Börn og menning - 01.02.1997, Qupperneq 16

Börn og menning - 01.02.1997, Qupperneq 16
BÖRN oc AAENN|N6 takmarkað og ýmsar tegundir sem fást erlendis eru ófáanlegar hér. Astandið hefur samt batnað mikið, þrátt fyrir allt. Hér á árum áður kom fyrir að ef maður var búinn með birgðir sínar af einhverjum tilteknum lit, eins og til dæmis hvítu „guassi” sem er alveg ómissandi í mörgum tilfellum, þá var ekki um annað að ræða en að panta litinn og bíða síðan í þrjá mánuði! Ég gat oft bjargað mér á því að biðja mömmu að senda mér liti sem mig sárvantaði, en það bjuggu ekki allir svo vel. Hafðir þú alltafnóg að gera eftir að Ástarsaga úr fjöllunum kom út? Eiginlega, það komu að vísu nokkur tveggja til þriggja vikna tímabil þegar ég hafði engin verkefni og þeyttist á milli manna með sýnishorn af verk- um, en það er liðin tíð. Ég á sjálfur frumkvæðið að mörgum verka minna, eins og Dýraríki Islands til dæmis, eða ég skrifa sjálfur textann eins og að sumum bamabókunum. Þá leita ég til útgefenda og athuga hvort þeir hafa áhuga og hvort þeir eru tilbúnir til að halda mér uppi meðan ég vinn verkið, og hingað til hefur það gengið prýðilega. Ég býst við að ýmislegt væri á annan veg ef ég ynni erlendis, þar eru áætlanir gerðar nokkur ár fram í tímann en hér þykist maður góður að fá nokkurra vikna fyrirvara til að ljúka verki. Oft fæ ég upphring- ingar og er beðinn að hespa eitthvað af sem á að vera tilbúið í prentum næsta dag! En mér líkar ákaflega vel að vinna eins og ég hef gert hér, að hafa hönd í bagga með öllum ferlinum frá upphafi til enda. Ég myndskreyti, ákveð útlit, vel leturgerð o.s.frv. Það hentar mér vel, því ég á bágt með að þola afskipti annarra og tel mig venjulega vita nákvæmlega hvað ég er að fara! Ekki er gott að segja hvort mér helst þetta uppi nú þegar tölvur eru farnar að koma við sögu á flestum stigum málsins, en ég vil helst ekki hafa neitt með þær að gera í þessu samhengi. Saknar þú þess að ekki skuli fjallað á „alvarlegri nótum“ um barnabœkur liérlendis, venjulega fá þœr hálfgerða skemmri skírn í dagblöðum miðað við aðrar bókmenntir? Ég veit svei mér ekki. Fá bækur erlendis nokkuð meiri umfjöllun? Bók kemur út og menn segja lítið annað en að bókin hafi komið út og að í henni séu ágætar myndir eftir tiltekna persónu. Enda veit ég svosem ekki hvað það hefði uppá sig, mér er meinilla við krítikk og hún irriterar mig bara. Ein lengsta gagnrýni sem ég hef fengið, var um Blómin á þakinu og þar hafði gagnrýnandinn lagt sig í líma við að leita að mistökum og fundið mynd af kommóðu sem á einum stað var með tilteknum fjölda af skúffum, en á annarri mynd var kommóðan með öðruvísi skúffum. Það var bent á þetta sem grafalvarlegt mál, eins og kellan hefði ekki allt eins getað átt tvær kommóður! Hverjir eru möguleikarnir á því að lifa af myndskreytingum að þínu mati? Það er sannarlega ekki auðvelt. Ef einhver spyrði mig sem stæði frammi fyrir þeirri ákvörðun að gera mynd- skreytingar að ævistarfi, svaraði ég: Gerðu það því aðeins að þú sért alveg hugfanginn af faginu, en gerðu þér ekki í hugarlund að það muni gefa mikið af sér. Mér hefur gengið tiltölulega vel og ég hef haft nóg viðfangsefni en spumingin er hversu mikið svig- rúm verður fyrir fólk á þessum markaði framvegis. í dag eru margir mjög góðir ungir menn og konur að koma fram á sjónar- sviðið og samkeppnin á eftir að harðna mjög, það er gott og hvatning í sjálfu sér. Margt á eftir að breytast. Ég tel mig sjá að tölvurnar séu framtíðartækin á þessu sviði, þótt ég sjálfur leggi það ekki að jöfnu hve miklu skemmtilegra það er að sitja með hreint hvítt blað og liti fyrir framan sig en einhvem tilbúinn tölvu-„pakka“. Ég reyni að brydda upp á einhverju nýju í hvert sinn sem ég byrja á nýju verki og ég verð fljótt leiður á tilteknum stíl. Tilbreytingar- leysið er hættulegt. Þegar vinnan fer að ganga hugsunarlaust er gott að skipta um pappír, breyta um aðferð, taka fram penna eða blýant bara til að vera í stöðugri viðbragðsstöðu og forðast að hjakka í sama farinu. Barnabœkur hafa verið helsta viðfangsefni þitt til þessa, hvernig stendur á því? Mér þykir mjög gaman að bamabókum og þegar ég ferðast í útlöndum fer ég gjama í bókabúðir og 14

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.