Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 4
4 ____________ ^ Félagstíðindi SFR j________ Hverjir grœða á vinnuvernd? ítalski læknirinn Bernar- dino Raina/.zini, sem var uppi á árunum 1653-1714, er af flestum talinn faðir vinnu- verndar. Því hefur einnig verið haldið fram að enn sé aldrei haldin ráðstefna um vinnuvernd, svo að hans sé ekki að einhverju getið. Ramazzini kom auga á það að “ýmis atvinna er skaðleg fyrir þann sem á að vinna verk- ið. Margir vinnandi menn hafa litið á iðn sína sem nauðsyn til að þeir geti lifað og séð fyrir sér og sínum. En það eina, sem þeir hafa borið úr býtum, er banvænn sjúkdómur. Og þeir hafa yfirgefið þennan heim og bölvað þeirri iðn sem þeir völdu sér.” Ramazzini skrifaði bókina Um atvinnusjúkdóma (De Morbis Artificum Diatriba) sem kom út árið 1700. Hann fór á vinnustaði og athugaði aðstæður hins vinnandi manns og hann sagði m.a.: “Þegar læknirinn vitjar láglauna- mannsins, og þar er enginn gylltur stóll til að sitja á, verð- ur hann að láta sér nægja að sitja á þrífættum kolli og gefa sér góðan tíma. Og læknirinn á alltaf að spyrja manninn: “Hvað gerirðu”?” Ég hef fyrir satt að Ramazzini hafi samt mest hugsað um líkamann í þessu sambandi. Hann kom auga á það að menn geta veikst af því að vinna við ákveðnar aðstæð- ur. Fyrsti hjúkrunarfræðingur- inn, sem fékkst við heilsu- vernd á vinnustað, er talin hafa verið Philippa Flowerday sem réðist til sinnepsverksmiðju J&J Colman Ltd. í Norwich á Bretlandi árið 1878. Það er lít- ið vitað um þessa “móður vinnuvemdar” og nafni hennar hefur verið lítið haldið á loft. Þó er sagt að hún hafi látið sig heilsufar starfsmanna miklu varða bæði í starfi og utan þess. Hún hafi hugsað um fyr- irbyggjandi aðgerðir, gert sér grein fyrir að mataræði hefði áhrif á heislufar manna og hún hafi m.a. farið með mat úr eld- húsi fyrirtækisins til sjúkra og fátækra starfsmanna. Sagt er að hún hafi líka haft jákvæð áhrif á ungar stúlkur sem störfuðu í verksmiðjunni og eflt þær til dáða. Hún gaf þeim góð ráð varðandi klæðn- að og lagði áherslu á mikil- vægi persónulegs hreinlætis. Hún reyndi að hafa áhrif á starfsandann í verksmiðjunni og reyndi að efla heilbrigði - bæði andlegt og líkamlegt. Philippa virðist hafa starfað í þeim anda, sem nú þykir nú- tímalegur og kallast heildarsýn (holistic). Þessara frumkvöðla er minnst hér til að minna á að það er engan veginn nýtt af nálinni að hugsa um vinnu- vemd. Ramazzini gerði sér ljóst að starfsumhverfi getur verið lífshættulegt og Philippa Flowerday gerði sér grein fyrir því sama og Grikkir til forna, að sálin verður ekki aðskilin frá líkamanum - héma megin grafar. Heilbrigð sál í hraust- um líkama er það sem stefna ber að. Hvemig er þessu svo hátt- aðárið 1991? Menn hafa lengi fylgt Ramazzini að málum og gert sér grein fyrir að ákveðnar að- stæður geta ógnað heilsu manna en sálin hefur lengst af verið höfð útundan. Viðhorf Phiiippu Flowerday hafa fyrst verið að ryðja sér til rúms á síðasta áratug. Undanfarin ár hef ég hald- ið fyrirlestra fyrir starfshópa, félagasamtök og nemendur um mikilvægi þess að fólki líði vel í vinnunni. Fyrirlestrarnir eru hugsaðir til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Það er fyrsta skrefið. Það er ekki rétt að segja að það séu ekki til uppskriftir að góðri vinnu þar sem fólki líður vel. Gallinn er sá að það er oft erfitt að fara eftir þeim. Stjórnandinn Ég trúi því - því miður - að starfsmaðurinn, sem stendur lágt í valdapíramídanum, hafi takmarkað svigrúm til að hafa áhrif á vinnuaðstæður sínar. Það eru stjórnendurnir sem móta starfsandann og leggja línurnar á vinnustaðnum. Því miður hefur mér oft fundist reyndin sú að yfirmenn mæta ekki á fundi um þessi mál. Þeim finnst þeir sýna velvild með því að leyfa fundina og hvetja starfsmenn sína jafnvel til að mæta - en sjálfir eru þeir Hólmfríöur Gunnarsdóttir, hjúkrunarfrœö- ingur hjó Vinnueftirliti ríkisins að gera eitthvað “mikilvæg- ara.” Það læðist að manni sú hugsun að þeir sú að missa af einhverju. Eða eins og John Lennon orðaði það: “Lífið er það sem kemur fyrir þig með- an þú ert upptekinn við að gera aðrar áætlanir” (“Life is what happens to you, while you are busy making other plans.”) I Ameríku hafa augu manna fyrir löngu opnast fyrir þeirri staðreynd að undirstaða velgengni er að hafa ánægt starfsfólk sem vill fyrirtækinu vel. Menn skrifa þykkar bæk- ur, gefa út leiðbeiningar og halda námskeið fyrir hina “nýju stjómendur.” Þeir, sem halda námskeiðin og skrifa bækumar, græða á tá og fingri en ábati neytendanna hefur verið mismunandi og farið eft- ir getu þeirra til að tileinka sér eitthvað nýtt. Menn vilja hætta við píramídakerfið og koma á „flötu kerfi.” Þá er átt við að enginn valdastóll sé efst uppi þar sem einhver maður/kona situr og deilir og drottnar. Það sé affarasælla að dreifa vald- inu, að stuðla að því að allir geti lagt til málanna og grætt á góðum hugmyndum. Peter Senge, sérfræðingur í stjórnun hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT), segir að stjórnendur fyrirtækja - einkum á Vesturlöndum - verði að einbeita sér að því sem hann kallar “skapandi nám” (generative learning), þ.e. að fá eða nýta sér nýjar hugmyndir. Japanir hafa komið, séð og sigrað á heimsmarkaðinum á mörgum sviðum. Því er ekki hvað síst þakkað stjórnun fyr- irtækjanna og því að starfs- mennirnir eru meðábyrgir. Þeir eru virkjaðir til að hafa áhuga á því sem þeir eru að gera. Flestir forstjórar hafa nú tölvur á borðinu sínu og geta, ef þeir kunna á kerfið, haft samband víða um heim. En það hjálpar þeim ekki til að hafa samvinnu við samstarfs- mennina í næstu herbergjum um skapandi hugsun. Japanir nota tækni sem þeir kalla “waigaya” en þá sitja .starfsmenn á rökstólum og leggja sig fram um að láta sér detta eitthvað í hug sem gæti borgað sig að gera í fyrirtæk- inu í framtíðinni. Þessar waigaya-setur geta staðið yfir í nokkra daga. Slíkt eiga vest- rænir forstjórar erfitt með að hugsa sér, sem margir hverjir eru stöðugt að flýta sér og sjá ofsjónum yfir því ef starfsfólk- ið sest niður yfir kaffibolla og ræðir saman. Hugmyndir sem mistakast geta líka komið að gagni. Sagt er að u.þ.b. 90% tilrauna hjá HONDA í Japan mistakist í fyrstu tilraun. Þær eru samt sem áður varðveittar í reynslu- og hugmyndabanka og e.t.v. geta þær reynst gagnlegar síð- ar. Þessar geymdu en ekki gleymdu hugmyndir, sem hafa ekki reynst nothæfar í bili, leiða til þess að starfsmenn HONDA þurfa ekki að eyða tíma í að “enduruppgötva hjól- ið.” Fyrrnefndur Sengi, stjóm- unarsérfræðingur hjá MIT, tel- ur að velgengni fyrirtækis sé undir því komin að hver einasti starfsmaður, starfshópur og deild sé stöðugt að bæta hæfni sína til að tileinka sér, hrinda í framkvæmd og útdeila nýjum hugmyndum. Þetta krefjist gjörbyltingar í hugsun hjá stjórnendum og starfsmönn- um. Þessu sé erfiðara að koma inn hjá viljasterkum vestræn- um starfsmönnum en staðföst- um vingjarnlegum Japönum. Enda þótt Senge láti eftir sér að alhæfa um heilar þjóðir og jafnvel heimshluta ber auð- vitað að taka þessum fullyrð- ingum með varúð. Alls staðar eru undantekningar frá megin- reglum, ef einhverjar eru. En þetta getur vakið fólk til um- hugsunar um það hvort eitt- hvað breytist með dýrum nám-

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.