Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmarmafélags ríkisstofnana - X. tbl. -------f- 34, árg. - júlí 1991 ------------------- Leiðari Frá því seinasta blaö kom út er orðið nokkuð langt um liðið vegna annríkis á skrifstofu félagsins þar sem mikill tími fór í að kynna kröfu- gerð félagsins á vinnustöðum og jafnframt var BSRB-þing í endaðan maí. Greinilegt er að svokallaðir þjóð- arsáttarsamningar munu ekki halda út allt samningstímabilið og ýmsar hækkanir hafa orðið nú á seinustu vikum. Nefna má breytingar á reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um lyfjagreiðslur en þar er gert ráð fyrir að hætta að greiða niður ýmis lyf sem almenningur þarf að nota. Sjálfsagt er að halda uppi öflugu upplýsingastreymi til almennings varðandi lyf og lyfjanotkun en eftir sem áður hlýtur á- byrgðin að vera í höndum sérfræðinganna sem skammta lyfin. Eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar var að hækka vexti á húsnæðislánum afturvirkt þannig að nú verður enn erfiðara fyrir fólk en áður að standa við greiðslubyrði sína vegna þeirra. Jafnframt hleypti ríkisstjórnin vaxtahækkanaskriðu af stað en eitt af meginatriðunum í forsendum þjóðarsáttarsamnings- ins var að vextir skyldu lækka. Margs konar opinber þjónusta hefur einnig hækkað, þannig hækkuðu dagvistargjöld nýverið um 10%, rafmagn frá Raf- mangsveitu Reykjavíkur hækkaði um 5% um mán- aðamótin og þannig mætti lengi telja. Nú er áætlað að verðbólga miðað við heilt ár sé um 18%. Því liggur það Ijóst fyrir að launafólk hlýtur að ætla að sækja þessar skerðingar í haust með því að auka kaupmátt. Nú ríður á að launafólk standi saman þegar samningar renna út. Eitt af því sem er orðið árviss atburður á hverju sumri er lokanir á sjúkrahúsum þrátt fyrir að út- reikningar hafi sýnt að af slíku sé enginn sparnaður heldur ómæld óþægindi fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra. Lokanirnar sýna einnig réttinda- leysi fólks gagnvart ríkisvaldinu. Verkalýðshreyfingin hlýtur að mótmæla slíkum aðgerðum sem koma harðast niður á sjúkum og öldruðum og eru ógnun við velferðarkerfið. Eitt af þeim málum sem hæst ber í sumar eru samningar ríkisstjórnarinnar við EB um svokallað Evrópskt efnahagssvæði. Fulltrúar íslendinga guma mjög af framgöngu sinni í þessum samningum en samt er Ijóst að þeir hafa í för með sér stórkostlega skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar ef þeir ganga fram eins og nú horfir. Dómsvald flytst t.d. að miklum hluta úr landinu, erlendum auðfélögum opnast enn greiðari leiðirtil áhrifa í efnahagslífi landsmanna og erlendum fiskiskipum er opnuð leið inn í íslenska landhelgi nú 15 árum eftir að síðasta þorskastríði lauk svo nokkuð sé nefnt. Almenningur í landinu verður að vera vakandi og vel á verði til þess að við getum skilað landinu og þjóðarauðnum til barna okk- ar í framtíðinni. Kröfugerð Samþykktir SFR BSRB Skýrsla Um laga- stjórnar breyingar

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.