Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 2
Félagstíðindi SFR Alyktanir stjórnar SFR Stjóm SFR fordæmir ofbeldisverk sovéskra her- marma í Eystrasaltsríkjun- um sem ráðist hafa gegn vopnlausum almenningi. Stjómskipunarmál þessara ríkja verður að leysa með samningum þar sem tekið er tillit til vilja meirihlutans án þess að réttur minnihluta- hópa sé fyrir borð borinn. Stjóm SFR áréttar að vald- beiting og vopnaskak leysir aldrei neinn vanda, hvorki milli ríkja né innanlands. Stjóm SFR krefst þess að ríkisstjómin styðji sjálf- stæðisviðleitni Eystrasalts- ríkjanna með öllum þeim ráðum sem vænleg em. Ibúð á Akureyri Allmargir félags- menn hafa haft á orði að æskilegt væri að starfs- mannafélagið kæmi sér upp íbúðum á Akureyri og i Reykjavík. Fjárhag- ur félagsins leyfir ekki að ráðast í stórfelld í- búðakaup og var því sá kostur valinn að freista þess að leigja íbúðir á þessum stöðum og at- huga hvemig til tekst. Nýlega var tekin íbúð á leigu á Akureyri sem verður leigð félags- mönnum með svipuðum kjömm og sumarbústað- imir og kemst hún vænt- anlega fljótlega í gagnið. Ibúðin er í Þingvalla- stræti XA. Stjóm SFR harmar að ekki var reynt til hlítar að finna ffiðsamlega lausn á málefnum Mið-Austur- landa. Stjóm SFR bendi á að ofbeldi verður ekki leyst með ofbeldi og vill undir- strika að deilumál milli þjóða verður að leysa með samningum. Stjóm SFR minnir á að stríðsrekstur kemur ætíð verst niður á al- þýðu manna og þó sérstak- lega þeim sem minnst mega sín. Stjóm SFR skorar á ís- lensk stjómvöld að vinna að því að friðsamleg lausn finnist á ófríðnum við Persaflóa og að loftárásum á Irak verði hætt. Stjóm SFR mótmælir harðlega þeim miklu hækk- unum sem tryggingarfélög- in hafa boðað. Þrátt fyrir sí- fellt tal um fxjálsa sam- keppni milli tryggingarfé- laganna þá em þau samstiga í að hækka iðgjöldin ár ffá ári. Stjóm SFR bendir á að hjá tryggingarfélögunum er meiri tekjuafgangur en á heimilum almenns launa- fólks. Þó að tjón verði í ein- stökum greinum þá réttlætir það ekki þær hækkanir sem nú hafa dunið yfir. Stjómin lýsir undrun sinni á því að ríkisstjómin skuli ekki hafa gripið í taumana og knúið tryggingarfélögin til að aft- urkalla hækkunina til að bjarga þjóðarsáttinni. Stjóm SFR bendir á að fasteignagjöld hafa hækkað talsvert umffam verðlag á þessu ári. Þannig ganga sveitarfélögin, sem em samningsaðilar opinberra starfsmanna, á undan í verðhækkunum en kaup- máttur launa minnkar að sama skapi. Stjóm SFR mótmælir slíkum vinnu- brögðum og beinir því til sveitarfélaganna að taka þessar hækkanir aftur. Viðtalstímar samstarfsnefnda Viðtalstímar samstarfs- nefhdanna em alltaf á sama tíma, klukkan 16.00. Nú hafa verið ákveðnir fastir viðtals- tímar hvers hóps í vetur sem hér segir: Skrifstofuhópur: 5. febrú- ar, 5. mars, 8. apríl og 7. maí. Tæknihópur: II. febrúar, 11. mars, 8. apríl og 13. maí. Heilbrigðishópur: 11. febrúar, 11. mars, 8. apríl og 13. maí. Þessir viðtalstímar fara fram á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 89 en ffekari upplýsingar um samstarfs- nefndimar má fá í síma fé- lagsins 91-629644. Frá lífeyrisþegadeild SFR Þorrablót. Fimmtudaginn 14. febrúar n.k. kl. 12.30 verður hið árlega þorrablót haldið á Grettis- götu 89. Blótið hefst með því að góður og gimilegur þorramatur verður á borð borinn. Þá verður til skemmtunar: Jóhann Guðmundsson les upp ffumsamda smásögu. Hljóðfæraleikur: Sigrún Bárðardóttir. Söngur og rabb. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 629644 eigi síðar en 8. febrúar. vSkemmtikvöld. Fimmtudaginn 14. mars kl. 15.00 ætlum við að hafa skemmtifund þar sem á dagskrá veröur m.a.: Edda Amljótsdóttir leikari les upp. Já eða nei, spumingaleikur þar sem fem bókaverðlaun em í boði fyrir þá heppnu. Kafli og meðlæti í háum gæðaflokki ffamreitt af Jóhönnu og Kristínu að venju. Vaðnesbústaðirnir. Eins og áður hefur komið fram stendur fé- lögum í lífeyrisþegadeild SFR til boða að leigja sumarhús í Vaðnesi i vor á hóflegu verði. Dvölin miðast við fimm daga, mánu- daga til föstudaga, eftirtalin tímabil: 8. til 12. apríl, 15 til 19. apríl, 22. til 26. apríl og 29. apríl til 3. maí. Væntanlega notfæra félagar deildarinnar sér þetta tækifæri. F. h. lífeyrisþegadeildar SFR. Kristinn Helgason formaður.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.