Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 6
Félagstíðindi SFR Vinna viö tölvur II Skipulag vinnustaðar Óþægindi við tölvuvinnu má oft rekja til rangra vinnu- stellinga, að tækjabúnaður og húsgögn séu ekki rétt stillt. Hér skal drepið á nokkur atriði sem gæta þarf að í þessu sam- bandi. Æskilegt er að tölvuskjár og lyklaborð séu aðskilin svo hægt sé að stilla hvort um sig. Gott er að hægt sé að stilla skjáinn, snúa honum, hækka eða lækka þannig að starfs- maðurinn geti skipt urn vinnu- stellingar. Hæð vinnuborðsins miðast við að starfsmaður geti setið með beint bak, slakar axlir og um 90 gráðu hom í olnboga þegar hann vinnur við borðið. Fætumir þurfa að ná til gólfs. Mjög æskilegt er að hafa sérstakt borð eða brík sem lyklaborðið er látið standa á, svo hægt sé að hækka það eða lækka eftir kringumstæðum. Vinnustóllinn er einnig afar mikilvægur þegar lengi er SFR erstofnað 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 9.00-17.00 -Sími: 91-629644 Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Umsjónarmaður: Árni Stefán Jónsson Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Prentun: Prentsmiðja Guðjóns Ó Þetta þarftu að vita... Vaktavinna - afbrigðilegur vinnutími setið við tölvuna. Stólsetan skal vera nægilega breið til að hægt sé að sitja óþvingað og það djúp að hún styðji undir 2/3 hluta læris. Hæðin þarf að vera stiilanleg og auðvelt að breyta henni. Sama gildir um bakið, það þarf að vera auðvelt að færa það upp og niður, fram og aftur eftir hentugleikum og það á að veita góðan stuðning við mjóhrygg og mjaðma- grind. Ekki er mælt með því að hafa arma á stól þegar unnið er við tölvuinnslátt. Textagrind fyrir handrit er einnig bráðnauðsynleg. Grind- in þarf að vera stillanleg þannig að hægt sé að breyta fjarlægð handrits frá augum og sömuleiðis færa handrit nær eða fjær tölvuskjá eftir eðli þess starfs sem unnið er hverju sinni. Tölvugrindur eru ódýrar en geta bætt vinnustellingar starfsfólksins að miklum mun og þar með dregið úr hættu á vanlíðan við vinnuna. Þeir, sem vinna á reglu- bundnuin vinnuvöktum eða vinna hluta af vikulegri vinnu- skyldu sinni utan dagvinnu- tímabils, skulu fá vaktaálag fyrir unnin störf á þeim tíma er fellur utan venjulegs dag- vinnutímabils. Þar sem unnið er á reglu- bundnum vinnuvöktum skal varðskrá, er sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, lögð fram rnánuði áður en fyrsta “vakt” samkvæmt skránni hefst nema samkomulag sé við starfs- menn urn skemntri frest. Við samningu varðskrár skal þess gætt að helgidaga- vinna skiptist sem jafnast á starfsmenn. Vinnuvökur skulu vera 6-10 klukkustundir og skulu líða minnst 9 klukkustundir til næstu vinnuvöku. Þar sem nauðsyn er samvist- artíma við vaktaskipti skal fella hann inn í hinn reglubundna vinnutíma. Þeir, sem vinna vaktavinnu, skulu í viku hverri fá 2 samfellda frídaga þannig að næturfrí komi fyrir og eftir frídagana. Heimilt er starfsmannafélögum að semja um að frídagamir séu veittir hvor í sínu lagi, þó þannig að næturfrí komi jafnan fyrir og eftir frídag- ana eða eigi skemmri tíma en 36 klukkustundir samfellt fyrir hvorn dag. Heimilt er í samræði við starfsmenn með samþykki viðkomandi starfsmannafélaga að flytja frídaga milli vikna. Éinstök aðildarfélög eiga rétt á að semja unt að þeir starfsmenn í fullu starfi, sem vinna á reglu- bundnum vinnuvöktum og skila til jafnaðar 40 klukkustunda vinnu á viku allt árið, geti í stað greiðslna skv. 2.3.2 fengið frí á óskertum föstum launum í 12 daga á ári miðað við heils árs starf. Vinnu, sem fellur á sérstaka frídaga og stórhátíðardaga sbr. framanritað, skal auk þess launa með vaktaálagi sé þessi kostur valinn. Vaktavinnumenn sem eigi notfæra sér þessa heimild eiga kost á að greitt verði skv. varðskrá yfirvinnukaup (tíma- kaup) skv. grein 1.5.1 fyrir vinnu á sérstökum frídögum og stórhá- tíðardögum, skv. grein 1.5.2 fyrir hvem merktan vinnudag. Bættur skal hver dagur, sem ekki er merktur vinnudagur á varðskrá og fellur á sérstakan frídag eða stórhátíðardag, annan en laugar- dag eða sunnudag (laugardagur fyrir. páska undanskilinn), með greiðslu yfirvinnukaups í 8 klukkustundir eða með öðrum frídegi. Starfsfólk í vaktavinnu hefur ekki sérstaka matar- og kaffi- tíma. Starfsmönnum er þó heim- ilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni ef því verð- ur við komið starfans vegna. Vegna takmörkunar þeirrar, sem að ofan greinir á matar- og kaffi- tímum, skal telja hverja vakt sem unnin er til uppfyllingar viku- legri vinnuskyldu, 25 mínútum lengri en raunverulegri viðveru nam. Vinni vaktavinnumenn yfir- vinnu eða aukavakt skal til við- bótar unnum tíma greiða 12 mín- útur fyrir hvem fullan unninn klukkutíma nema starfsmaðurinn taki matar- eða kaffitíma á vakt- inni. Skulu þá þeir matar- og kaffitímar teljast til vinnutímans, allt að 12 mínútur fyrir hvern fullan unninn klukkutíma. Við uppgjör á yfirvinnu skal leggja saman alla aukatíma upp- gjörstímabils, t.d. mánaðar, hálfs mánaðar eða viku, og reikna síð- an 12 mínútur á þá heilu tíma sem þá koma út. Starfsmenn, sem vinna reglubundna vaktavinnu, skulu undanþegnir næturvökt- unt ef þeir óska er þeir hafa náð 55 ára aldri. Á stofnunum, sem starfa allt árið og starfsmenn ganga vaktir alla daga ársins, skal samið við starfsmenn um leyfi vegna vinnu á sérstökum frídögum í samræmi við þá vinnu sem lendir á slíkum frídögum ef meirihluti vakta- vinnumanna í fullu starfi óskar þess. Sé varðskrá breytt með skemmri fyrirvara en 24 klukku- stundum skal viðkomandi starfs- manni greitt aukalega 3 klukku- stundir í yfirvinnu. Sé fyrirvarinn 24 klukkustundir til 168 klukku- stundir (1 vika) skal greiða 2 klukkustundir í yfirvinnu (hér er átt við breytingu á skylduvöktum en ekki fyrir aukavaktir).

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.