Börn og menning - 01.04.2014, Side 12
Sigríður Pétursdóttir
Börn hlusta ekki á útvarp, það er löngu
liðin tíð
Þegar ég var umsjónarmaður barnaútvarps
Rásar 1 á árunum 1999-2008 heyrði ég
ofangreinda fullyrðingu ansi oft. Forverar
mínir í starfi brostu og sögðu að þetta væri
ekkert nýtt, þeir hefðu líka fengið að heyra
þetta.
Fullyrðingin er röng. Hópur barna
hlustar á útvarp og fær þar fræðslu og
skemmtun. Útvarpsefni getur verið
krefjandi, æft einbeitingu og hlustun. Þessi
einstaki miðill ýtir undir ímyndunarafl á
annan hátt en nokkur annar. Samspil tals,
tóna og hljóðmyndar getur komið af stað
ævintýralegum myndum í ungum kollum.
Það hlusta ekki öll börn á útvarp frekar
en allir fullorðnir. Fullorðið fólk hlustar ekki
allt á útvarp en sumir gera það. Börn eiga
rétt á fjölbreytni, eiga rétt á þessum valkosti,
ekki síður en fullorðnir. Nú á dögum er oft
sagt að börn kjósi annars konar afþreyingu,
snjallsíma, tölvuleiki og allt það. Rétt er það
en sama má segja um fullorðna. Samt sem
áður hafa þeir valkostinn útvarp og börn eiga
rétt á honum líka.
Fyrsti útvarpsþátturinn á netinu
Útvarpsþátturinn sem ég stýrði ásamt fleirum
hét Vitinn og var hann sá fyrsti hér á landi sem
var gerður aðgengilegur á netinu. Mörgum
árum áður en hægt var að hlusta á aðra
þætti á netinu gátu börn hlustað á Vitann
í tölvunni. Þátturinn var líka gagnvirkur; á
vefsíðu Vitans gátu börnin hlustað á eldri
þætti, skrifað skilaboð, beðið um að ákveðið
efni væri tekið fyrir, sagt reynslusögur og sent
inn brandara. Vefsíðan varð gríðarlega vinsæl
og í kjölfarið voru gerðir tveir barnavefir
til viðbótar; Hvalavefurinn sem mikið var
notaður ( kennslu og síðan Gæludýravefur
RÚV. Þar sendu börnin inn sögur og myndir
af dýrunum sínum. Gleðin var einlæg
þegar sögurnar voru lesnar upp í útvarpinu
eða tekin voru viðtöl við börnin um góða
vini úr dýraríkinu. Gæludýravefurinn varð
svo vinsæll að flettingar voru á tímabili
langtum fleiri en á fréttavef RÚV. Sagt var
frá því í þættinum Samfélagið í nærmynd
og þáverandi umsjónarmaður, Jón Ásgeir
Sigurðsson, fékk bágt fyrir að Ijóstra því upp
að eitthvað sem ætlað var börnum gæti verið
vinsælla en fréttir.
Lengi hefur verið rifist um hvort verja
eigi einhverju af dýrmætu fjármagni
ríkisfjölmiðilsins í barnaefni ( útvarpi og því
verið haldið fram að börn hlusti ekki. í
raun geta slíkar fullyrðingar aldrei orðið
annað en órökstuddar yfirlýsingar þeirra
sem hafa aðeins reynslu af eigin börnum
eða barnabörnum og afkvæmum vina og
ættingja. Það má nefnilega ekki mæla hvort
börn eru að hlusta. Markaðsöflin hafa ekki
þess konar aðgang að ungviðinu, sem betur
fer.