Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 2
2 ____________________^ Félagstíöindi SFR j_______ Kjorasomningar Skilmálar slysatrygginga ríkisstarfsmanna vegna slysa sem starfsmenn veröa fyrir í starfi Reglur nr. 30 árið 1990 um skilmála slysatrygg- ingar ríkisstarfsmanna skv. kjarasamningum vegna slysa sem starfs- menn verða fyrir í starfi. 1. grein. Skilmálar slysatrygg- ingar ríkisstarfsmanna. 1. Skilmálar slysatrygg- ingar ríkisstarfsmanna skv. kjarasamningum og öðrum hliðstæðum kjaraákvörðun- um, sem teknar eru lögum samkvæmt, eru tvenns kon- ar. Annars vegar skilmálar þessir sem gilda um slys sem starfsmaður verður fyr- ir utan starfs síns í skilningi 4. gr. reglna þessara. Hins vegar skilmálar sem gilda um slys sem starfsmaður verður fyrir í starfinu og gilda sérstakar reglur, sem settar eru samhliða reglum þessum, um skilmála slysa- tryggingar ríkisstarfsmanna skv. kjarasamningum vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs. 2. grein. Almenn ákvæði. 1. Starfsmenn þeir, sem 3. gr. reglna þessara tekur til, eru slysatryggðir fyrir dauða eða varanlegrai ör- orku. Trygging þessi er í eigin áhættu ríkissjóðs. 2. Um trygginguna gilda lög nr. 20 frá 8. mars 1í954 um vátryggingarsamninga þegar ekki er vikið frá þeim í reglum þessum. 3. í reglum þessum merkir hugtakið „vátryggð- ur” þann sem kröfu á um greiðslu bóta er til hennar kemur og orðasambandið „sá sem tryggður er” merkir þann einstakling sem ríkis- sjóður ber áhættuna af að.slasist. 3 grein. Hverjir eru tryggðir? 1. Slysatryggðir skv. reglum þessum eru fastir og lausráðnir starfsmenn ríkis- ins sem ráðnir eru með a.m.k. eins mánaðar upp- sagnarfresti, enda verði starf þeirra talið aðalstarf, og sem eru félagar í stéttarfélagi er gert hefur kjarasamning við fjármálaráðherra samkvæmt ákvæðum laga nr. 94 frá 31. desember 1986 um kjara- samninga opinberra starfs- manna, enda taki samning- urinn til starfsmannsins og í samningnum sé ákvæði um slysatryggingu í samræmi við reglur þessar. 2. Einnig eru tryggðir skv. reglum þessum þeir starfsmenn ríkisins sem taka laun eftir ákvörðun fjár- málaráðherra skv. 5. tölulið 1. gr. og 2. málsgrein 7. gr. laga nr. 94 árið 1986 og skv. lögum nr. 92 frá 31. desem- ber 1986 um kjaradóm, eftir því sem við getur átt enda sé þar kveðið á um slysatrygg- ingu í samræmi við reglur þessar. 3. Tryggingin gildir á sama hátt fyrir starfsmenn sjálfseignarstofnana ef öll eftirgreind skilyrði eru upp- fyllt: 3.1. Að fjármálaráðherra fari með samningsrétt fyrir stofnunina skv. 2. gr. laga nr. 94 frá 1986; 3.2 Að rekstrarkostnað- ur stofnunarinnar sé greidd- ur af ríkissjóði; 3.3. Að launaskrifstofa ríkisins annist launagreiðsl- ur; 3.4 Að út frá því sé gengið við fjárveitingar al- þingis til stofnunarinnar að slysatryggingar starfsmanna verði í eigin áhættu ríkis- sjóðs. 4. Slysatrygging skv. reglum þessum tekur þó ekki til starfsmanna er falla undir ákvæði 1.-3. máls- greinar ef viðkomandi stofnun kaupir tryggingu vegna þeirra og tryggingin bætir dauða eða varanlega örorku. Ákvæði þetta tekur þó ekki til trygginga sem teknar eru til viðbótar þess- ari með sérstakri heimild fjármálaráðuneytisins. 4. grein. Gildissvið. 1. Trygging skv. reglum þessum tekur til slysa sem sá sem tryggður er, sbr. 3. gr., verður fyrir í starfi sínu eða á eðlilegri leið frá heim- ili til vinnustaðar síns og frá vinnustað til heimilis. Sama gildir í matar- og kaffitíma á matstað og um ferðir milli vinnustaðar og matstaðar í matar- og kaffihléum. Ef starfsmaður hefur vegna starfs síns viðlegustað utan heimilis kemur viðlegustað- ur í stað heimilis. Trygging skv. reglum þessum tekur aðeins til starfsmanns á út- kallsvakt meðan á útkalli stendur. Tryggingin tekur ennfremur til slysa á ferða- lagi innanlands og utan í þágu starfsins eins og nánar er kveðið á um í reglum þessum. 2. Bætur greiðast því að- eins að slysið sé aðalorsök þess að sá sem tryggður er deyr eða missir varanlega starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Orðið slys merkir hér skyndilegan ut- anaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og ger- ist sannanlega án vilja hans. 5. grein. Gildistími. 1. Trygging skv. reglum þessum tekur gildi frá þeim tíma er tryggingarskyldur launþegi skv. 3. gr. hefur störf hjá ríki eða ríkisstofn- un en fellur úr gildi um leið og hann hættir störfum, fer í launalaust leyfi eða náms- leyfi á launum. 6. grein. Aldurstakmörk. 1. Sé sá sem tryggður er 70 ára eða eldri verða vá- tryggingarupphæðir eftir- taldir hundraðshlutar af há- marksupphæð, skv. 9. og 10. grem: Á 71. ári 95% Á 72. ári 90% Á 73. ári 85% Á 74. ári 80% Á 75. ári 75% Á 76. ári 70% Á 77. ári 65% Á 78. ári 60% Á 79. ári 55% Á 80. ári 50% Á 81. ári 45% Á 82. ári 40% Á 83. ári 30% Á 84. ári 20% Á 85. ári 10% 2. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsgreinar skal starfsmað- ur er með samþykki yfir- manns lætur af föstu starfi í árslok árið sem hann nær 70 ára aldri halda óskertri há- marksupphæð allt það ár. 3. Börn yngri en 13 ára eru ekki vátryggð fyrir hærri dánarbótum en sem nemur venjulegum útfararkostnaði. 7. grein. Takmarkanir á bótaskyldu. 1. Svik og rangar upp- lýsingar. Skýri vátryggður svik- samlega frá eða leyni atvik- um sem skipta máli um bótaábyrgð glatar hann öll- um rétti sínum skv. trygg-

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.