Börn og menning - 01.09.2007, Side 19

Börn og menning - 01.09.2007, Side 19
Silfurstjarna 17 Engillinn sæmdur Silfurstjörnu Á bókamessunni sem haldin var í Gautaborg í lok september sl. afhentu sænsku IBBY-samtökin Peter Pan-verðlaunin sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi þýdda barna- eða unglingabók. Pétur Pan-verðlaunin voru stofnuð árið 2000 af sænsku IBBY-samtökunum og Bok & Bibliotek. Að þessu sinni var það Fai'za Guéne franskur rithöfundur og kvikmyndagerðarkona af alsírskum ættum sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Kiffe Kiffe i morgon. Sænsku IBBY- samtökin veittu að auki tvær Silfurstjörnur fyrir þýddar barnabækur á bókamessunni. Bók Kristínar Steinsdóttur og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur Engill í Vesturbænum sem á sænsku heitir Ángeln i trapphuset hlaut aðra Silfurstjörnuna en hina hlaut hollensk bók sem á sænsku heitir Pikkuhenki - beráttelsen om en mycket liten háxa og er eftir Toon Tellegen og myndskreytt af Marit Törnqvist. Engill I Vesturbænum kom út í Svíþjóð, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum og Litháen á síðastliðnu ári. Heiðurinn af sænsku þýðingunni á John Swedenmark blaðamaður og rithöfundur sem fæddist árið 1960 í Sundsvall. Hann lagði stund á nám í Uppsölum, m.a. íslenskupám hjá Þorleifi Haukssyni, sendikennara. Fyrsta bókin sem John þýddi úr íslensku var Djöflaeyjan eftir Einar Kárason en síðan hefur hann þýtt meira en 20 bækur og mörg hundruð Ijóð. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Englll I Vesturbænum er verðlaunuð því hún hefur hlotið verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur, Norrænu barnabókaverðlaunin, Vorvinda IBBY, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Dimmalimm myndskreytiverðlaunin. Kristin Steinsdóttir og John Swedenmark taka á móti Silfurstjörnunni á bókamessunni i Gautaborg.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.