Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 3
3 Félagstíðindi SFR Fundargerð 52. aðalfundar SFR Fimmtugasti og annar aðalfundur SFR var haldinn á Breiðvangi, fimmtu- daginn 21. mars 1991 og hófst kl. 20.00. Formaður, Sigríður Kristinsdóttir, setti fund- inn og ininntist látinna fé- laga. Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna látnu. Formaður tilnefndi Eirík Helgason og Kristján Sigur- mundsson sem fundarstjóra og Ernu Kristinsdóttur og Hlín Daníelsdóttur sem fund- arritara. Aðrar tillögur komu ekki fram. Fundarstjórar tóku við stjórn fundarins og gengið var til boðaðrar dagskrár. Fundartjóri óskaði eftir samþykki fundarins að fund- argerð síðasta fundar yrði ekki lesin upp en þess í stað lægi hún frammi á fundinum. Samþykkt samhljóða. Formaður, Sigríður Krist- insdóttir. flutti skýrslu stjórn- ar starfsárið 29. mars 1990 til 21. mars 1991. Gjaldkeri, Margrét Tóm- asdóttir, gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir árið 1990 sem dreift var í fundarbyrjun, skýrði einstaka þætti þeirra og vísaði til skýr- inga þar sem hver liður er sundurliðaður. Formaður kjörstjórnar, A- gúst Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftir- farandi tillögu: “Aðalfundur SFR sam- þykkir að þrátt fyrir ákvæði laga félagsins um kosningu fuMtrúa á BSRB-þing þá skal listi trúnaðarmannaráðs um varafulltrúa skoðast fram- lagður á löglegan hátt.” Samþykkt samhljóða. Formaður kjörstjómar, A- gúst Guðmundsson, lagði fram eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða: “Aðalfundur SFR sam- þykkir þrátt fyrir auglýsta dagskrá að kosning fulltrúa á BSRB-þing fari fram kl. 22.00.” Tryggvi Friðjónsson og Stefán Arngrímsson kvöddu sérhljóðs um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. I lok tölu sinnar lagði Tryggvi fram tillögu um að lista trún- aðarmannaráðs yrði dreift á fundinum. Tillaga Tryggva var ekki borin upp þar sem kjörstjórn úrskurðaði að lista trúnaðarmannaráðs skyldi dreift á fundinum og var það gert. Skýrsla stjórnar var borin undir atkvæði og var hún samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Reikningar SFR fyrir árið 1990 voru bornir undir at- kvæði og samþykktir sam- hljóða. Trausti Hermannsson kynnti tillögur til lagabreyt- inga sem lagðar voru fram á fundinum. (Þær voru birtar í 2. tbl. Félagstíðinda 1991 - febrúarheftinu). Eiríkur Valsson og Einar Ingimundarson kvöddu sér hljóðs um lagabreytingarnar. Einar Ingimundarson lagði fram eftirfarandi frávísunar- tillögu: “Aðalfundur Starfs- mannafélags ríkisstofnana haldinn 21. mars 1991 sam- þykkir að þar sem tillögur um lagabreytingar hafa ekki hlotið næga umfjöllun í fé- laginu, litla kynningu meðal félagsmanna, og ganga flest- ar þvert á alla þróun í skipu- lagi og starfsemi stéttarfélaga og geta riðlað stórlega valda- hlutföllum í félaginu. Því samþ. fundurinn að vísa þessum lið frá að undanskild- um breytingum á 10. gr. um kosningar og öðrum greinum sem breyta þarf til samræmis við þá grein og tekur síðan fyrir næsta mál á dagskrá.” Þegar hér var komið sögu var gert hlé á umræðum um lagabreytingar, þar sem klukkan var 22.00, og gengið var til kosninga um kjör full- trúa SFR á BSRB-þing. Kjósa skal 49 fulltrúa. Eftir að kjörseðlum hafði verið komið fyrir í innsigluðum kassa var hann fluttur í vörslu lögreglunnar og verður geymdur þar uns talning fer fram, laugardaginn 23. mars n.k. Frávísunartillaga Einars var borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 106 atkvæðum gegn 53. Þá var opnað fyrir um- ræður um 10. greinina. Þau Marías Þ. Guðmundsson, Margrét Tómasdóttir, Agúst Guðmundsson, Einar Ingi- mundarson og Guðmundur Ingi Waage tóku til máls. Öll tóku sér það bessaleyfi að ræða um áður fram lagðar til- lögur um lagabreytingar en einskorða sig ekki við 10. greinina. Einar Ingimundarson lagði fram eftirfarandi til- lögu: “Aðalfundur SFR 1991 samþykkir að stjórn skipi fimm manna nefnd til að yfir- fara lög félagsins og gera til- lögur um breytingar ef þeim finnst ástæða til. Niðurstöður nefndarinnar skulu lagðar fyrir trúnaðarmannaráð. Verði gerðar tillögur um lagabreytingar skulu þær kynntar rækilega fyrir félags- mönnum, einkum þeim hóp- um sem þær kynnu að snerta sérstaklega.” Tillaga Einars borin undir atkvæði og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Kosning endurskoðenda fyrir árið 1991-1992. Tillaga stjórnar samþykkt sam- hljóða. Aðalmenn: Jónas Hólm- steinsson, Innkaupastofnun ríkisins. Arnaldur Válde- marsson, Skattstofu Reykja- vikur. Varamenn: Brynja Þor- leifsdóttir, Tryggingastofnun ríkisins. Gunnar Örn Ólafs- son, Ríkissaksóknaraembætt- inu. Marías Þ. Guðmundsson fylgdi úr hlaði tillögum trún- aðarmannaráðs til ályktunar á 52. aðalfundi félagsins. Fyrst fjallaði hann um kafl- ann Kjaramál - Kaupmáttur. I umræðum um þennan hluta tóku til máls þau Erna Krist- insdóttir, Guðmundur Ingi Waage, Marías Þ. Guð- mundsson, Sigríður Kristins- dóttir og Páll Heimir Einars- son. Erna Kristinsdóttir bar fram eftirfarandi tillögu: “Geri að tillögu minni að síð- asta setning undir 6. lið einnig að teknar verði upp bætur til íbúðarleigjenda,” falli brott.”

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.