Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 6
Félagstíðindi SFR Þetta þarftu að vita Starfsþjálfun á veg- um stofnana: Þeir starfsmenn sem sækja ffæðslu- eða þjálfun- amámskeið samkvæmt beiðni stofnunar sinnar skulu halda reglubundnum launum á meðan og fá greiddan kostnað sam- kvæmt reglum þar um. Sérmenntað starfsfólk ríkisspítala, svæðisstjóma og styrkarfélags vangef- inna, sem með sérstöku leyfí stjómar stofhana stundar viðurkennt sémám varðandi starf sitt eða sæk- ir ffamhalds- eða endur- menntunamámskeið sem nýtur viðurkenningar heil- brigðisyfírvalda, haldi föst- um launum allt að þrem mánuðum á hveijum fimm árum. Launahlutfall í náms- leyfi sé sem næst meðaltali launa þann tíma sem réttur- inn vannst á. Heimilt er að veita starfsmönnum, sem ákvæði þetta tekur til, námsleyfi með þessum kjörum tíðar en að ffaman greinir en þó skemur hveiju sinni, þó ekki umffam einn mánuð á hveijum 20 mánuðum enda leiði ekki af því aukinn kostnað. Heimilt er að veita lengra leyfi sjaldnar eða allt að sex mánuði á hveij- um 10 mánuðum. Ófaglærðu starfsfólki ríkisspítalanna og stofhana fyrir fatlaða (gæslumenn, vaktmenn, aðstoðarmenn, þvottamenn og sérhæfðir aðstoðarmenn Lyfjaversl- unar ríkisins) skal gefinn kostur á starfsþjálfun og skipulögðu námi á fyrsta ári í starfi. Að námi loknu eða eftir eins árs starf skulu starfs- menn þessir hækka um einn launaflokk. Eftir tveggja ára starf skal starfs- fólk þetta eiga kost á ffam- haldsþjálfun og námi. Að því loknu hækki starfs- menn um annan launa- flokk. Launalaust leyfi: Starfsmaður skal eiga rétt á launalausu leyfi ef honum býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefhi, m.a. tengdu starfi hans. Slíkt ffí skal tekið í samráði við yf- irmann stofhunar. Starfsmenntunar sjóður: Ríkissjóður greiðir sér- stakt gjald í Starfsmennt- unarsjóð SFR. Gjald þetta skal nema 0.22% af heild- arlaunum félaga í SFR. FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana SFR er stofnað 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 9.00-17.00 - Sími: 91-629644 Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Prentun: Oddi hf. Vinna við tölvur Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk sem vinnur mikið við tölvur og tölvuskjái kvartar oft um vanlíðan. Það virðist skipta miklu máli hve lengi starfsmenn sitja við tölvuskjáina á dag og verður vanlíðanin því meiri sem lengur er setið við skjáina. Rannsóknir benda til að óþægindin megi einkum rekja til of mikils álags á sjónina, til rangrar lýsingar, rangra vinnustellinga- og hreyfinga, lélegs tæknibún- aðar og að vinnuaðstaðan sé ekki nógu góð. Þar sem vænta má þess að almennt skrifstofufólk vinni sífellt meira við tölvur og fyrir ffaman tölvuskjái verð- ur hér og í næstu blöðum minnt á nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar unnið er við tölvuskjái. Er byggt á bæklingum ffá Vinnueftirliti ríkisins og félögum prentiðn- aðarins. Augu og iýsing Augun verða fyrir miklu álagi þegar unnið er við tölvuskjái. Skjárinn sker sig oft úr umhverfinu að birtu- magni, er yfirleitt ljósari eða dekkri og eins og á sífelldu iði. Æskilegt er að hafa skjás- íur sem jafha birtuna ffá skjánum og draga úr hugsan- legri geislun en það virðist misjafnt hvemig þær henta einstökum notendum. Þeir sem byija að vinna við tölvuskjái ættu að gang- ast undir sjónpróf og láta fýlgjast með augunum með jöfnu millibili. Sömuleiðis þarf að kanna hvort gleraugu henta fjarlægðinni ffá skján- um. Að sjálfsögðu þarf að stilla rétt helstu fjarlægðir, svo sem fjarlægð ffá tölvu- skjá, lyklaborði og handriti en allt þarf það að miðast við þarfis sérhvers einstaklings. Ef andstæður milli skjás og umhverfis em miklar, þ.e. mismikil birta, verður augað sífellt að laga sig að mismun- andi birtustigi. Ljósop aug- ans dregst sundur og saman eftir því sem við á og veldur það á endanum augnþreytu. Ymislegt er hægt að gera til að bæta birtuskilyrðin. Heppilegast er talið að birtan, þar sem unnið er við tölvu- skjái, sé ffá 300-500 lux en það er heldur minna en venjuleg lýsing á skrifstof- um. Ákjósanlegt er að birta falli ekki beint á tölvuskjá- inn, hvorki dagsbirtan né birta ffá perum, því það getur orsakað óþægilegan glampa á skjánum. Æskilegt er að hafa lampa með góðum skermum eða ristum til að jafha dreifingu birtunnar. Þess skal gætt að glampi ffá handriti, sem rýnt er í, og tölvuskjá sé sem líkust. Loks ætti að forðast að hafa veggi, gólf og aðra hluti í umhver- inu í hvítum eða mjög skær- um litum.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.