Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 4
____________________Q Félagstíðindi SFR J_____________ Skýrsla stjórnar SFR starfsárið 30. mars 1990 til 21. mars 1991 Trúnaðar- mannaráð og launamálaráð Á starfsárinu voru haldnir fimm trúnaðarmanna- og launamálaráðsfundir. Trúnað- armenn eru helsti tengiliður stjómar félagsins og einstakra vinnustaða. Þeim eru send gögn og upplýsingar með skipulögðum hætti til að miðla þeim til félagsmanna. Nýir trúnaðarmenn voru kosnir á vinnustöðum í haust og í framhaldi af því var haldin námsstefna fyrir trúnaðarmenn dagana 12. og 13. nóvember. Var hún haldin í Rúgbrauðs- gerðinni og allir trúnaðarmenn látnir mæta þar í einu en áður hafði námsstefnan verið haldin í tvennu lagi. Um 150 trúnað- armenn sóttu námsstefnuna. Nú eru trúnaðarmenn fé- lagsins 284 talsins. Á allmörg- um vinnustöðum eru svo fáir SFR-félagar að ekki er kosinn trúnaðarmaður og er þeim fé- lögum, sem nú eru rúmlega 200 talsins, send sömu gögn og trúnaðarmönnunum. Þess skal getið hér að nú eru félagsmenn rúmlega 5000. Talan er ekki al- veg nákvæm því stöðugt er fólk að bætast við en aðrir að hætta. Á trúnaðarmannafundi 14. nóvember var kosið í launa- málaráð, 4 úr heilbrigðishóp, 5 úr tæknihóp, 5 úr skrifstofuhóp en einnig 7 fulltrúar utan af landi. Auk þess á stjóm og varastjórn sæti í ráðinu. Stjóm- in ákvað að boða einungis að- almenn á fundi trúnaðar- mannaráðs en ekki varamenn. Ætlunin er að láta launamála- ráð koma saman reglulega annan hvem mánuð. Hefur það komið saman desember og febrúar og næsti fundur ákveð- inn í apríl þar sem fólk mun koma saman og ræða kröfu- gerð fyrir næstu samninga. Þá var farin fundaherferð í haust úti á landi þar sem ein- stakir stjómarmenn skiptust á að mæta. Fundir voru haldnir í Keflavík, á Hvolsvelli, Isa- firði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Þessir fundir voru hinir gagn- legustu og fróðlegt fyrir stjóm- armenn að kynnast sjónarmið- um landsbyggðarfólks og verður einnig vonandi til að ýta undir starfsemi félaga okk- ar í dreifbýlinu. Orlofsmál Félagið á aðild að orlofs- búðum BSRB í Munaðamesi, Stóm-Skógum og Eiðum og hefur 21 hús á þessum stöðum til ráðstöfunar. Auk þess á fé- lagið 8 hús í Vaðnesi og unnið er að viðgerðum á því níunda en þær hafa reynst dýrari og tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. I vor var að venju farin hópferð í Vaðnes til að gróður- setja og þrífa umhverfið. I sumar skiptust stjómarmenn á um að fara austur í Vaðnes til að slá og líta eftir bústöðunum. Fram hafa komið óskir um að félagið kæmi sér upp íbúð- um á Akureyri og í Reykjavík sem fólk gæti notað sér á sama hátt og aðrar orlofsbúðir fé- lagsins. Mörg verkalýðsfélög hafa slíkar íbúðir og þykir gef- ast vel. Til að mæta þessum óskum var tekin íbúð á leigu á Akureyri til eins árs til að byrja með því við vildum sjá hvemig hún nýttist. Hefur íbúðin verið mikið notuð þann skamma tíma sem hún hefur félögum í SFR til afnota. Þá hefur verið athugað með íbúð í Reykjavík en ekki gengið frá neinu enn í því sambandi. Útgáfu- og frœðslumal Félagstíðindin komu út 10 sinnum á starfsárinu. Var skip- uð ritnefnd til að sjá um blaðið og leitast við að fá almenna fé- lagsmenn til að skrifa í það en einnig fengnar greinar frá sér- fræðingum um aðskiljanleg málefni. Nokkur tölublöð Fé- lagstíðindanna voru helguð kynningu á málefnum EB. Þá tókst að lækka útgáfu- kostnað Félagstíðiridanna nokkuð með því að beita hinni margrómuðu tölvutækni við setningu þess og umbrot en einnig fékk fékkst lægra tilboð í prentun þeirra en verið hafði. Félagið gekkst fyrir ýms- um námskeiðum. Haldið var námskeið í ræðumennsku þar sem þátttakendur voru tólf - leiðbeinandi Arnór Benónýs- son - og tvö í ljósmyndun sem myndasmiður félagsins, Pétur Oskarsson, sá um. Þátttakend- ur um 20. Þá var velsótt nám- skeið um starfslok í umsjá Þór- is S. Guðbergssonar, fjögur föndumámskeið voru haldin fyrir jól í umsjá Uffe B. Erik- sen og Guðrúnar Geirsdóttur. Alls sóttu um 140 félagsmenn þessi námskeið. Einnig var haldið jólaföndumámskeið á Akureyri. Þá hafa verið haldin tvö námskeið af þremur fyrir öryggistrúnaðarmenn að frum- kvæði SFR í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og sér Kári Kristjánsson hjá vinnueft- irlitinu um þau. Vakin skal at- hygli á því að öryggistrúnaðar- menn njóta sömu réttinda og almennir trúnaðarmenn. Starfsmenntunarsjóður rík- isins veitti 546 félagsmönnum námsstyrki sem yfirleitt felast í því að námskeiðsgjöld eru greidd. Gerður var samningur við Tölvuskóla Reykjavíkur um sérstakan afslátt fyrir SFR-fé- laga á námskeið hans. Er þar margt í boði og skal tekið fram að skólinn er reiðubúinn að halda námskeið úti á landi ef næg þátttaka fæst. Þá gerði SFR samning við þrjár líkamsrætarstöðvar í Reykjavík og tvær á Suður- nesjum um afslátt fyrir félags- menn SFR. Lífeyrisþegadeild Lífeyrisþegadeild SFR hefur stárfað vel á árinu undir styrkri forystu Kristins Helga- sonar. Er jafnan farið í eitt ferðalag á hverju sumri en á vetuma em haldnir skemmtifundir og samveru- stundir af ýmsu tagi. Skipulagsmál og lagabreytingar Eitt af stefnumálum þeirrar stjómar, sem kosin var í fyrra, var að endurskoða lög félags- ins og hún hafði sett fram á- kveðnar hugmyndir um fram- tíðarskipulag þess. Á trúnaðarmannafundi í haust var kosin nefnd til að endurskoða lög félagsins og hlutu kosninu: Alma Vestmann Fríhöfninni, Helga Hjörleifs- dóttir Lyngási, Margrét Tóm- asdóttir Tryggingarstofnun, Trausti Hermannsson Skatt- stofu Reykjavíkur og Haukur Sölvason Vinnueftirliti ríkis- ins. Markmiðið er að auka á- hrif einstakra hópa og fólks á sama vinnustað og sömuleiðis hlut fólks sem býr úti á landi. Stjóm félagsins hefur einnig sett fram hugmyndir um skipulagsbreytingar og voru þær fyrst kynntar á áðumefnd- um landsbyggðarfundum en síðan í Félagstíðindum, í des- emberblaðinu, og á ný í febrú- arblaðinu. Þá vom þessi drög kynnt og rædd á fundi trúnað- armanna 20. febrúar síðastlið- inn og verða til umræðu og af- greiðslu á þessum fundi. Laganefndin skilaði tillög- um til lagabreytinga í janúar síðastliðinn og vora þær birtar í febrúarblaði Félagstíðinda þannig að öllum félagsmönn- um gæfist kostur á að kynna sér þær. Tillögumar voru ræddar á fundi launamálaráðs og trúnaðarmannaráðs í febrú- ar. Þeim hefur verið dreift til fundarmanna og verða til um- ræðu hér á eftir. I lagabreytingartillögunum era settar reglur um stofnun

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.