Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 8
____________________í Félagstíöindi SFR \_ Um sjúkraliðafélagið Sigríður Kristinsdóttir Sjúkraliðafélag íslands stóð fyrir ráðstefnu 5. febrú- ar síðastliðinn þar sem fyrr- verandi formenn félagsins héldu framsögu. Sigríður Kristinsdóttir, núverandi formaður SFR, var formað- ur sjúkraliðafélagsins 1979- 1983 en gat ekki mætt á ráð- stefnunni því hún var verð- urteppt úti á landi. Þar sem fyrir dyruin standa kosning- ar um það hvort sjúkraliðar gangi úr SFR og stofni sér- stakt stéttarfélag þótti rétt að koma sjónarmiðum hennar á frainfæri og birta ræðuna lít- illega stytta. Ég hef verið beðin að ræða um formannsár mín í Sjúkra- liðafélagi Islands, eins og aðrir frummælendur hér, en mun einnig rifja upp fyrri tíð því ég sat í stjóm félagsins nokkur ár áður og varð trúnaðarmaður fljótlega eftir að ég lauk sjúkraliðanáminu árið 1972. Ég mun einkum ræða tvö mik- ilvæg mál, menntunarmál og kjaramál, enda þýðingarmestu mál félagsins. Okkur sjúkraliðum, sem höfðum lært inni á sjúkrahús- unum, þótti stór áfangi að fá Sjúkraliðaskóla Islands haust- ið 1975 og töldum að það gæti gert það að verkum að meira samræmi yrði í námi okkar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti fór að útskrifa sjúkraliða um líkt leyti. Við sjúkraliðar lögðum mikla áherslu á það að fá tæki- færi til endurmenntunar. Okk- ur var á sínum tíma boðið upp á sex vikna endurmenntunar- námskeið sem reyndar stjóm sjúkrahúsanna taldi fulllangt því erfitt yrði að vera án sjúkraliðanna svo langan tíma. Það fannst sjúkraliðum einnig og mótmæltu því jafnframt að námskeiðinu lyki með prófi en það próf hefði gefið okkur á- kveðna punkta inn í mennta- skóla. Þessu námskeiði var hafnað af sjúkraliðum í þessu formi og stytt ofan í fjórar vik- ur án prófs. Formannsár mín - þ.e. 1979-1983 - var eins og endranær unnið að breytingum á reglugerðum og rætt um skólamál sjúkraliða. A því tímabili kom að minnsta kosti út ein reglugerðarbreyting um Sjúkraliðaskólann og jafn- framt var oft rætt um að dreifa sjúkraliðanáminu út um allt land, í fjölbrautaskólana. A þeim tíma töldum við að ekki væri til faglega menntað fólk til að kenna sjúkraliðum í fjöl- brautskólum úti á landi né heldur að sjúkrahúsin væru í stakk búin til að taka við nem- um. Árið 1982 fóru sjúkraliðar í fjöldauppsagnir vegna óá- nægju með sérkjarasamninga sem fóru í kjaradóm hjá SFR. En það var löng hefð fyrir því að fyrst var samið við ríkið og síðan við borgina á sömu nót- um. Þá eins og nú voru samn- ingar úti á landi betri. Sjúkra- liðar í Reykjavík vildu ekki una því og gripu þá til þessara ráða. Ut úr því fengust nokkrar launaflokkshækkanir og bók- anir um breytta reglugerð, breytingar á lögum um sjúkra- liða sem náð hafa fram að ganga, þriggja mánaða nám- skeið í sérgreinahjúkrun (geð- hjúkrun, barnahjúkrun og elli- hjúkrun) og eins árs nám eftir þriggja ára starf. Þriggja mán- aða námskeiðin hafa náð fram að ganga og voru haldin nokkrum sinnum þótt þau hafi nú öll fallið niður eftir að Sjúkraliðaskóli Islands var lagður niður. Reyndar hafa ný vikunámskeið komið í þessum sérgreinum. Eins árs námið hefur aldrei komið til fram- kvæmda þótt það hafi ítrekað verið áréttað við hvem heil- brigðisráðherrann á fætur öðr- um. Hefur aldrei verið svo gerður samningur á vegum SFR að þessar bókanir hafi ekki verið teknar upp - fyrir utan þjóðarsáttarsamninginn þar sem ekki var svigrúm til neins annars en fjalla um það sem bjargvættimir skömmtuðu okkur. Kjaramálin hafi jafnan tek- ið mestan tíma í stjórn félags- ins. Sjúkraliðar alltaf sýnt mik- inn áhuga á kjörum sínum og talið sig vera vanmetna stétt. Það sem hefur alltaf brunnið á sjúkraliðum, og gerir enn í dag, er munurinn á milli fólks sem vinnur úti á landsbyggð- inni og því sem er hér í Reykjavík. Og við höfum oft fengið að heyra það hjá sjúkra- liðum, sem starfa ekki á höfuð- borgarsvæðinu, að við værum frekar miklir liðléttingar í samningamálunum. I SFR er fólk úr mismun- andi starfsstéttum sem verður að koma sér saman um hvaða kröfur skuli bornar fram. Áður en samningsréttarlögin komu 1986 var gerður heildarkjara- samningur af hálfu BSRB og síðan sérkjarasamningar fyrir einstök félög. Fyrstu uppsagnir sjúkra- liða til að leggja áherslu á kjaramál, sem ég man eftir, voru 1974 en samstaða um þær var lítil og þær runnu út í sand- inn. Það var samt ákveðin reynsla. Árið 1977 og 1984 fór BSRB í verkfall og það síðara stóð í heilan mánuð. Þá sakn- aði ég svolítið stéttvísi félaga minna. Vissulega voru þeir í vinnu en þrátt fyrir það þá voru félagar þeirra í verkfalli. Þar hefðu sjúkraliðar t.d. getað verið meira á verkfallsvöktum til þess að sýna stuðning og kynna sér betur hvað um væri að vera. Það hlýtur að teljast eðlilegt að, þótt einhver hópur verði að vinna í verkfalli, þá hljóti allir að tengjast því. Áf slíkri þátttöku öðlast maður reynslu og samkennd og sam- staða launafólks eflist. Því miður varð lítill sem enginn ár- angur af verkfallinu 1984 því allir ávinningamir voru teknir aftur með gengisfellingu skömmu síðar enda engin verðtryggingarákvæði íþeim. Ef áfram er rakið þá fóru sjúkraliðar aftur út í uppsagnir 1987 og fengu þá verulega kauphækkun og ýmis konar fé- lagslegar úrbætur. Þá sást vel hve mikilvægt það var að við stóðum ekki einar í kjarabar- áttunni því, þótt sjúkraliðar þjöppuðu sér saman, þá er eðli starfs okkar þannig að það var mjög erfitt fyrir margan sjúkraliðann að keyra veiku fólki út af deildunum sínum. Sú samstaða, sem samninga- nefnd SFR sýndi í það skipti, gerði það að verkum að auð- veldara var að standa fast á rétti sínum. Auðvitað nutu aðr- ir SFR-félagar góðs af fram- taki okkar (þ.e. uppsögnunum) en eftir sem áður þá erum við sjúkraliðar ekki eyland þannig að við munum alltaf þurfa að taka mið af öðrum og aðrir mið af okkur. I stjórninni urðu um- ræður, síðasta daginn áður en við ætluðum að ganga út, um það hvort almenningsálitið yrði ekki sjúkraliðum mótsnú- ið og fyllsta ástæða til að ræða það. En þama höfðum við stuðning af stóru stéttarfélagi sem var tilbúið til að verða okkur til varnar og jafnframt sætta sig við það að ná ekki meiru en 25% kauphækkun fyrir aðra félagsmenn í það skiptið meðan sjúkraliðar náðu 39,5% hækkun. Stjórn sjúkraliðafélagsins hefur lagt fram drög að laga- breytingum þar sem lagt er til að komið verði á fulltrúaráði og stofnað stéttarfélag sjúkra- liða sem jafnframt segi sig úr SFR. Með fulltrúakosningum hefur hinn almenni félagi í rauninni ekki aðgang að sjálf- um formanni Sjúkraliðafélags íslands og það komast aðeins örfáir á fulltrúaráðsþing. Þannig er stefnt í átt til mið- stýringar og stjórninni gefið miklu meira vald en hún hefur haft. Það er eðlilegt að öðru verði ekki við komið í stórum samtökum, eins og BSRB og ASI, en í félagi sem í munu vera um 12-1300 manns eru ekki á því vandkvæði að hægt sé að halda aðalfund einu sinni á ári. Það vekur mér vonbrigði að sjúkraliðar skuli ætla að fara út úr félögum innan BSRB vegna þess ég hef trú á því að eftir því sem félögin eru stærri þeim mun meiri árangri muni Framhald áhls .7

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.