Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 40

Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 40
BÖRN OG ^ENNiNG innan þessarar vanmetnu bókmennta- og listgreinar. Erlendis hefur myndasagan verið viðurkennd sem bókmenntaform fyrir bæði börn og fullorðna en hér á landi er enn áberandi sú tilhneiging að flokka myndasögur skilyrðislaust sem barnaefni. Þessi flokkun ber með sér gamalgróna fordóma gagnvart sjónrænu efni sem fela í sér að hið sýnilega er „séð“, sem einfalt eða „augljóst“, en ekki margrætt og flókið táknkerfi eins og tungumálið. Um leið birta þessir fordómar ákveðinn ótta gagnvart hinu sýnilega, því jafnframt því að sjóninni fylgir skilningur þá er hinu sýnilega gefið vægi sem þykir ógnvænlegt að því leyti að ímyndin er álitin hafa vald til að hafa áhrif á varnarlausan einstaklinginn. Augað er þá „séð“, sem einskonaf gluggi þangað sem ímyndin þrykkist inn, líkt og við ljósritun eða stimplun og iðulega er talað um heilaþvott og hugsunarlausa neyslu í sambandi við auglýsingar, kvikmyndir, myndasögur og sjónvarp. Þessi umræða um heilaþvott vísar til umræðunnar um afþreyingar- eða dægurmenningu og stöðu hennar gagnvart fagurmenningu. Þar er þeim iðulega stillt upp sem andstæðum sem er hliðstæð andstæðu og stig- skiptingu ímyndar og orðs, þarsem afþreyingar- menningin er séð sem sjónræn en fagurmenningin tengist orðinu. Þessir fordómar hafa átt ríkan þátt í því að myndasagan hefur ekki fengið viðurkenningu, enda er hún oft álitin myndskreytt saga þarsem lítið vægi textans er til marks um léttvægi bókarinnar. Hver man ekki eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að lesa „bara“, Á6ÆTT... MUNP/J B-SAf?A.. HM.. A€> HLEKKJA HANN AFTL)/?.... myndasögur? Einu sinni náðist ég á mynd með mynda- sögu í höndunum og þótti fólki bókaormurinn litli hafa sett niður. (Gott ef ekki hlakkaði í sumum). Síðastliðið vor hóf göngu sína Myndasöguklúbbur íslands sem helgar sig útgáfú á vönduðum myndasögum frá Evrópu. Annarsvegar er gefið út efni sem miðast við börn og hinsvegar efni sem ætlað er fullorðnum. Myndasöguklúbburinn er til húsa að Brautarholti 18 og koma út tíu titlar á hans vegum fýrir þessi jól. Fyrsta barnasagan sem Myndasöguklúbburinn gaf út er ævintýrasagan Persivan: Ferðin til Aslor. Þar segir firá hetjunni Persivan og ferð hans til Aslor þangað sem hann fer til að bjarga konungi sínum og jafnframt að forða seiðkonunni Balkis frá því að verða líflátin. Sagan sjálf er mjög hefðbundin hetjusaga, nema kannski helst að því leyti að seiðkonan og galdramaðurinn ffá Aslor eru hvorugt ill eins og iðulega tíðkast í ævintýrum. En sagan segir aðeins hálfa söguna, myndrænt séð er ævintýrið um Persivan vel unnið og bætir upp það sem á söguna skortir. Líkt og í goðafræðibókunum er dreginn upp ævintýraheimur, fullur af furðuverum og óvættum, glæsileik og hasar sem knýr söguna áfram og gefur henni líf. Lesandinn er dreginn inn í nýjan heim ævintýra og goðsagna sem jafnframt er endurnýjaður með beitingu myndmálsins. Furðuverur og óvættir galdramannsins Skarlans eru ekki illar eins og hið hefðbundna ævintýri krefst heldur er lesanda gefin innsýn í heim þarsem hið óvenjulega og óffeska getur fullt eins verið af hinu góða. Þannig vinnur myndmálið að því að skapa hefðbundinni sögu nýtt svið og útfæra hana í nýjum búningi, sem er ekki endilega einfaldur eða fallegur á viðtekinn máta. Teiknimyndasagan er miðill nútímans þarsem orð og mynd eru sameinuð á hátt sem er ólíkur öðrum myndmiðlum, þótt myndasagan sé vissulega skyld kvikmyndinni. En meðan kvikmyndir byggja á hreyf- ingu er myndasagan kyrr. Það er lesandinn sjálfur sem knýr hana áfram og það er sömuleiðis lesandinn sjálfúr sem skapar hana, með því að lesa í dálkinn milli rammanna og tengja þá saman í eigin huga. Þannig rekur lesandinn sig frá ramma til ramma og verður stöðugt að fýlla í eyður, öfúgt við nokkuð strítt og rennandi upplýsingaflæði kvikmyndarinnar. Þetta krefst ákveðinnar kunnáttu sem er mjög mikilvæg sam- 38

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.