Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Page 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Page 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 6. tbl. - 33. árg. - júlí 1991 Leiðari Þetta blað er nær ein- göngu helgað reglugerðum um slys og slysabætur. Fram hafa komið óskir um að gefa fólki kost á að kynna sér þessar reglur og er það hér með gert. Reglugerðirn- ar segja til um réttindi opin- berra starfsmanna vegna slysa, bæði í vinnu og utan vinnutíma. Við viljum benda fólki á að kynna sér rétt- indi sín vel og ganga úr skugga um að það sé tryggt. Þessar tryggingar ná eingöngu yfir það ef fólk verður fyrir varanlegu heilsutjóni, örorku, eða deyr. Þannig að ef fólk verð- ur fyrir slysi og nær sér að fullu á þeim tíma, sem veikindaréttur þess nær yfir, fær það ekki bætur samkvæmt þessum reglugerðum. Það er ástæða til að benda sérstaklega á 4. lið 3. greinar þar sem tekið er fram að: „Slysatrygging skv. regl- um þessum tekur þó ekki til starfsmanna ... ef viðkomandi stofnun kaupir tryggingu vegna þeirra og tryggingin bætir dauða eða varanlega örorku.” Einnig má benda á að tryggingin nær ekki til keppnisíþrótta eða áhættusamra íþróttagreina, heldur ekki ef slys orsakast af einhvers konar fötlun, eins og sjóndepru, heyrnardeyfu, flogaveiki o.þ.h. Trygging- in bætir heldur ekki áverka af völdum náttúruhamfara eða geislunar nema við- komandi hljóti skaða vegna slíkra aðstæðna í starfi sínu. Þrátt fyrir þessar tak- markanir á bótaskyldu, sem eru að vísu allnokkr- ar, eru þessar reglugerðir öryggisatriði fyrir opinbera starfsmenn. Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé ráðið á einhvers konar verktakakjörum og því boðin hærri laun en það fengi skv. samn- ingum verkalýðsfélaga. Það gleymist hins vegar oft, þegar slíkir samningar eru gerðir, að ekki er greitt í lífeyrissjóð og að viðkomandi eru ekki tryggðir. Ef þeir verða fyrir slysi standa þeir uppi alger- lega réttlausir. Mér er kunnugt um sjómann sem réðsig í byggingarvinnu um stundarsakir með slíkum kjörum og hélt að hann væri tryggður eins og sjómenn eru vanir að sé gert um leið og þeir eru lögskráðir á bát- ana. Þessi maður lenti í slæmu vinnuslysi og fékk þá að vita að hann hefði engan veikindarétt og fengi engar bætur fyrir skaða sinn. Það er því ástæða til að brýna enn fyrir fólki að hyggja vel að rétt- indum sínum og tryggingum. S.K. Alyktun um lyfjakostnað ASÍ og BSRB mótmæla reglugerð um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði. Sýnilegt er að þessi hækkun á lyfjakostnaði á hvern einstakling skerðir kaupmátt launa umfram forsendur kjarasamninga. Þessi hækkun er utan þess víðtæka sam- komulags um kjaramál sem unnið hefur verið eftir síðastliðið eitt og hálft ár enda er hækkunin ekki í samræmi við þau samskipti sem hafa verið á milli ríkisstjórnar og launþega að undanförnu og tekin án samráðs við launþegasamtök- in. Hin auknu útgjöld koma þungt niður á ákveðnum hópurn sjúk- linga. Ekki er öruggt að heildar- lyfjakostnaður lækki við þessar aðgerðir og þá enn síður hve mik- ið. I stað þess að auka hluta sjúk- linga um helming í lyfjakostnaði væri nær að stuðla frekar að minni dreifingarkostnaði, bæði í heild- sölu og smásölu, ásamt hvatningu til lækna og al- mennings um hagkvæmni í lyfja- kaupum. ASÍ og BSRB vilja styðja að- gerðir sem vinna gegn ofnotkun lyfja og stuðla að minni lyfja- k.ostnaði en finnst að með þeim aðgerðum sem hér hafa verið ákveðnar sé verið að snúa við hlutunum, þ.e. kostnaðarminnkun ríkissjóðs er færð á almenning í stað hagræðingar í rekstri. ASÍ og BSRB munu fara fram á viðræður við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um afnám og breytingar á hinni nýju reglugerð. Heilbrigðishópur BSRB hefur einnig samþykkt harðorð mót- mæli gegn hækkunum á lyfjaverði til almennings.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.