygging- unni í Vatnaskógi verða sunnu- daginn 8. maí kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK við Floltaveg 28. Landskunnir tónlistar- menn koma fram, Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson og Jóhann Helgason o.fl. syngja nokkrar af sínum þekktustu perlum, auk þess sem Karlakór KFUM stígur á stokk. Miðaverð er 2.000 krónur. 600 börn fóru í tícolí Á vorin heimsækja fjölmargir leikskólar Vatnaskóg, koma í dagsferðir og taka þátt í dagskrá sem starfsmenn Vatnaskógar annast. Á dagskrá er meðal annars: Gönguferð, kapellan heimsótt, farið í tívolí Vatnaskógar sem staðsett er í íþróttahúsinu auk þess sem Vatnaskógar-pizzunum Ijúf- fengu eru gerð góð skil. Alls komu um 600 leikskólabörn síðastliðið vor og fengu að upplifa Vatnaskóg og finna ilm vorsins í skóginum.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.