Börn og menning - 01.02.1997, Side 24

Börn og menning - 01.02.1997, Side 24
BÖRN oc MENN|NG „Ekki svona!“ (1996) Nú verður Reykjavík menningarborg árið 2000 ... Já, reyndar er ætlunin að stíla nokkuð upp á menningu fyrir börn svo væntanlega verður eitthvert fjármagn til að moða úr og við vonumst til að geta verið með. ígegnum tíðina hafið þið skrifað flestykkar verk sjálf sum eru unnin upp úr þekktum barnasögum eins og Astarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, önnur byggja á frœðslu, eins og Mókollur umferðarálfur og leikrit ykkar Aðalsteins Asbergs Ekki svona! en núna kemur leikgerð af Einari Áskeli eftir Gunillu Bergström á fjalirnar eftirjól. Er Einar Askell sölutrikk? Auðvitað er hann það í og með - en mér finnast bækurnar um Einar Askel líka mjög skemmtilegar, þær falla mjög vel inn í mínar hugmyndir því þar er verið að fjalla um hversdagsleika hjá bömum og hann gerður áhugaverður. Hvaðan hafið þið ykkar fyrirmynd að barnaleikhúsi? í fyrstu höfðum við kannski ekki svo fastar fyrirmyndir. Hins vegar komumst við nokkuð fljótt í samband við erlenda leikhópa í gegnum alþjóðleg samtök um barna- leikhús sem heita Assitej og eru með deild hér á landi. Reyndar sit ég þar í stjórn og eru Norðurlöndin í góðu sambandi. Við kynntumst dönsku barnaleikhúsi sem er mjög öflugt, ég held að það séu starfandi 70 leikhópar í Danmörku og að mörgu leyti sækjum við hug- myndir okkar og orku þangað. En aðstæðurnar em gerólíkar. Þeir geta leyft sér miklu meira en við og margt af því sem er að gerast í dönskum leikhúsum núna er einmitt að gerast í bamaleikhúsi. Sýning- amar eru mjög framsæknar og krefjandi oft á tíðum. Það er auðvitað draumurinn að geta sett upp hvaða sýningu sem hugurinn girnist í stað þess að þurfa alltaf að horfa í söluna. Og maður freistast nú alltaf til að fara út í tilraunastarfsemi. í hverju felst munurinn á að skrifa frœðsluleikrit eða leikrit sem byggist eingöngu upp á ykkar hugmyndum? Það er hægt að nota leikhús fyrir börn á svo marg- víslegan hátt. Þótt ég vilji nú ekki prédika mikið þá er hægt að nota leikhúsið sem kennslutæki. Þegar við unnum með Mókoll, skrifaði ég handritið þannig að þessi persóna stæði jafnfætis bömunum og væri að læra umferðarreglurnar með þeim. Mókollur er álfur sem verður fyrir því óláni að hólnum hans er ýtt burtu vegna vegagerðar og hann stendur eftir úti á miðri götu og kann ekki neitt. En þrátt fyrir frœðslubúninginn sem leikritið er í hefur Mókollur náð að lifa sem sjálfstœð persóna. Já, það er aftur á móti kapítuli út af fyrir sig hvað varð um þá persónu. Leikritið varð gífurlega vinsælt, við sýndum það 170 sinnum út um allt land. Síðan fékk Landsbankinn áhuga á Mókolli og hann endaði sem sparibaukur. Einnig varð hann lukkudýr fyrir HM sem dugði að vísu skammt... Hann er því nokkuð lifandi sem persóna í dag og aldrei að vita nema hann skjóti upp kollinum síðar. Hvort hann er þá að spá í umferðarreglumar eða eitthvað annað verður bara að koma í ljós. En við gerð á fræðsluleikriti hlýtur frelsið að vera minna en ella, því í leikriti um umferðarreglur eru vissir hlutir sem verða að koma fram og Umferðarráð hefur ákveðnar aðferðir og setningar til að koma því á framfæri. Það er alltaf talað um hlutina á sama hátt sem er auðvitað mjög skynsamlegt og leikritið hlýtur því að verða einskonar millistig kennslu og skáldskapar og það er okkar að Það er auðvitað draumurinn að geta sett upp hvaða sýningu sem hugurinn girnist í stað þess að þurfa alltaf að horfa f söluna, 22

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.