Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 4. tbl. - 33. árg. - apríl 1991 Leiðari Nú undanfariö hafa félagar í SFR veriö aö vinna að kröfugerð fyrir næstu samninga en eins og kunnugt er renna samningar ríkis- ins við ríkisstarfsmenn út 31. ágúst næstkomandi. Drög aö kröfugerð voru mótuð á starfsdegi launa- málaráðs í byrjun apríl og voru þau lögð fyrir fund trúnaðarmannaráðs þann 22. apríl, rædd þar og samþykkt. Helstu atriði kröfugerðarinnar er að laun verði vísitölutryggð, að lægstu laun verði 70 þúsund og að skattleysismörk séu hækkuð. í gegnum tíðina hefur verið í aðalkjarasamningi SFR bókun um endurröðun og endurmat starfs- heita en lítið þokast með þær bókanir. Því er í kröfugerðardrögunum lögð áhersla á að á næsta samningstíma skuli skipa nefnd í hverri stofnun til að endurmeta starfsheiti og röðun í launaflokka. Við endurskoðunina skuli taka tillit til sambærilegra starfa á almenna vinnumarkaðinum. í nefndinni skulu vera fulltrúar frá SFR, trúnaðarmaður á vinnustað og fulltrúi frá viðkomandi stofnun. Komi upp ágreiningur skal málinu vísað til samstarfs- nefnda. Þá er lögð áhersla á að starfsmenn ríkisstofnana eigi kost á viðurkenndu námi í sam- bandi við starf sitt, endurmennt- unarnámskeiðum og framhalds- námi sem nýtur viðurkenningar viðkomandi ráðuneytis og haldi starfsmaður fullum launum og vaktaálagi meðan slíkt nám var- ir, allt að sex mánuðum á fimm árum. Fyrir öll slík námskeið, sem lokið er, á svo að umbuna í launum. Það er mikilvægt að leggja áherslu á þetta í jafn sérhæfðu þjóðfélagi og okkar er orðið, að starfsfólk eigi völ á þjálfun í upp- hafi starfs og endurmenntun með ákveðnu millibili. Slíkt eykur áhuga fólks á starfi sínu, gefur því meira sjálfsöryggi í starfi og stofnanir, sem í hlut eiga, munu njóta góðs af með ánægðara starfs- fólki. Kröfugerðardrögin verða kynnt með fundum á stærstu vinnustöðunum á næstunni og birt í næsta hefti Félagstíðinda. Til þess að árangur náist í kjarabaráttunni verð- um við SFR-félagar að þjappa okkur saman.'Því meiri sem einingin er því meiri von er um árangur. S.K. Fundargerð 52. Aukum velferð - aðalfundar SFR en forðumst fenin Skýrsla stjórnar SFR Réttindi lausráðinna Fulltrúar á þing BSRB Frá lífeyrisþegadeild | Hugleiðingar eftir aðalfund SFR Tvö réttindamál 1

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.