Börn og menning - 01.09.2007, Page 17

Börn og menning - 01.09.2007, Page 17
Má ég láta koma prent á mig? 15 „Má ég fara með einu blaðinu og láta koma prent á mig?" sagði Vippi og þaut eins og örskot upp eftir vélinni og settist á pappírsblöðin."1 „Mér finnst ég megi til með að gera ofurlitla grein fyrir þessum Vippasögum," ritar Jón H. Guðmundsson í formála barnabókarinnar Vippi vinur okkar - Vippasögur I sem kom út árið 1946 hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. Jón H. Guðmundsson var á tímabili ritstjóri Heimilisblaðsins Vikunnar þar sem Vippasögurnar birtust fyrst. „Það var árið 1941", heldur hann áfram. „Þá höfðu verið þýddar og endursagðar [...] barnasögur úr dönsku blaði og var aðalpersónan í þessum sögum afar-lítill snáði, Vip að nafni; langt frá því að vera venjulegt barn, venjulegur maður, og tók upp á hinum furðulegustu tiltækjum. Höfundur þeirra var Halvor Asklov, sem ég því miður kann engin deili á." Skemmst er frá því að segja að þegar sögurnar um lillaputann Vippa hættu að berast til íslands vegna stríðsins brá Jón á það ráð að hnupla persónunni og skrifa sögurnar sjálfur: „Þegar ekki var lengur hægt að fá þær vegna stríðsins, þá tók ég það ráð að ræna fígúrunni, Vip litla, og flytja hann til (slands og búa sjálfur til sögurnar ’ Vippi vinur okkar, Vippasögur I, 2. útgáfa, 1972, bls. 17-18. Tilvitnanir í greininni eru í sömu bók. Hermann Stefánsson Má ég láta koma prent á mig? Um Vippasögur /-/// og eru þær því alíslenzkar, þó að höfuðpersónan sé fengin þannig að láni." Og síðan urðu til þrjár bækur upp úr framhaldssögum í tímariti: „Er farið var fram á að sérprenta sögurnar, sá ég ekki ástæðu til að neita því," segir Jón. Bækurnar þrjár eru: Vippi vinur okkar, Vippi ærslabelgur og Vippi leysir vandann. Þetta eru stílhreinar útgáfur, allar bækurnar í sama útliti en sú fyrsta er rauð, önnur blá og þriðja græn. Kápumynd er eftir Halldór Pétursson sem myndskreytti allar Vippabækurnar með tærum teikningum. Danskur Gúllíver gerist íslendingur Upprunalegur höfundur sagnanna um Vip, eins og hann heitir á frummálinu, hét Halvor Asklov, var fæddur árið 1906, kennari og barnabókahöfundur, raunar verðlaunaður sem slíkur. Hann gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1938 og er getið í dönsku rithöfundatali þótt stjarna hans hafi ekki risið mjög hátt. Hann skrifaði fyrir dagblaðið Politiken. Söguhetja hans, Vip, er agnarsmár og uppátektarsamur drengur - svo agnarsmár að hann kemst fyrir í lófa manns, rétt eins og sögupersónurnar í Gúllíver i Putalandi eftir Jonathan Swift. Sögur Swift fóru eins og kunnugt er sigurför um heiminn í formi barnabókmennta á síðari öldum þótt ekki hafi ferðir Gúllívers verið hugsaðar sem slíkar af hálfu höfundar og ekki taldar barnabækur þegar þær komu út árið 1726. Raunar eru ferðir Gúllívers frekar harðsvíraðar satírur á samfélag síns tíma og sumt af öðrum skrifum höfundar myndi ekki einu sinni teljast við barna hæfi, eða hverjum augum ber að líta ritsmíð hans „Hæversk tillaga" þar sem þessi írski höfundur mælir sem hógsamlegast með því, í miðri hungursneyð á írlandi, að hinum ríku skuli gefin fátæk ungabörn til snæðings, enda séu þau heilsusamleg og holl fæða og hið mesta hnossgæti? Árið 1939 kom út á Islandi þýðing á Gúlliver i Putalandi í barnaútgáfu. Hún var til víða og í svipuðum bókaskápum og bækurnar um Vippa. Það er ekki ólíklegt að Vip hinn danski sé skapaður undir áhrifum frá stærðarskekkjum Jonathan Swift. Og það

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.