Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 31
Prumpufýluhorslumma
31
hrós fyrir að leika börn á trúverðugan hátt,
án þess að breyta röddum eða leita einfaldra
lausna til að gera sig barnaleg. Sveinn Ólafur
Gunnarsson leikur síðan öll hin hlutverkin
og er einstaklega gaman að fylgjast með
honum sveifla sér léttilega milli hógværs
pabba Björns, tvihöfða tröllkonu með klofinn
persónuleika, kjánalegs þjófs og ógnvekjandi
afturgöngu sem ætlar sér að sigra hjörtu
mannanna.
Prumpu-fýlu-hor-slumma
Verkið er bráðvel og skemmtilega skrifað,
fléttan haganlega gerð og brandarar
með hæfilegu millibili. Orð eins og
„prumpufýluhorslumma" fá að flakka enda
fátt fyndnara en þegar orð á mörkum hins
leyfilega fá að hljóma í opinberu rými. Yngstu
áhorfendurnir urðu dálítið skelkaðir á köflum,
enda ferð þeirra Björns og Jórunnar hvergi
nærri hættulaus, en heilluðust þó strax aftur
af sögunni.
Leikmynd Evu Völu Guðjónsdóttur, sem
einnig sér um búninga, er mjög sniðug og
einföld, eins og bestu leikmyndirnar eru
gjarna. Grunnurinn er herbergi Björns og er
lítið gert til að breyta þvt nema með lýsingu
sem leggur áherslu á að verkið gæti eins gerst
í leik eða draumi þótt ýmsar vísbendingar séu
um að hér sé blákaldur raunveruleiki á ferð.
Búningarnir eru einfaldir og sumir hannaðir
með það i huga að hægt sé að bregða sér
í og úr á þeim hraða sem sýningin kallar á.
Voru þeirflestír vel heppnaðir nema búníngur
tröllkönunnar tvíhöfða, Járngerðar og
Þórkötlu, sem þjónaði þeim stórskemmtilegu
persónum ekki alveg nógu vel.
Tónlist Villa naglbíts er grípandi, skemmtileg
og fjölskrúðug og þó að leikararnir séu
missterkir í söngnum kemur það ekki að sök,
það gengur alveg upp að persónurnar syngi
misjafnlega vel.
Að minnsta kosti þrisvar
Ég fór þrisvar sinnum á leikritið Horn á höfði
í Tjarnarbíói í vetur. Fyrst vegna þess að mér
bárust boðsmiðar á frumsýningu en í hin tvö
skiptin af því að dætur mínar, fimm og átta
ára, báðu svo innilega um að fá að fara aftur.
Þær skemmtu sér nefnilega enn betur en ég
og þá er mikið sagt.
Það er vonandi að Horn á höfði stingi
aftur upp kollinum í leikhúsi innan tíðar
því sýningin er vel unnin og vekur upp
ýmsar spurningar og forvitni um nágrenni
Grindavíkur sem ferðamálayfirvöld á staðnum
ættu að notfæra sér. Fyrst og fremst er þessi
sýning þó bráðskemmtilegt leikhús fyrir alla
aldurshópa.
, > i ff. VW f
f Jv: Áí