Börn og menning - 01.04.2014, Síða 18
18
Börn og menning
Gleymdir gimsteinar: barnabókaverðirtína til gersemar
úr glatkistunni
Hillur bókasafnanna geta verið ævintýri út af fyrir sig. Þar getur maður verið svo heppinn að rekast á nýja spennandi bók sem allir eru
að tala um eða gamla og góða vini sem flestir kannast við. Skemmtilegast er þó að finna gleymdu gimsteinana. Það eru bækur sem
áður áttu vísan stað í höndum og hjörtum ungra lesenda en hafa af einhverjum ástæðum orðið undir straumi nýrra bóka. Við fengum
bókasafnsverði til að velja gleymda gimsteina úr hillum bókasafnanna.
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Foldasafni
illugi jökulsson
Silfurkrossinn eftir llluga
Jökulsson, útg. 1996, segir frá dularfullum
atburðum sem gerast þegar ung fjölskylda
flyst í nýtt hús. Systkinin Gunnsi og Magga
þurfa ekki aðeins að glíma við hvarf
heimiliskattarins heldur sækja að þeim alls
konar ógnir sem virðast búa í þessu skelfilega
I bókinni Markús Árelíus eftir Helga
Guðmundsson, útg. 1990, segirsamnefndur
köttur frá lífi sínu og fjölskyldunnar sem hann
býr með. Frá sjónarhorni kattarins verða
hversdagslegustu hlutir alls ekki sjálfgefnir og
það gerir söguna hnyttna og skemmtilega.
Salómon svarti og Bjartur eftir
Hjört Gíslason, útg. 1961, segir frá
tvíburabræðrunum Fía og Fóa sem hafa
tekið að sér hrútinn Salómon svarta og hvíta
hrafnsungann Bjart. Bókin lýsir þorpslífi um
Strákurinn með silfurhjálminn eftir
Hanne Kvist, útg. 2004, fjallar um
hugrakka drenginn Jón sem fer að leita
að svartvængjuðu litlu systur sinni sem
kaldrifjuðu foreldrar hans seldu burt. Með
honum slæst íför drykkfelldur, frekar huglaus
en góðhjartaður bílstjóri og lenda þeir í ýmsu
saman í þessari óvissuför.
miðja 20. öld sem Salómon og Bjartur krydda
heldur betur með uppátækjum sínum.
Bókin EplasneplareftirÞóreyju Friðbjörns-
dóttur, útg. 1995, byggir á bréfaskrifum
Breka Bollasonar til afa síns sem hann skrifar
á nýju „eplatölvu" heimilisins. Hann segir afa
frá daglegu lífi sínu, skólanum, íþróttunum
og vinunum á einlægan og lifandi hátt.