Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.07.1991, Blaðsíða 8
____________________í Félagstíóindi SFR j_ Um frávísaöar laga- breytingar og fleira Daginn eftir síðasta aðal- fund SFR hringdi til mín Sig- ríður Kristinsdóttir, formaður SFR, og fór þess á leit við mig að ég skrifaði grein í Félagstíð- indi SFR og lýsti afstöðu minni til þeirra tillagana um laga- breytingar sem lágu fyrir aðal- fundi félagsins daginn áður. Á aðalfundi SFR, 21. mars síðastliðinn, voru á dagskrá viðamiklar tillögur um laga- breytingar. Að mínu frumkvæði var þeim öllum vísað frá, nema breytingum á einni grein, með frávísunartillögu sem var á þessa leið: “Aðalfundur Starfsmanna- félags ríkisstofnana haldinn 21. mars 1991 samþykkir að þar sem tillögur um lagabreytingar hafa ekki hlotið næga umfjöllun í félaginu, litla eða enga kynn- ingu meðal félagsmanna og ganga flestar þvert á alla þróun í skipulagi og starfsemi stéttar- félaga og geta riðlað stórlega valdahlutföllum í félaginu. Því samþykkir fundurinn að vísa þessum lið frá, að undanskild- um breytingum á 10. grein um kosningar og öðrum greinum sem breyta þarf til samræmis við þá grein og tekur síðan fyrir næsta mál á dagskrá.” Jafnfram fluttí ég aðra til- lögu sem var á þessa leið: „Aðalfundur SFR 1991 samþykkir að stjóm félagsins skipi fimm manna nefnd til að yfirfara lög félagsins og gera tillögur um breytingar ef þeim finnst ástæða til. Niðurstöður nefndarinnar skulu lagðar fyrir trúnaðarmannaráð. Verði gerð- ar tillögur um lagabreytingar skulu þær kynntar rækilega fyr- ir félagsmönnum, einkum þeim hópum sem þær kynnu að snerta sérstaklega.” Þessar tillögur segja næst- um allt um afstöðu mína til þessara lagabreytingar en eigi að síður skal ég rökstyðja þær nánar. En fyrst vil ég benda á að þessi síðari tillaga undirstrikar þá skoðun fundarmanna, svo ekki verði um villst, að þeim fannst þær ekki nægilega kynntar. Að mínu mati voru tillög- umar alltof lítið kynntar og varla hægt að taka afstöðu til þeirra. Það er allt annað að lesa í blaði frásögn um það hvemig lög eigi að vera eða verða, eða sjá tillögumar fullmótaðar og geta tekið afstöðu til þeirra þannig. Þó sýndist mér vera í þessu það byltingarkenndar breytingar og óhagkvæmar að ég gat ekki fallist á þær og mið- að við undirtektir fundarmanna þá höfðu fleiri svipaðar skoðan- ir og ég. Aðalbreytingamar voru í því að stofna landshlutadeildir. Þetta lítur nokkuð vel út á blaði að óhugsuðu máli en þegar bet- ur er að gáð þá held ég að gall- arnir verði miklu fleiri en kost- irnir og skal í því sambandi bent á eftirfarandi. Þróun stétt- arfélaga í ríkisgeiranum hefur verið í tvær áttir, þ.e.a.s. í starfsgreinafélög, sem taka yfir landið allt, og síðan em einnig dæmi um félög við einstakar stofnanir. Þessi hugmynd gengur því þvert á alla þróun í þessum mál- um og má í því sambandi um það geta að SFR er óformlega skipt í þrjá hópa: skrifstofuhóp, heilbrigðjshóp og tæknihóp. Meinatæknafélagið sem fyrir stuttu var í SFR og fleiri félögum er nú sjálfstætt stéttar- félag, landsfélag. Fóstrufélagið hefur einnig myndað sjálfstætt stéttarfélag og sendi fulltrúa á síðasta BSRB-þing. Sjúkraliða- félagið er að gerast sérstakt stéttarfélag og er á leið út úr SFR og öðrum stéttarfélögum og samþykkti 26.3. 1991 að gerast sjálfstætt stéttarfélag. Eg ítreka því að þróunin stefnir að- allega í sérgreinafélög. Á síðasta aðalfundi var samþykkt breyting á kosninga- tilhögun og verður væntanlega búið að kynna hana þegar þessi grein birtist. Breytingin varð- andi kosningar er á þá leið að nú verða öllum félagsmönnum sendir atkvæðaseðlar með á- kveðnum fyrirvara sem þeir síðan endursenda eftir að þeir hafa greitt atkvæði. Gert var ráð fyrir því í þess- um tillögum um að stofna landshlutadeildir, eina í hverju kjördæmi, ekki var nóg að gera tillögur um deildir, líka þurfti að setja þeim verkefni. Verkefni nr. 1 var að sjá um kosningar í landshlutanum. Fyrst er að at- huga hvaða kosningar á lands- hlutadeildin að sjá um? Ég læt mér til hugar koma stjómarkjör, atkvæðagreiðslur um kjara- samninga og þá einnig kosning- ar á BSRB-þing, svo og aðrar atkvæðagreiðslur sem upp kynnu að koma í félaginu. Eg vil nú spyrja, hvaða hagræði yrði nú að þessu? Ef við gefum okkur þær forsendur að Vest- fjarðadeild hafi aðsetur á ísa- firði þá á að senda deildinni þar kjörseðla til allra félagsmanna búsettra á Vestfjörðum. Síðan á deildarráð þar að póstleggja kjörseðlana til einstakra félags- manna, sem þýðir væntanlega að kjörseðlar til þeirra, sem t.d. búa á Patreksfirði eða á Hólma- vík, færu í fyrstu hentugri póst- ferð til Reykjavíkur og svo það- an til Patreksfjarðar og Hólma- víkur. Svo þegar seðlunum er skilað aftur í póst þá færi hann til Reykjavíkur, þaðan til ísa- fjaðrar og þaðan til Reykjavík- ur. Svona hagar póstsamgöng- um til víðar en á Vestfjörðum og fá kjördæmi eru þar undan- skilin. Nr. 2 á verkefnalistanum er að halda uppi félags- og fræðslustarfi. Við erum í BSRB og 6. liður 2. greinar laga BSRB hljóðar svo: “að vinna að aukinni fræðslu- og menningar- starfsemi.” SFR borgaði til BSRB á síðasta ári kr. 12.666.463.00 í árgjald. Nú þegar samningamál eru komin að öllu til aðildarfélaga þá hefur verksvið BSRB dregist saman, sem því svarar, og er því eðli- legt að fræðslumálin séu því meira á þess vegum. Þá vil ég geta um það á- kvæði að formaður deildarráðs skuli vera fulltrúi deildarinnar í launamálaráði. Ég vil spyrja, er einhver brýn nauðsyn á því? ég sé ekki ástæðu til að ákveða að þeir sem sitja í launamálaráði séu búsettir eða vinni í ein- hverjum sérstökum landsfjórð- ungi. Meginatriði er að þeir hafi áhuga og þekkingu á því sem þeir taka að sér. Þá gæti þetta hæglega komið í veg fyrir að tveir eða fleiri menn búsettir í sama kaupstað utan Reykjavík- ursvæðisins kæmust í launa- málaráð. Ég fæ því ekki séð hvaða máli það skiptir hvort á- kveðnir fulltrúar í launamála- ráði búi á Akureyri, Vest- Einar Ingimundarson, Keflavík skrifar mannaeyjum, Selfossi, Reykja- vík eða annarsstaðar. Þá er og þess að geta að öll stéttarfélög eru stofnuð af á- huga og hagsmunum þeirra manna sem að þeim standa. Því er ég þess fullviss að þeir félag- ar í SFR sem búsettir eru utan Reykjavíkur myndu hafa fruin- kvæði að því að stofna sérstakar deildir í sínum héruðum ef þeir teldu hag sínum betur borgið með þeim hætti. Þá er enn ógetið um breyt- ingartillögu við 9. grein. Þar átti að koma inn ákvæði um að eng- an mætti endurkjósa oftar en þrisvar í stjóm eða varastjóm. Hvaða ástæða er nú til að setja þetta í lög? Árið 1990 voru í framboði einungis tveir sem sátu í stjóm eða varastjóm fé- lagsins á ámnum 1982 til 1984. Ég studdi breytingartillögu við 10. greinina um fram- kvæmd kosninga en það þýðir ekki að hún sé algóð og hafin yfir alla gagnrýni þótt þar sé um úrbætur að ræða frá því sem áður var. Þá telja ýmsir að mál séu að þróast í þá átt að ýmsar stofnan- ir fari að semja beint við starfs- menn sína. Fari svo þá verður félagið að vera vakandi fyrir því að laga sig að breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu. Þá vil ég benda á að núna í byrjun apríl hafa staðið yfir og standa yfir kjaradeildur. Þeir sem að þeim standa eru læknar, flugmenn og togarasjómenn við sína viðsemjendur. Ekki ætla ég að ræða þeirra launamál en ég er þess fullviss að almennt séu félagar í SFR miklu neðar í launastiganum en þessir aðilar. Þess vegna tel ég að stjóm SFR eigi að leggja á hilluna fárán- legar tillögur um lagabreytingar og nota þá orku, sem í slíkt fer, til að vinna að bættum kjörum félaga sinna. Ritað í Keflavík fyrripart aprílmánaðar 1991.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.