Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 6

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 6
Nýbyggingin Eins og flestum Skógarmönnum er kunnugt standa nú yfir framkvæmdir við byggingu nýs svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi. Húsið sem verður 541 m2 timburhús mun tengjast Birkiskála og mun leysa þá gistiaðstöðu sem er í Gamla skála af hólmi. Allir dvalargestir Vatnaskógar munu því njóta sambærilegrar gistiaðstöðu í einu húsi. Auk þess verður myndarleg stofa í húsinu og tvær setustofur. Árið 2008 var grunnur hússins reistur og gólfplatan steypt. í byrjun mars 2009 hófu smiðir vinnu við að reisa húsið. Gekk verkið vel og voru risgjöld haldin þann 9. maí. í byrjun júní var húsinu lokað og unnið við að einangra það um sumarið. í júlí var vinnulýsing sett upp og gólfiðflotað. Húsiðvarsíðannotaðsemkaffihús á Sæludögum um verslunarmannahelgina við miklar vinsældir. Um haustið var hita komið á húsið, frárennslislagnir lagðar og snemma árs 2010 var lokið við fullnaðarfrágang utandyra. Framundan er frágangur á lóð og innréttingum. Framgangur þessara verka mun ráðast af fjármögnun. Skógarmenn eru bjartsýnir á góðan stuðning og Ijóst er að hver króna hjálpar. Skógarmenn - Áfram að markinu.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.