Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 15

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 15
Lohaorðin «... Kæru Skógarmenn! Fyrir nokkrum árum fékk einn Skógarmaður þá hugmynd að kapellan yrði flottari með eirþaki. Hann fór að kanna kostnaðinn, fékk fleiri í lið með sér og byrjaði að safna fé. Þegar sjóðurinn var orðinn nægilega stór, skipulagði hann verkið og hófst handa. Nú er því lokið. í fyrra vor komu í Vatnaskóg menn sem tengjast Friðrikskapellu. Þegar framkvæmdastjórinn var að sýna þeim stofuna milli Birkiskála 1 og 2, nefndi hann að ekki væri hægt að taka herbergið í notkun þar sem ekki væri til peningur fyrir dúk á gólfið. Einn úr hópnum reiddi þá fram það fé sem þurfti til. Dúkurinn var kominn á nokkrum dögum seinna og stofan hefur verið í notkun síðan. Áætlaður kostnaður við að Ijúka Birkiskála 2 er 45-50 milljónir. Tveir félagar fengu þá hugmynd að biðja 75 fyrirtæki að gefa 100- 600 þús kr. á ári í 3 ár og safna þannig 45 milljónum. Þeir fengu aðra Skógarmenn í lið með sér og nú þegar hafa verið gefin loforð fyrir meira en 6 milljónum, þar af eru 4 milljónir í hendi. Tveir eldri Skógarmenn áttu stórafmæli og gáfu að því tilefni 1,2 milljónir til byggingar Birkiskála 2. Við höfum þegar í hendi yfir 5 milljónir til framkvæmda í Birkiskála. Fyrir þær verður framkvæmt í vor. Kæru Skógarmenn - þakka ykkur fyrir að vera bakhjarlar Vatnakógar! Ólafur Sverrisson Formaður stjórnar Skógarmanna KFUM Ólafur Sverrisson m 15

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.