Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 3
Félagstíðindi SFR 3 Fundargerð trúnaðar- mannafundar Fundurinn var haldinn á Grettisgötu 89 þann 20. febrúar 1991 og hófst klukk- an 13.00. Þetta gerðist. 1. Sigríður Kristinsdóttir setti fundinn en síðan las fundarstjóri, Olafur Þ. Ragn- arsson, upp dagskrá fundarins og síðan var gengið til dag- skrár. Páll H. Einarsson var fundarritari. 2. Áfangaskýrsla um framleiðslu sauðfjárafurða. Annar frummælenda Ög- rnundur Jónasson, formaður BSRB, var forfallaður en hinn frummælandinn, Björn Arn- órsson, hafði framsögu. Hann rakti það að hlutverk nefndar- manna hefði verið að kanna möguleika á aðhaldi í rekstri í búvöruframleiðslu, bæði bænda og milliliða. Hann taldi núverandi skipulag sauðfjár- búskapar vera úrelt en tak- markið vera að nota spamað- inn til uppbyggingar. Utflutn- ingur á kjöti vegna kjötfjalls- ins er örþrifaráð. Tillaga um óheftan innflutning mundi valda hruni. Þess vegna var bent á niðurskurð lil styrking- ar atvinnugreinarinnar. Nauta- kjöt, svínakjöt og kjúklinga- kjöt hefur lækkað um 20% á síðustu 10 árum en þar af leið- andi hefur lambakjötsneysla minnkað. Einnig má búast við auknum útflutningi á lamba- kjöti frá Nýja-Sjálandi á næst- unni. Helstu markmið í áfangaá- liti sjömannanefndar eru að aðlaga sauðfjárframleiðsluna og neysluna á árunum fram til 1997. Tryggja lægra vöruverð án minni gæða. Lækka rfkisút- gjöld til landbúnaðarins. Reiknað er með að sauðfjár- bændum fækki vegna þessara aðgerða en nefndin taldi sig ekki eiga að fjalla um byggða- vandann. Markaðstengja þarf framleiðsluna og auka sparn- að, t.d. með því að færa fram- leiðsluna á færri býli og auka nýtingu á vinnutækjum og mannafla. Veitt verði leyfi til að kaupa fullvirðisrétt. Ekki er rniðað við að ríkisútgjöld lækki í ár vegna þessa en frá og með næsta ári munu þau taka að lækka. Gert er ráð fyr- ir 20% verðlækkun kindakjöts á næstu 5-6 árum. Nú hófust umræður um skýrslu sjömannanefndar. Fyrstur tók til máls Ragnar Stefánsson og benti á að með aukinni sölu á erlendum mark- aði mætti bæta stöðu kinda- kjötsframleiðslunnar. Um er að ræða mjög góða vöru sem er dýr erlendis. Hann taldi að finna yrði framleiðslu sem hentaði byggð í landinu. Guðmundur Ingi Waage spurði: Hvers vegna er kinda- kjötið dýrara en svínakjötið? Bjöm svaraði því þannig að það taki lengri tírna að framleiða kindakjötið og einnig væri 30-40% meiri fjár- festing í sauðfjárframleiðsl- unni en nauðsynlegt væri. Jóna Málfríður Sigurðar- dóttir velti upp þeirri spum- ingu hvað bændur fengju í raun og veru fyrir sinn hlut af smásöluverðinu og taldi að þeirra hlutur væri ekki of stór. Lauk þar með umræðum um þennan lið. 3. Ályktanir fyrir aðalfund SFR. (Alyktanirnar eins og þœr voru samþykktar á trúnaðar- mannafundinum eru á bls. 2 en hér verður greint frá um- rœðum.) Marías Guðmundsson gerði grein fyrir kjaramálatil- lögum ályktunarnefndar. Hann taldi að nú lægi á að móta stefnu félagsins í kjara- málurn. Urn ályktunina urðu fjörugar umræður og tóku þessir til máls: Ema Kristjáns- dóttir, Hjörleifur Olafsson, Jens Kristinsson, Guðmundur Ingi Waage, Jóna Málfríður Sigurðardóttir, Ragnar Stef- ánsson, Erna Kristjánsdóttir, Anna Atladóttir, Einar Olafs- son, Skúli B. Árnason, Jónína Þ. Arndal og Karl Stefánsson. Var síðan gert kaffihlé. Að hléi loknu kynnti Skúli B. Ámason tillögu um at- vinnumál og Anna Atladóttir ályktun um heilbrigðismál og urðu engar umræður um þær tillögur. Marías Guðmundsson gerði grein fyrir tillögu um jafnréttismál og lífeyrissjóðs- mál. Jafnframt lagði hann til að ákvörðun um að reglur um að félagsgjald skuli óbreytt yrði frestað til aðalfundar. Hjörleifur Olafsson vildi að lífeyrisgreiðslur yrðu mið- aðar við öll greidd laun og var eindregið á móti hækkun fé- lagsgjalda. Hann sagðist vera á móti fulltrúalýðræði því að meiningu sumra landsbyggð- armanna mundi vægi lands- byggðarinnar þá minnka. Einnig varpaði hann því fram hvort þörf væri á SFR þar sem félögin hefðu orðið sjálfstæð- an samningsrétt og hvort BSRB gæti ekki tekið við hlutverki SFR. Marías tók aftur til máls og síðan Guðmundur Ingi Waage sem vildi ekki að líf- eyrisgreiðslur væru miðaðar við heildarlaun. Tillögur ályktunamefndar voru síðan allar samþykktar með smávægilegum breyting- um. 4. Næst voru kynntar til- lögur til lagabreytinga sem lagðar verða fyrir aðalfund. Árni Stefán Jónsson fram- kvæmdastjóri SFR gerði grein fyrir þeim. (Þessar tillögur voni kynntar í síðasta hefti Félagstíðinda - febrúarblað- inu.) 5. Kosning fulltrúa á þing BSRB. I uppstillingamefnd sátu Eiríkur Helgason, Ingi- björg Oskarsdóttir, Jens Andr- ésson, Kolbrún Gestsdóttir og Trausti Hermannsson. Jens gerði grein fyrir tillögu upp- stillingarnefndar (sjá bls. 4 og 5) en SFR á 49 fulltrúa á þingi BSRB. Marta Sigurðardóttir taldi tillöguna vel unna enda væri starf uppstillingamefndar vandasamt. Hún kvaðst samt sakna nokkurra nafna og stakka upp á Hjörleifi Olafs- syni, Jónínu Amdal, Stefáni Arngrímssyni og Tómasi Sig- urðssyni sem aðalmönnum en Daðey Þóru Olafsdóttur sem varamanni. Margrét Tómas- dóttir stakk þá einnig upp á Ó- lafíu Herborg Jóhannsdóttur sem aðalfulltrúa. Meðan kosn- ingin var undirbúin var fyrir tekinn sjötti liður dagskrárinn- ar. 6. Önnur mál. Hjörleifur Ólafsson taldi að opnun fé- lagsins sem nýja sjómin ætlaði að beita sér fyrir hefði mistek- ist. Þegar launamálaráð væri kallað saman væru aðeins að- almenn boðaðir en ekki vara- menn eins og verið hefði. Ragnar Stefánsson sagði að það væri við margan vanda að etja í stóru félagi. Hann hvatti til þess að hætt yrði að lesa skýrslur á aðalfundi held- ur yrði fjallað því meira um þær. Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR. svaraði gagn- rýni Hjörleifs um launamála- ráðið með því að stjómin vildi hafa launamálaráðið sem virkast. Með því að boða vara- menn einnig á fundi væri hætta á að þeir yrðu of þungir í vöfum. Með aðalfulltrúum eingöngu yrðu fundirnir virk- ari þannig að þeir sem mættu tækju allir þátt í fundarstarf- inu. 5. Nú fór fram kosning um fulltrúana á þing BSRB. Urslit urðu þau að listi uppstillingar- nefndar um aðal- og varafull- trúa á þingið var samþykktur óbreyttur með þorra atkvæða gegn 12. Fundi var síðan slitið kl. 18.30. Páll H. Einarsson fundarritari.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.