Börn og menning - 01.02.1997, Side 6

Börn og menning - 01.02.1997, Side 6
BÖRN OG /v\ENN|N6 nýjum bókum. Og síðast en ekki síst hefur tíma- ritið Börn og bækur, sem nú birtist í breyttri mynd undir nafninu Börn og menning, komið út tvisvar til þrisvar á ári. Fjárhagur er oft á tíðum þröngur, enda eru áskriftargjöldin eina fasta tekjulindin. Menntamála- ráðuneytið hefur þó í tímans rás styrkt starfsemina með ýmsum fjárveitingum. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar veitti einnig styrk nú í ár en það mun vera í fyrsta sinn sem sótt var um styrk til hennar. Þessir styrkir hafa afgerandi áhrif á það hvað mikið er hægt að gera og ekki hefði verið gerlegt að ráðast í breytingar á tímaritinu ef þeir hefðu ekki komið til. Kunnum við Menntamála- ráðuneytinu og Reykjavrkurborg bestu þakkir fyrir. Stjórn samtakanna og ritnefnd hafa í tímans rás lagt á sig ómælda vinnu við félagsstörfin sem seint verður fullmetin. Á síðasta aðalfundi urðu þær breytingar á að Helga K. Einarsdóttir og Ragn- heiður Jónsdóttir létu af störfum í ritnefnd og Gunnhildur Hrólfsdóttir og Þóra S. Guðmunds- dóttir hurfu úr stjóm. Allar hafa þær unnið félaginu ötullega í mörg ár og er þeim þakkað óeigingjamt framlag og ánægjulegt samstarf. Reyndar nýtur félagið enn starfa Helgu K. Einarsdóttur þar sem hún tók sæti í stjóm og er nú varaformaður. En félag er ekki bara stjómin. I Islandsdeildinni eru nú rúmlega 220 félagar, bæði einstaklingar og stofnanir. Það er ósk okkar og von að þessi tryggi hópur láti meira í sér heyra og að sér kveða í félagsstarfinu í framtíðinni. Hnippið í okkur, þegar þið fáið góðar hugmyndir! Sendið okkur línu í blaðið! Með fyrirfram þökkum Iðunn Steinsdóttir formaður Islandsdeildar IBBY

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.