Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 2
Félagstíðindi SFR Frettir af starfinu 1 Á fundi launamálaráðs þann 11. febrúar s.l. voru kynnt drög að breytingum á lögum félagsins. I drögunum eru mest áberandi tillögur um stofnun landshlutadeilda. Skipting landsins fylgir í gróf- um dráttum kjördæmaskipt- ingunni. I hverri landshluta- deild skal sitja þriggja manna deildarráð og formaður deild- arinnar skal vera fulltrúi deild- arinnar í launamálaráði. Þá er í drögunum mikil breyting á kosningafyrirkomulagi til stjórnar sem gerir félagsmönn- um auðveldara að njóta at- kvæðisréttar. Einnig er í þeim sama kafla laganna gert ráð fyrir að endurkosning sé heim- il en þó aldrei lengur en þrjú kjörtímabil sem þýðir að sama stjórnin situr aldrei lengur en í átta ár samfellt. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þessar breytingar og láta álit sitt í ljós. 2 Nokkur umræða hefur orðið um mögulega hækkun á iðgjöldum, og ef af yrði, hvemig hún dreifðist á félags- menn. Það liggur í augum uppi að með því að stofna lands- hlutadeildir og dreifa þannig valdi og vægi félagsmanna óháð búsetu eykst kostnaður félagsins til muna. Það sem að- allega er rætt um er hvernig sú hækkun iðgjalds kæmi réttlát- ast út fyrir hinn almenna fé- lagsmann. 3 Nokkur umræða hefur verið um rétt starfsmanna SFR til inngöngu í félagið sem full- gildir félagsmenn. Nú stendur í lögum SFR (nánar tiltekið 3. grein) að einstaklingar sem starfa hjá sjálfseignarstofnun- um, sem starfa í almannaþágu samkvæmt Iögum, eigi rétt til inngöngu í félagið. Stjórnin leitaði álits sérfróðra á þessum málum og töldu þeir að SFR félli undir áðurgreinda skil- greiningu. Með hliðsjón af því telst það sannað að starfsmenn SFR hafi fullan rétt á að ganga í félagið. 4 Aðalfundur SFR 1991 verður haldinn á Grettisgötu 89, Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars og hefst hann kl. 20.00. Þó verður að taka fram að breyting gæti orðið á fund- arstað og fari svo verður það auglýst sérstaklega. Starfsmannafélag Grettisgata 89 ríkisstofnana Sfmi 629644 AÐALFUNDUR SFR 1991 verður haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík fimmtudaginn 21. mars og hefst kl. 20.00. DAGSKRA: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Tillögur til lagabreytinga 4. Kosning endurskoðenda 5. Ákvörðun um iðgjald 6. Fjárhagsáætlun 7. Kosning fulltrúa á BSRB-þing 8. Önnur mál Athygli félagsmanna er vakin á því# ad breyting gæti orðið á fundarstað og yrði þad þá auglýst sérstaklega. Heilbrigðis- og tryggingamál í fyrirtœkjum Um þessar mundir standa yfir námskeið fyrir öryggis- trúnaðarmenn á vegum SFR og Vinnueftirlits ríkisins. Af því tilefni skal hnykkt á nokkrum ákvæðum reglna um heilbrigðis- og öryggismál í fyrirtækjum. I fyrirtækjum þar sem vinna fleiri en 10 starfsmenn skal atvinnurekandinn tilnefna öryggisvörð og starfsmenn kjósa öryggistrúnaðarmenn. I stórfyrirtækjum skulu stofnað- ar öryggisnefndir en í smáum fyrirtækjum skal trúnaðarmað- ur annast starf þeirra. Atvinnu- rekandi skal tilkynna Vinnu- eftirliti ríkisins um öryggis- verði og öryggistrúnaðarmenn en starfsmenn skulu sjá um að tilkynna viðkomandi stéttarfé- lagi um sömu aðila. Öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður skulu í samein- ingu fylgjast með því að að- búnaður, hollustuhættir og ör- yggi á vinnustað sé í samræmi við lög nr. 46 1980, reglugerð- ir samkvæmt þeim og að fyrir- mælum Vinnueftirlits ríkisins sé framfylgt. Þeir skulu sér- staklega aðgæta: a) Að vélar og tæknibún- aður, hættuleg efni og starfsað- ferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu. b) Að öryggisbúnaður og persónuhlífar séu til staðar í góðu ástandi eins og til er ætl- ast og séu notaðar af starfs- mönnum. c) Að starfsmenn fái nauð- synlega fræðslu og þjálfun með tilliti til aðbúnaðar, holl- ustuhátta og öryggis. d) Að tilkynningaskyldu um vinnuslys og atvinnusjúk- dóma sé sinnt. e) Að umsagnar Vinnueft- irlits ríkisins sé leitað um um- talsverðar breytingar á fyrir- tækinu. f) Að eftirlitsbók sé færð eins og reglur segja til um. g) Að farið sé að ákvæðum laga nr. 40 1980 og gildandi samninga aðila vinnumarkað- arins sem gerðir eru á grund- velli þeirra um hvíldartíma og frídaga og vinnu barna og ung- linga. Öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum skal skýrt frá öllum vinnuslysum, at- vinnusjúkdómum og óhöppum sem eiga sér stað í fyrirtækinu. Þá skal og kynna þeim mæl- ingar og rannsóknir á hollustu- háttum og öryggi og skýra þeim frá bilunum eða aðstæð- um sem upp koma og þýðingu geta haft fyrir öryggi eða holl- ustuhætti á vinnustað. Telji starfsmaður að á vinnustað sé tiltekin slysa- eða sjúkdómahætta skal hann þeg- ar í stað koma ábendingum þar að lútandi á framfæri við ör- yggisvörð og öryggistrúnaðar- mann og skulu þeir í samein- ingu gera ráðstafanir til að bægja hættunni frá. Telji starfsmaður að viðhlítandi ráð- stafanir séu ekki gerðar skal hann vísa málinu til umfjöllun- ar öryggisnefndar fyrirtækis, sé hún fyrir hendi, en ella til Vinnueftirlits ríkisins. Atvinnurekandi skal tryggja að samstarf um örygg- ismál, aðbúnað og hollustu- hætti samkvæmt reglum þess- um geti orðið sem best og tek- ur þátt í samstarfi um þessi mál. Hann skal sjá um að þeir, sem eru kjömir til að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustað, fái hæfilegan tíma miðað við verkefnasvið til þess að gegna skyldum sín- um. Hann skal ennfremur sjá um að þessir aðilar fái tækifæri til þess að afla sér nauðsyn- legrar þekkingar og menntunar varðandi þessi mál með því að sækja námskeið Vinnueftirlits ríkisins og viðurkennd nám- skeið annarra aðila. Atvinnurekandi ber kostn- að vegna starfs að bættum að- búnaði, hollustuháttum og ör- yggi og bætir þeim, sem að því vinna, tekjutap sem af kann að hljótast. Óryggistrúnaðarmenn njóta þeirrar vemdar sem á- kveðin er í 11. grein laga nr. 80 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.