Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Side 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Side 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 3. tbl. - 33. árg - Mars 1991 Leiðari Undanfarna daga hafa borist fréttir af uppsögnum viö Þjóðleikhúsið, bæði leikara og annarra starfsmanna. Um áramótin var starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins sagt upp vegna endurskipulagn- ingar og enn ekki Ijóst hverjir verða endurráðnir. Yfirvofandi eru uppsagnir í íslenska dansflokknum. Fleiri hliðstæð dæmi má nefna um að verið sé að minnka atvinnuöryggi ríkisstarfs- manna með líkum hætti. Við uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu var ekki séð að farið væri eftir neinni reglu annarri en duttlungum nýskipaðs Þjóðleik- hússtjóra. Aðeins var sagt: “Það er ekkert með þetta fólk að gera hér.” Ekki var nein viðleitni höfð til að breyta skipulagi starfsins í leikhúsinu, aðeins óæskilegum einstakling- um í augum nýja stjórans sparkað. Uppsagnir starfsfólk geta reynst tvíeggjað ráð. Sumir trúa því að nýir vendir sópi best en reynsla og velvild gamalla starfsmanna eru líka þýðingarmikil. Uppsögn eldri starfs- manna spillir starfsandanum og skapar tor- tryggni því þeir, sem eftir sitja, spyrja sjálfan sig: “Hver verður næstur?” Það er hugsanlegt að unnt sé að pína meira út úr starfsfólkinu með uppsagnarvopnið reitt en þeir sem hafa það yfir sér eru síður búnir til að taka á- hættu eða sýna frumkvæði. Mórallinn á slíkum vinnustað mótast oft af því að hlýða yfir- mönnunum í einu og öllu enda eru uppsagnir eitt beittasta vopn yfir- gangssamra stjórnenda. Rétturinn til vinnu telst til almennra mann- réttinda eða ætti að gera það. Á velflestum vinnustöðum er fólki ekki sagt upp nema knýjandi ástæður séu til þess en ekki af duttlungum forstjóranna einum saman. Starfsmannafélag ríkisstofnana mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem Þjóðleik- hússtjórinn og fleiri ríkisforstjórar hafa við- haft. Félagið mun beita sér til hins ýtrasta til að vernda rétt þess fólks sem upp var sagt. En það er vitað mál að þeir starfsmenn sem ráðnir eru eftir 1974 eru á gagnkvæmum uppsagnarfresti. Svona vinnubrögð við upp- sagnir eiga ekki að tíðkast nú á tímum frels- is, lýðréttinda og mannréttinda. EÉP Breyttur fundarstaður fyrir aðalfund Aðalfundur SFR 1991 verður haldinn fimmtudaginn 21. mars á veitingahúsinu Breiðvangi í Mjódd- inni og hefst klukkan 20.00. Þetta er gert vegna þess að kjósa þarf um fulltrúa SFR á þing BSRB og búast má við mikilli fundarsókn. rL'‘UHREKKAi S brekka XL SVÉGUR qALFAH. ‘HU Ða\ 'o- jí *JALU ^GRIHJALU SIEKKMR — 2 ac “GILSÁRS.fc < z ^OEITASa-.i; ic o: J o £ BRÚNASt ÁLFABAKK 03' ÞÖNGLAB. BARAS. i/i —3 ar > ce œscy: < H-*<

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.