Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 8

Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 8
REGINN 8 Vorping Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið í Skjaldborg á Akureyri 17.—18. maí s.l. Á þinginu mættu 20 fulltrúar og auk þess all- margir aðrir templarar. Eiríkur Sigurðsson, um- dæmistemplar gaf skýrslu um störf framkvæmda- nefndar á liðnu ári. Félagafjöldi Reglunnar í um- dæminu var svipaður og s.l. ár, eða 688 félagar í 6 undirstúkum og 1755 ungtemplarar í 14 barna- stúkum. Á árinu hafði regluboði Stórstúkunnar, Halldór Kristjánsson, ferðast um Eyjafjörð, Skaga- fjörð og Húnavatnssýslu og heimsótt stúkur og flutt erindi. Stofnaði hann nýja stúku í Ólafsfirði, stúk- una Norðurijósið nr. 270 með 24 félögum, en nú telur stúkan 35 félaga. Umboðsmaður stúkunnar er Petrea A. Jóhannsdóttir, en æðsti templar Halldór Guðmundsson. Þá gekkst framkvæmdanefndin fyrir almennum útbreiðslufundi á Akureyri og flutti séra Jakob Jónsson framsöguerindi. Þá heimsótti fram- kvæmdanefndin tvær barnastúkur við Eyjafjörð, á Dalvík og Hjalteyri. í vetur starfaði á Akureyri upplýsinga- og hjálparstöð vegna drykkjusjúkra manna. Átti framkvæmdanefndin frumikvæði að henni, en bauð áfengisvarnarnefnd bæjarins að vera aðili að starfinu. Stöðin var opin á föstudögum frá kl. 5—7 frá 30. nóv. fram í miðjan marz. Stöðinni stjórnaði 3ja manna nefnd. Frá Umdæmisstúkunni: Hannes J. Magnússon og Ólafur Danielsson, en frá áfengisvarnarnefnd Guðmundur Karl Pétursson. — Aðsókn var fremur Iítil, þó gengu nokkrir menn 1 Regluna fyrir atbeina nefndarinnar og nokkrir fengu lælknishjálp. Þá sá nefndin um útgáfu eins tölublaðs af blað- inu „Reginn“ og dreifði iþví um umdæmið. í framkvæmdanefnd hlutu kosningu: U.templar Eirikur Sigurðsson, u.kanslari Hannes J. Magnús- son, u.varatemplar Kristín Jónasdóttir, u.ritari Jón J. Þorsteinsson, u.gjaldkeri Ólafur Daníelsson, u.gæzlumaður unglingastarfs Bjarni Halldórsson, u.u.gæzlumaður löggjafarstarfs Andrés Hafliðason, u.fræðslustjóri Halldór Friðjónsson, u.kapilán Stef- án Ág. Kristjánsson, u.fregnritari Kristján Róberts- son, fyrrv. u.templar Jóhann Þorvaldsson. Mælt var með Brynleifi Tobiassyni sem umboðs- manni stórtemplars. Fulltrúar á stórstúkuþing voru kosnir: Eiríikur Sigurðsson og Halldór Friðjónsson. Á þinginu voru samþykktar eftirfarandi tillögur og ályktanir: 1. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 lýsir ánægju sinni yfir samvinnu þeirri, milli stúkunnar og áfengisvarnarnefndar Akureyrar, er átti sér stað s.l. vetur. Felur þingið framikvæmdanefnd sinni að halda þeirri samvinnu áfram á Akureyri og efna til slíkrar samvinnu sem víðast við áfengis- varnarnefndir í umdæminu. Ennfremur felur þingið framkvæmdanefndinni að leita samvinnu við presta og kennara um bindindisfræðslu, áfengisvarnir og bindindisútbreiðslu. 2. Þingið leggur áherzlu á að auka þurfi reglu- boðun í umdæminu og vinna að auiknum kynnum og meira samstarfi milli þeirra stúkna sem nú starfa. 3. Þingið slkorar á Stórstúku Islands að vera á verði gegn hverskonar tilraunnm til þess að rýmka um sölu og veitingar áfengra drykkja, ef fram kynnu að koma. 4. Þingið telur, að meginstarf Stórstúkunnar eigi að beinast að útbreiðslu Reglunnar í landinu. Því skorar þingið á næsta stórstúlkuþing að leggja g,rundvöll að öflugri og þrótt mikilli bind- indisboðun, svo sem fjárhagur frekast leyfir. 5. Þingið telur óhæfilega lítið framlag ríkisins til bindindisútbreiðslu ogi áfengisvarna og skorar á þing og stjórn að hæikka það framlag að miklum mun. 6. Þingið lýsir vanþóíknun sinni á því, hve sjaldan koma fram erindi í útvarpinu um bindindismál og skorar á framkvæmdanefnd stórstúkunnar að beita sér eindregið fyrir því, að þetta verði lag- fært á þann hátt, að bindindisstarfseminni í land- inu verði ætlaður ákveðinn tími vikulega í vetrar- dagskrá útvarpsins. Eiríkur Sigurðsson Jón J. Þorsteinsson U.templar U.rita,ri | flfengissala Frá áfengismálaráðunaut, eftir heimildum 2 j Áfengisverzlunar ríkisins: > V Reykjavík ...... kr. 24.356.968 kr. 23.891-024 > Akureyri ......... — 2.433.814 — 2.364.239 s Isafjörður ....... — 0.582.269 — 0.626,400 | Seyðisfjörður ....— 0.369.684 — 0.406.009 2 Siglufjörður .. — 0-752.152 — 0.771.558 j Vestm.eyjar .... — 1.346.823 — 1.534.008 ? Samkvæmt þessum upplýsingum hefur áfeng- issala i Rvík og á Akureyri minnkað nokkuð miðað við næsta ár á undan, en í hinum fjór- um stöðunum hefur hún aukizt. Eftirtektarvert er, að í Siglufirði hefur verið selt áfengi fyrir næstum tuttugu þúsund kr. meira 6 fyrstu mánuði ársins 1952, en næsta ár á undan.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.