Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 17
BÖRN OC /aENN|N6 skoða og kaupi mér barnabækur. En satt að segja fæst ég við myndskreytingu þeirra vegna þess að þær eru eini vettvangurinn sem býður uppá næg verkefni. Eg lít á sjálfan mig sem myndskreyt- ingarmann fyrst og fremst og myndi glaður myndskreyta aðrar tegundir bóka ef það byðist. En hvað hefur þú að segja um myndskreytingar fyrir börn, telur þú nauðsynlegt að hafa sér- þekkingu á skynjun og upplifun barna, eða teiknar þú bara fyrir barnið í sjálfum þér? Já, ég hugsa að það sé þannig. Ég teikna bara það sem mér sjálfum finnst fallegt og rétt, ég held það sé stórhættulegt að teikna það sem maður álítur böm vilja eða skilja. Þá er maður farinn að „tala“ niður til þeirra og það er hið versta mál. Þú hefur bœði myndskreytt eigin bœkur og annarra verk, er mikill munurþar á? Eiginlega finnst mér það ekki, og það stafar af því hvað ég er hrokafullur. Þegar ég myndskreyti verk annarra dettur mér ekki í hug að spyrja viðkomandi að því hvernig hann vilji hafa það. Ég vinn verkið algerlega á mínum forsendum og sem betur fer er fólk oftast ánægt með útkomuna. Þegar ég er að myndskreyta verk eftir aðra kemur fyrir að höfund- ar koma með tillögu um að á tilteknum stað í texta vilji þeir hafa mynd, en ég er ekki á því að myndir þurfi endilega að lýsa því sem sagi er frá í texta. Þvert á móti, ein af mínum leyndu óskum er að myndskreyta bók þar sem textinn segir eitt, en myndirnar allt aðra sögu! Þegar skoðaðar eru myndskreytingar sem orðnar eru sígildar, eins og t.d. eftir Arthur Rackham, sér maður að myndirnar hafa sjálfstætt gildi en fylgja alls ekki textanum, heldur bæta þær nýrri vídd við söguna og þannig á það að vera. Hver heldur þú að sé helsti styrkur þinn sem myndskreytingamanns ? Það veit ég svei mér ekki, hitt veit ég að mér lætur best að láta ímyndunaraflið ráða. Einstöku sinnum neyðist maður til að vinna eftir fyrirmynd, eða grafa upp ljósmynd, segjum af traktor, til að hafa smáatriði á hreinu. En ef um er að ræða ímyndað landslag eða manngerðir er ég í engum vandræðum og get þessvegna setið í lokuðu herbergi í þrjá mánuði og komið fram með myndir fullar af litum og birtu sem hvergi eru til nema í höfðinu á mér. Er einhver bóka þinna sem þérþykir taka öðrum fram? Ég held ekki, ég er t.d. hreykinn af síðustu bók sem kom út og ég myndskreytti fyrir Kate konuna mína og heitir Tóta tjú-tjú — en eiginlega er næsta bók alltaf sú besta, segir Brian og sýnir mér gull- fallegar myndir við jólasögu eftir Guðrúnu Helgadóttur sem kemur út nú fyrir jólin. Er eitthvert sérstakt verkefni sem þig dreymir um að verði að veruleika, þegar þú horfir til nœstu tuttugu ára? Já, reyndar, nú hef ég myndskreytt margar bækur og það hvarflar að mér að sumar þeirra myndu vera gott efni í teiknimyndir, segjum fyrir sjónvarp. Það væri gaman og mér finnst eins og það væri rökrétt framhald. Sérðu í anda að það yrði gert hér á íslandi? Nei, mér er til efs að það séu tök á því. Lestu mikið sjálfur? Ég gerði það áður fyrr, en eftir að sonur okkar fæddist er minni tími til slíks. Hann er nú tveggja ára og við erum mikið saman, síðan vinn ég langt fram á kvöld og lestrarvenjumar breytast óhjákvæmilega. Hvaða skoðun hefur þú á mikilvœgi bóka fyrir börn? Ég held að þær séu óhemju mikilvægar. Ég get tekið dæmi af syni mínum sem er hugfanginn af bókum. Hann gleymir sér líka yfir öðru og getur til dæmis setið langtímum yfir barnaefni í sjónvarpi þótt ungur sé. En samband hans við sjónvarpið er hvergi nærri eins náið og þegar við sitjum tveir með bók og lesum saman, þá er hann alveg heillaður. Því er engan veginn saman að jafna. Það bætist stöðugt í orðaforðann og það kemur allt úr bókunum. Þó ekki væri af öðru, efast ég ekki um gildi bóka. Það ætti að stuðla að betri dreifingu á ódýrari bókum til að örva lestur. Er þetta ráð þitt til útgefenda? Ég á engin ráð handa þeim, enda er ég ópólitískur maður með afbrigðum og á auðvelt með að sjá málin frá sjónarmiði tveggja eða fleiri aðila. Hins vegar vil ég segja það sem skoðun mína að virðis- aukaskatturinn sem settur var á bækur er alveg glæpsamlegur. Hann ætti að afnema hið fyrsta.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.