Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 25
BÖRN o c /aENN|N6 láta verkið ekki virka eins og kennsluefni. Finnst þér auðveldara að semja frœðsluleikrit en önnur leikrit? Nei, það erfiðasta er að finna eitthvert plott, ef það er komið þá er hægt að setjast niður og skrifa samtölin, það finnst mér mjög gaman. Ég samdi annað fræðsluleikrit og þá með Aðalsteini Ásberg. Það var fyrir unglinga og hét Ekki svona!. Leikritið fjallar um sjálfsvíg unglinga sem er náttúrlega grafalvarlegt málefni og ekki auðvelt að nálgast. Auðvitað má ekki bara vera dauði og djöfull í svona leikriti, við höfðum líka nóg af músrk og fjöri, en vissir hlutir þurfa að koma fram. Því þarf vinnuplanið væntanlega að vera agaðra þegar um fræðsluleikrit er að ræða. En þetta stykki gekk því miður ekki nógu vel. Af hverju lieldurðu að leikritið hafi ekki gengið? Það eru margar ástæður fyrir því. Sýningin var hugsuð fyrir unglinga en það virtust ekki vera til peningar í skólum til að setja í svona uppákomur. Viðfangsefnið fældi líka marga frá og oft á tíðum hafði maður á tilfinningunni að fólk væri bara ekki tilbúið til að fylgja leikritinu eftir. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð frá þeim sem komu og höfðum faglegar umræður á eftir. Aðalpersónan er venjulegur sautján ára gamall strákur sem lendir í kreppu, meðal annars vegna þess að annar í skólanum fyrirfer sér, og röð atvika stýrir því að hann fer út á ystu nöf en bjargast svo. Við fylgjum því ekki eftir hvort hann reynir aftur eða hvað, það er bara önnur saga. Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur hefur lifað lengi á fjölunum hjá ykkur og er alveg að slá sýningarmet Mókolls. Af hverju völduð þið þá sögu til sýningar? Sagan er mjög skemmtileg og hugmyndin að nota menningararfinn á þennan hátt er brilljant; Guðrún gengur inn á margt af því sem ég er að hugsa og gerði t.d. með Mókoll, það er að taka hluti úr þjóðtrúnni og þjóðlögunum og blanda því inn í eitthvað sem krakkamir þekkja í nútímanum. Ég hefði mikinn áhuga á að sýna eitthvað í líkingu við verk danska leikhússins sem var hér fyrir stuttu, Det lille turnéteater, sem sýndi leikgerð af Ódysseifi. Það væri t.d. gaman að taka gamla sögu úr Islendingasögunum, vinna hana á frumlegan hátt og sýna hana unglingum. Það er kannski næsta verkefni að hugsa um hvemig við förum að því. Jólaleikritin okkar nýta sér líka skemmtilegan þátt úr menn- ingararfinum, það er að segja jólasveinana. Ég hef alltaf verið heilmikill áhugamaður um jóla- sveina og það er heillandi verkefni að blanda og tengja saman gömlu sveinkana við þá nýju. Þessir gömlu hafa nefnilega alltaf haldið sínum persónu- leika; þetta hefur gerst af sjálfu sér en í seinni tíð hefur fólk samt viljað stilla þeim gömlu og nýju upp sem andstæðum. Það er endalaust hægt að taka af menningarfi okkar án þess að það þurfi að vera gamalt og steinrunnið. I leikritinu Einstök uppgötvun eru leikmynd og leikmunir takmarkaðir og leikararnir búa til allt úr engu. Er œtlunin að reyna að mata ekki krakkana of mikið? í þessari tegund af sýningu, sem að vísu er líka mjög praktísk fyrir fátækt leikhús, reynir miklu meira á leikarana og það er gaman ef það tekst að ná sambandi við krakkana, byggja upp heilan ævintýraheim með ekkert í höndunum. Þó finnst mér best að geta gert þetta sitt á hvað, það er líka stórkostlegt að koma í leikhúsið og sjá eitthvað stórt og mikið, eins og t.d. Galdrakarl- inn í Oz sem verið er að sýna í Borgar- leikhúsinu um þessar mundir. Nú er yfirleitt ein viðamikil leiksýning á ári fyrir börn í stœrri leikhúsunum, getur verið að þau vilji afgreiða krakk- ana með einni sýningu? Jú, fyrir skömmu var ég að lesa gagnrýni í Morgunblaðinu á Galdrakarlinum í Leikritið fjallar um sjálfsvíg unglinga sem er náttúrlega grafalvarlegt málefni og ekki auðvelt að nálgast. Umferðarálfurínn Mókollur (1994) 23

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.