Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 5
5
REGINN
Sjötugsafmœli
Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, varð
sjötugur 15- ág. s.l.
Jón hefur verið kennari um 50 ára sikeið, þar af
44 ár skólastjóri á Sauðárkróki. Á þessu hausti
lætur Jón af skólastjórn og kennslu, fyrir aldurs-
sakir, eftir 50 ára starf.
Það er mikið dagsverik að hafa starfað sem kenn-
ari og skólastjóri um hálfrar aldar skeið, en á Jóni
verður ekki séð þreyta eða orkuleysi. Frá honum
stafar enn eldlegur áhugi og orka hugsjóna og
manngæzku. Það munu ekiki vera margar félagis-
hreyfingar, er til menningar og mannbóta horfa á
Sauðárkróki s.l. 50 ár, sem Jón hefur ekki tekið
þátt í, og mörgum veitt forustu. Ósérplægni, elja,
áhugi og trúnaður hafa fylgt störfum Jóns. Helzti
forustumaður um bindindismál hefur Jón verið alla
t'ið. Sístarfandi fyrir bindindismálið bæði rneðal full-
orðinna og unglinga. Jón er einn af þeim góðu
starfsmönnum, sem lifa eftir sínum kenningum og
hugsjónum, eru hinum yngri góð fyrirmynd með
starfi sínu. Slíka menn er gott að hafa fyrir sikóla-
stjórnarmenn um hálfrar aldar skeið.
Eg kynntist Jóni fyrst fyrir tíu árum. Síðan hafa
leiðir okkar legið saman öðru hvoru í starfi og á
mannfundum. Af þeirri viðkynningu get ég ekki
hugsað mér annað en eitthvað gott leiði af öllum
störfum hans, svo fullur er maðurinn af góðvild og
trúmennsku og hugsjónakærleika. Með slíkum er
gott að ganga.
Þegar Jón lætur nú af kennslu eftir 50 ár, eiga
Sauðkrækingar honum mikla þökk að gjalda, og
gera það vafalaust á verðugan hátt. En það eru
fleiri, sem mættu þakka. Góðtemplarareglan og allir
þeir, er unna bindindi, eiga Jóni mikið að þakka
fyrir störf hans í þágu reglunnar. Ég vil með þess-
um fáu línum færa Jóni !Þökk fyrir góð kynni og
góða fyrirmynd, er hann hefur gefið með lífi sínu
og starfi, og vonandi á eftir að gera um mörg ár
enn.
Jóh. Þ.
Magnús Kristófersson ..................... 50,00
Kristján Fr. Kristjánsson, Bolungavík .... 100,00
Skipverjar m.s. Víðir S.U. 175 ........... 220,00
Stjórn Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar,
þákkar öllum þeim, sem stutt hafa heimilið fjár-
hagslega og á annan hátt sýnt því hlýhug og vel-
vild. Starfsfólki og öðrum velunnurum heimilisins,
nær og fjær flytur stjórnin beztu þakkir fyrir gott
samstarf og margskonar stuðning á liðnu starfsári.
I stjórn Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar:
Pétur Björnsson Andrés Hafliðason
Kristján Róbertsson
Bjarni Halldórsson
— 60 ára —
Bjarni Halldórsson, skrifstofustjóri við rafveitu
Alkureyrar varð 60 ára þann 13. jan. s.l. Bjarni er
Austfirðingur að ætt en hefur lengi verið búsettur
á Akureyri og tekið mikinn þátt í félagslífi í bæn-
um. Hann hefur starfað í Góðtemplarareglunni milli
20 og 30 ár og verið gæzlumaður barnastúkunnar
,,Sakleysið“ nr. 3 um 20 ár. En eins og kunnugt er
þá eru gæzlumannsstörfin einhver tímafrekustu og
vandasömustu störf innan Reglunnar. Síðastliðin
5 ár hefur Bjarni verið í framkvæmdanefnd Um-
dæmisstúlku Norðurlands og verið umdæmisgæzlu-
maður unglingastarfs- Hefur hann í sambandi við
það farið margar ferðir til að heimsækja barna-
stúkur og stofna nýjar.
Á afmælisdaginn heimsóttu margir vinir og kunn-
ingjar Bjama. Bárust honum gjafir frá ýmsum fé-
lagasamtökum og vinum sínum. Voru honum flutt
ávörp og færðar gjafir frá stúkunum á Akureyri, en
æðsti templar barnastúkunnar ,,Sakleysið“ afhenti
honum gjöf frá barnastúlkunni. Hygg ég, að sú heim
sókn hafi einkum hlyjað honum um hjartarætur.
Enn er Bjarni kvikur á fæti og ungur í anda, og
því ekki ástæða til að rif ja upp sögu hans að sinni,
því að væntanlega á hann enn eftir að leggja mörgu
góðu máli lið og starfa fyrir Regluna.
Ég flyt honum aðeins beztu árnaðaróskir á þessum
tímamótum frá reglusystkinum hans hér norðan-
lands.
Eiríkur Sigurðsson
—oOo—
Stofnuð undirstúka í Úlafsfirði
Barnastúkan 25 ára
Þann 18. febr. s.l. var stofnuð undirstúka í Ólafs-
firði. Regluboði stórstúkunnar, hr. Halldór Krist-
jánsson frá Kirkjubóli, stofnaði stúkuna og hlaut
hún nafnið „Norðurljósið. Stofnfélagar voru 24.
Æ.T. er Halldór Guðmundsson
Ritari Hulda Kristjánsdóttir
Fjármálaritari Jón Gunnlaugsson
V.T. Guðrún Gísladóttir
F.Æ.T. Halldóra Gottlíbsdóttir
Um aldarfjórðungsskeið hefur starfað barnastúka
í Ólafsfirði og hefur frú Petrea Jóhannsdóttir lengst
af verið gæzlumaður hennar.
Reginn býður hina nýju stúku velikomna í hóp
Norðlenzkra stúkna og flytur bamastúkunni og
gæzlumanni hennar beztu árnaðaróskir og þökk
fyrir 25 ára starf.
Ritstjóri: Jóhann Þorvaldsson
Síglufjaröarprentamiöja