Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 6
6 ^ Félagstíðindi SFR ^ viðskiptakjarabata kæmi í okk- ar hlut. Mikilsverður árangur hefur náðst með að ná niður verðbólgu og er hún nú um 5% á ársgrundvelli og eru það töl- ur sem við höfum ekki lengi átt að venjast hér á landi. Þetta breytir hins vegar ekki því að taxtalaun eru allt of lág og því þarf að breyta. Þegar verðhækkanir urðu umfram forsendur samning- anna fékkst það bætt með 0,27% hækkun frá 1. október s.l. og 0,55% hækkun frá 1. desember. Mörg fyrirtæki í þjóðfélaginu virðast ekki hafa þurft að taka þátt í þjóðarsátt- inni svokölluðu, má þar t.d. nefna tryggingarfélögin, sem stórhækkuðu tryggingarið- gjöldin, þá hafa fasteigna- gjöldin hækkað umfram laun það sem af er samningstíman- um. Síðasta rauða strikið sam- kvæmt þessum samningi er 1. maí næstkomandi en síðan rennur hann út 31. ágúst. Nú er nauðsynlegt að fara að undir- búa næstu kjarasamninga og liggja fyrir fundinum tillögur ályktunamefndar um vinnu- brögð við þá samninga. I sambandi við samning- ana 1989 og 1990 voru gerðar mikilvægar bókanir um félags- leg málefni á vegum BSRB og hafa starfað nefndir á vegum bandalagsins í því sambandi. Um er að ræða misviðamikil verkefni, svo sem húsnæðis- mál, vinnutíma, dagvistarmál, endurmenntun, lífeyris- og tryggingarmál, örorkumál o.fl. Mikið starf hefur verið unnið til að fylgja þessum málum eft- ir og eiga félagsmenn SFR fulltrúa í öllum þessum nefnd- um. Það má ekki gleymast að það er hlutur af kjörum launa- fólks sem þarna er um að ræða, ekki síður en beinar launa- hækkanir, og mikilvægt að þeim sé fylgt eftir. Um áramótin 1989-90 og 1990-91 tóku gildi lög um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Upphaflega var gert ráð fyrir að allt starfsfólk, sem lögin tóku til, færðist yfir til SFR. Hér var einkum um að ræða starfsfólk á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum. Þeir sem höfðu samþykkt verka- skiptalögin virtust litla grein hafa gert sér fyrir því hvernig ætti að framkvæma þau. Það gleymdist að þarna var um fólk að ræða sem var í mismunandi stéttarfélögum. Því hefur verið nefnd að störfum innan BSRB sem vann að því að finna lausn á málefnum þessa fólks sem færðist frá sveitarfélögunum til ríkisins. Niðurstaðan varð sú að gert var samkomulag við ríkið um að fólk gæti valið um það hvort það vildi ganga í SFR eða vera áfram í bæjar- starfsmannafélögunum og gildir það einnig um fólk sem ræðst til starfa hjá þessurn stofnunum í framtíðinni, að það getur gengið í SFR eða viðkomandi bæjarstarfs- mannafélög. Til þess að þetta mætti verða foru gerðar breyt- ingar á lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Þessi mál eru að mörgu leyti erfið því þótt á skrifborð- um sérfræðinganna sé auðvelt að samræma laun og kjör og skáka fólki milli félaga og deilda þá á fólk ekki að þurfa að þola að ráðskast sé með það að óþörfu. I sumar setti ríkisstjómin bráðabirgðalög á samninga BHMR. Þeir samningar voru gerðir eftir langt verkfall. SFR sendi svohljóðandi ályktun vegna laganna: “Starfsmannafélag ríkis- stofnana leggur áherslu á að samningsréttur sé virtur og samningsaðilar axli ábyrgð gerða sinna. Það er grundvall- aratriði og einn af homsteinum í réttarríki að samningar séu virtir. í gegnum tíðina hefur það ítrekað viðgengist að ríkis- valdið hefur gengið á gerða samninga og er slíkt óviðun- andi aðför að samningsréttin- um.” Einstaklingserindi og samstarfnefnd- ir Félaginu berst drjúgmikið af einstaklingserindum og frá hópum. Bæði er verið að brjóta samninga á fólki með ýmsu móti og segja því upp ólög- lega. Fer talsverð vinna í að gæta hagsmuna félagsmanna en styrkur verkalýðsfélaga byggist á því að þau láti ekki brjóta á félagsmönnum sínum. Erindum um eða leiðrétt- ingar á röðun í launaflokka er sinnt af samstarfsnefndunum. Þær eru þrjár, ein fyrir hvern hóp. Fulltrúar SFR í samstarfs- nefndunum eru: Tæknihópur: Jens Andrés- son, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir og Eiríkur Helgason en til var Olafur Ragnarsson, Eyjólfur Magnússon og Jar- míla Hermannsdóttir. Heilbrigðishópur: Margrét Ríkarðsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir og Málhildur Angantýsdóttir og til vara Anna Atladóttir, Guðlaugur Einarsson og Marta Sigurðar- dóttir. Skrifstofuhópur: Margrét Tómasdóttir, Trausti Her- mannsson og Marías Þ. Guð- mundsson. Til vara Jóna Mál- fríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Oskarsdóttir og Kristrún B. Jónsdóttir. Tekin hefur verið upp sú skipan að samstarfsnefndirnar hafa fasta viðtalstíma á skrif- stofu félagsins sem hafa verið auglýstir í Félagstíðindunum. Þar geta félagsmenn komið á fund nefndarmanna og gert þeim grein fyrir málum sínum en einnig er hægt að senda þeim erindi bréflega eins og áður. Samstarfsnefndirnar hafa leyst erindi fjölmargra einstak- linga og hópa í SFR og unnið gott starf í mörgu. Þótt samið sé um kjör félagsmanna í al- mennum kjarasamningum koma alltaf upp einstaklings- bundin mál á einstökum vinnu- stöðum sem eðlilegt er að leysa á vettvangi samstarfs- nefndanna. Að jafnaði hafa samstarfs- nefndimar fund mánaðarlega með fulltrúum ríkisins nema þeir falla niður yfir sumarið. SFR hefur aðstoðað félags- menn í sambandi við mála- rekstur í réttindamálum þeirra. Lögfræðingur BSRB, Gestur Jónsson, hefur að mestu annast þá hlið mála. Það hefur farið í vöxt upp á síðkastið að störf séu lögð niður hjá ríkinu vegna skipulagsbreytinga. I vor vannst fyrir hæstarétti mál, sem hefur fordæmisgildi, og staðfestir að biðlaunaréttur rík- isstarfsmanns er alltaf fyrir hendi þegar staða hans er lögð niður nema hann hafi hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins. Einnig fékkst staðfest að föst yfirvinna telst til launa, ef um slíkt er að ræða. I kjarasamningum opin- berra starfsmanna er ákvæði þess efnis að vaktavinnufólk megi hætta að vinna á nætur- vöktum þegar 55 ára aldri er náð. I sumar kom upp mál við þar sem félagsmaður í SFR vildi nýta sér þetta ákvæði en því var hafnað af yfirmannin- um. Eftir mikið þref var mál- inu vísað til félagsdóms vegna þess að ríkisvaldið fékkst ekki til að standa við ákvæði kjara- samninganna um þetta. Úr- skurður í þessu máli mun koma fljótlega úr félagsdómi. Er fyllst ástæða fyrir SFR-fé- laga að fylgjast með slíkum réttindum og láta ekki brjóta á okkur. (Þess skal getið hér að skömmu eftir aðalfundinn var gerð dómssátt í málinu þar sem ríkið viðurkenndi allar kröfur SFR. Það er því staðfest að vaktavinnufólk á skilyrðislaus- an rétt til að hætta að vinna á næturvöktum þegar það er orð- ið 55 ára gamalt.) Niðwiag í nœsta blaði. FÉLAGSTÍOINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana SFR er stofnaö 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opiö: 8.00-16.00 - Sími: 91 -629644 Ábyrgðarmaður Féiagstíöinda: Sigríöur Kristinsdóttir Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Prentun: Prentsmiðja Guöjóns Ó.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.