Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 2
2 _____________í Félagstíðindi SFR j_ Tvö réttindamál í vetur hefur lögfræð- ingur BSRB, Gestur Jónsson, flutt tvö mál SFR-félaga fyrir dómstól- um. f báðum fengust rétt- indi okkar staðfest. Annað tilvikið snerist um skilning á grein 2.6.13 í gildandi kjarasamningi SFR þess efnis að vakta- vinnufólk, sem náð liefur 55 ára aldri, eigi rétt á að losna við að standa nætur- Samn- ingur um Félags- mála- skóla alþýðu Nýlega var undir- ritað samkomulag milli BSRB og fjár- málaráðherra þess efnis að ríkisstarfs- menn í aðildarfélög- um BSRB, sem sækja vilja skólann, fái greidd laun með- an á skólavistinni stendur með sam- þykki yfirmans. Annirnar í Fé- lagsmálaskóla al- þýðu standa yfirleitt í hálfan mánuð og er unnið allan daginn. gjama í Ölfusborg- um. Það er því tæp- lega unnt að sækja skólann nema með því að fá laun greidd á skólatímanum og nú er svo komið að félagsmenn í SFR eiga völ á því. vaktir ef það óskar þess. Starfsmaður á ríkisstofnun lét vita með þriggja mánaða fyrirvara að hann hygðist nýta sér þetta ákvæði haust- ið 1990 þegar hann næði 55 ára aldri. Forstöðumaður viðkomandi stofnunar taldi vandkvæði á að láta starfs- manninn vinna eingöngu dagvinnu og neitaði að verða við þessari ósk, taldi einnig að tilvitnuð kjara- samningsákvæði væru heimildarákvæði og þyrfti því samþykki beggja aðila til þess að það yrði fram- kvæmt. Launaskrifstofa ríkisins tók undir þetta sjónarmið forstöðumanns- ins. Áður en málarekstur hófst hafði ríkislögmaður sambandi við lögfræðing BSRB og lýsti því yfir að hann teldi skilning BSRB á umræddum ákvæðum rétt- an. I framhaldi af því var gerð réttarsátt fyrir félags- dómi þar sem fallist var á kröfur BSRB og SFR. Samkvæmt þessu er að fullu viðurkennt af ríkisins hálfu að ríkisstarfsmenn eiga rétt á því að hætta næt- urvöktum við 55 ára aldur óháð því hvort ríkið sam- þykkir að verða við óskinni. Rétturinn er ein- hliða hjá einstökum starfs- mönnum. Hitt málið snýst um uppsagnarfrest starfs- manns. Forstöðumaður stofnunar taldi að starfs- rnanni, sem var upphaflega ráðinn til afleysinga, bæri einungis eins mánaðar upp- Leiörétting I fundargerð trúnaðarmannafundar 20.2. sem birtist í marsblaðinu var ekki farið rétt með orð Hjörleifs Ólafssonar. Hann sagði efnislega, að hann teldi að ekki væri þörf á að SFR stofnaði sérstakar þjónustudeildir víðsvegar sagnarfrestur. í ráðningar- samningi kemur fram að starfsmaðurinn skuli eftir þriggja mánaða starf hafa fastráðningu skv. samning- um SFR en henni fylgir fyr- irframgreiðsla launa og að- ild að Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Eftir þessu var farið og því litið svo á að starfsmaðurinn væri fastráðinn eftir þriggja mánaða vinnu á stofnun- inni. I dómi Bæjarþings Reykjavíkur var þriggja mánaða uppsagnarfrestur- inn viðurkenndur. um landið, það væri fremur hlutverk BSRB að annast slíka þjónustu fyrir aðildarfélögin, einkum þegar haft er í huga að dregið hefur úr hlutverki þess (BSRB) eftir að samningsréttarlögunum var breytt. Frá lífeyrisþegadeild SFR Aðalfundur deildarinnar verður föstudaginn 3. maí n.k. kl. 15.00 að Grettisgötu 89, 4 hæð. Þar munu með- al annars leikararnir Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Bachmann, Jóhann Sigurðarson og Asa Hlín Svavarsdótt- ir skemmta. Nánar verður greint frá dagskrá fundarins í bréfi sem sent verður til félagsmanna deildarinnar bráðlega. Staðreyndir um eldri borgara Árið 1930 var aðeins 7,8% þjóðarinn- ar á aldrinum 65 ára eða eldri. Nú er samsvarandi tala urn 11%. En annars staðar á Norðurlöndum er hlutfallið mun hærra, eða frá 13% í Finnlandi og upp í tæplega 18% í Svíþjóð þar sem það er hæst. Heildarfjöldi einstaklinga á þess- urn aldri á íslandi er nú um 30 þúsund manns. Af þessunt 30 þúsund eldri borgurum búa tæplega 20 þúsund í Reykjavík og á Reykjanesi en tæplega tíu þúsund annars staðar á landinu. Um 60% fólks á aldrinum 65-74 ára er í hjónabandi. Um 15% eru ógiftir og um 25% eru ekkjur, ekklar eða fráskildir. Yfir 90% hjóna eldri en 65 ára búa í eigin húsnæði og enn hækkar sú tala ef litið er á aðeins yngri aldurshóp, 51-70 ára. Samkvæmt könnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands gerði býr tæplega 97% þess aldurshóps í eigin húsnæði. Líklegt má telja að hvergi með- al vestrænna þjóða sé húsnæðiseign fólks jafn almenn og mikil meðal eldra fólks og er hér á landi. Samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins eiga 60 ára og eldri samtals um 23.500 íbúðir en heildarfjöldi íbúða á landinu er um 88.500. Lætur því nærri að 26,5% íbúða séu í eiga 60 ára og eldri en sá aldurshópur er u.þ.b. 14,5% lands- manna. Úr Ráðdeild, þjónusturiti Landsbank- ans, mars 1991.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.