Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Blaðsíða 8
Félagstíðindi SFR Fulloröinsfrœösla - nýtt skólastig? Frá miðjum sjöunda ára- tugnum hefur mjög færst í vöxt hér á landi hvers konar fræðsla eða nám fullorðinna. Þessi aukning hefur haldist í hendur við stóraukna skóla- göngu að loknu skyldunámi. Fullorðinsfræðslu má skipta í þrjár tegundir náms. Nám í hefðbundnum greinum grunn- og framhaldsskóla, starfstengda símenntun og tómstundanám. Fyrsti flokkurinn, þ.e. nám fullorðinna í hefðbundnum greinum grunn- og framhalds- skóla, tók mikinn kipp með til- komu öldungadeilda við fram- haldsskóla um miðjan áttunda áratuginn. Nú eru öldunga- deildir við hátt á annan tug framhaldsskóla og í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti einum stunda nú um 900 manns nám í öldungadeild. Auk þess bjóða Námsflokkar Reykjavíkur, Bréfaskólinn og vaxandi fjöldi málaskóla nám af þessu tagi. Því miður hefur Háskóli Islands ekki enn brugðist við þessari þörf en nú- verandi rektor H.I., dr. Sig- mundur Guðbjarnarson, lagði á síðasta ári til við háskólaráð að þau mál yrðu tekin til skoð- unar. Er ekki að efa að þúsund- ir Islendinga munu notfæra sér síðdegis- eða kvöldnám á há- skólastigi þegar þar að kemur. Líklegt er að konur yrðu þar í meirihluta eins og gerst hefur í öldungadeildum framhalds- skóla. Önnur tegund fullorðins- fræðslu tengist störfum fólks og nefndist endurmenntun eða starfstengd símenntun. Upp úr 1980 verður stóraukning á framboði og eftirspurn eftir starfstengdri endurmenntun. Stéttarfélög og hagsmunaaðil- ar I atvinnulífi hafa átt mikið frumkvæði að þessu leyti og nú eru varla gerðir svo kjara- samningar að ekki séu í þeim ákvæði um endurmenntun. Stór hluti þessarar menntunar fer fram utan skólakerfisins og er kostaður af þeim sem henn- ar njóta. Framlag ríkisins hefur einkum tengst kjarasamning- um ófaglærðs verkafólks auk greiðslu kostnaðar við sí- menntun opinberra starfs- manna. Að flestu öðru leyti má segja að þessi menntun sé á “frjálsum markaði.” I könnun- um sem gerðar hafa verið m.a. af höfundi þessarar greinar hefur komið fram að ekki minna en 25-30% af vinnandi fólki í landinu sæki formlega skipulagða endurmenntun á hverju ári. Lítið er um lög eða reglu- gerðir um þessa starfsemi og hún fer að miklu leyti fram án tengsla við hið formlega skóla- kerfi og án beinna ríkisafskipta og hefur það bæði kosti og galla. Kostimir eru þeir að starfsemin er sveigjanlegri, tekur nauðsynlega meira mið af þörfum þeirra, er hana nota, og gæðaeftirlit er í höndum neytendanna sjálfra að svo miklu leyti sem þeir eru færir um slíkt. Hins vegar þegar búið er að setja svona starf- semi á “frjálsan markað” eins og það er nefnt, þá er auðvitað nauðsynlegt að um raunveru- lega samkeppni sé að ræða þannig að neytendur séu ekki ofurseldir einokunaraðstöðu eins eða tveggja aðila. Slíkt verður erfitt hér þar sem mark- Margrét Björnsdóttir endur- menntunarstjóri Háskóla íslands aðurinn er mjög lítill. Nauð- synlegt er því að til komi neyt- endavernd í einhverju formi. Ókostimir á þessu fyrir- komulagi eru þeir sömu og annars staðar þar sem mark- aðslögmál gilda. Sú fræðslu- starfsemi sem ekki nýtur opin- berra styrkja verður dýr og ein- ungis sæmilega fjársterk fyrir- tæki geta sent starfsmenn sína í símenntun að einhverju marki en einstaklingar, sem t.d. eru heimavinnandi eða vilja mennta sig upp úr þeim störf- um sem þeir eru í, geta ekki keypt þessi námskeið á því verði sem þau mörg hver em seld á. Á jressum ójöfnuði er nauðsynlegt að taka þannig að við getum áfram með nokkrum rétti stært okkur af jöfnum möguleikum allra til menntun- ar. Einnig er hætta á að einung- is sé boðið upp á það sem er auðseljanlegt og auðfram- kvæmanlegt. Langtímamark- mið sitja á hakanum, svo og þróuð sérsvið er snerta fáa að- ila en geta haft mikla þjóð- hagslega þýðingu. Mest af þessari menntun fer fram á höfuðborgarsvæðinu og er það einnig afleiðing áðurnefndra markaðslögmála. Loks er það þriðja tegund fullorðinsfræðslu sem nefnd hefur verið tómstundafræðsla. Þar er mjög fjölskrúðugt fram- boð ýmissa samtaka, einka- skóla, tómstundaskóla verka- lýðsfélaganna o.fl. Þrátt fyrir allt það framboð sem er á af- þreyingarefni I fjölmiðlum, tímaritum og dagblöðum, þá er tómstundafræðsla, sem felur í sér mannleg samskipti og ná- vist, síst á undanhaldi. I Há- skóla íslands voru s.l. haust í tilraunaskyni haldin kvöld- námskeið í bókmenntum, klassískri tónlist, listasögu og heimspeki. Námskeiðin fengu frábærar viðtökur og nú á vormisseri var á ný boðið upp á ný kvöldnámskeið í þessum greinum. Færri komustu að en vildu og eru nú um 300 manns á þessum kvöldnámskeiðum sem endurmenntunardeild Há- skólans og heimspekideild standa sameiginlega að. Af því sem hér hefur laus- lega verið rakið um fullorðins- fræðslu á Islandi má sjá að þrátt fyrir óhóflega langan vinnudag og yfirþyrmandi fjölmiðlaframboð virðast Is- lendingar staðfesta það sjálfsá- lit að þeir séu forvitnir og fróð- leiksþyrstir bókamenn. Utankjörstaöakosning Utankjörstaöakosning vegna kjörs full- bundnir eru í vaktavinnu fimmtudaginn 21. trúa á þing BSRB fer fram mánudaginn 18. mars þegar aöalfundur SFR verður haldinn, mars og þriðjudaginn 19. mars frá klukk- geta kosið þessa tvo daga. Þeir þurfa að an 12.00 til 18.00. Kosið er í húsnæði SFR hafa vottorð frá yfirmanni um að þeir séu á Grettisgötu 89. bundnir í vinnu aðalfundarkvöldið. Félagsmenn á Reykjavíkursvæðinu, sem

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.