Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 3
3 ingunni, sbr. 23. gr. laga nr. 20 árið 1954 um vátrygging- arsamninga. 2. Takmarkanir vegna náttúruhamfara. Ef jarðskjálfti, eldgos, flóð, skriðuföll eða aðrar náttúruhamfarir valda slysi í einum og sama atburði á fleiri en 100 einstaklingum sem njóta slysatrygginga launþega almennt tak- markast bótagreiðsla ríkis- ins til þeirra sem tryggðir eru skv. reglum þessum við meðaldánarbótafjárhæð 15 einstaklinga. Meðaldánar- bótafjárhæð miðast við dán- arbætur til maka og 1,2 barns skv. 9. gr. tölulið 2.3 og 2.4. Bætur skiptast hlut- fallslega á milli bótaþega. Takmörkun þessi tekur þó ekki til þeirra starfsmanna sem eiga skyldustörfum að gegna við slíkar náttúru- hamfarir. 3. Aðrar takmarkanir á bótaskyldu. Tryggingin bætir ekki: 3.1 Slys sem verða vegna ásetnings, stórkost- legs gáleysis eða hirðuleysis þess sem tryggður er eða vá- tryggðs. 3.2 Slys er sá sem tryggður er verður fyrir í handalögmálum, við þátt- töku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- eða eit- urlyfja eða í ölæði nema sannað sé að ekkert sam- band hafi verið á milli ástands þessa og slyssins. 3.3 Slys sem orsakast af matar- eða drykkjareitrun, nautnalyfjum eða lyfjanotk- un nema það sé að læknis- ráði vegna bótaskylds slyss. Slys vegna kvalastillandi lyfja eða svefnlyfja eru alltaf undanskilin bótaá- byrgð. 3.4 Slys sem verða í flugi nema sá sem tryggður er sé farþegi í farþegaflugi á vegum aðila sem hefur til- skilin leyfi hlutaðeigandi flugmálayfirvalda, í flugfari í eigu ríkisins eða í flugi er tengist nauðsynlegri læknis- þjónustu, björgunar- og ör- yggisstarfsemi. 3.5 Slys af völdum styrjaldar, innrásar, hernað- araðgerða, borgarrósta, upp- reisnar, uppþots eða svip- aðra aðgerða nema hinn tryggði sé tilkvaddur til skyldustarfa við slíkar að- stæður eða sé á ferðalagi ut- anlands í þágu starfsins. 3.6 Slys sem beint eða óbeint eru af völdum kjarna- breytinga, jónandi geislun- ar, mengunar af geislavirk- um efnum, kjarnaeldsneytis og kjarnaúrgangsefnis nema meðferð slíkra efna og tækja tengist starfi hins tryggða. 3.7 Slys vegna eitraðra lofttegunda nema það hafi orðið skyndilega og án vilja þess sem tryggður er. 8. grein. Ráðstafanir vegna slyss. 1. Slasaða ber að leita læknis strax eftir að slys hefur borið að höndum, gangast undir nauðsynlegar læknisaðgerðir og fara í öllu að fyrirmælum læknis. 2. Tilkynna skal slys eins fljótt og unnt er til launaskrifstofu ríkisins. 3. Deyi sá sem tryggður er af slysförum skal tilkynna það eins fljótt og auðið er. 4. Fjármálaráðuneytið hefur rétt til að krefjast krufningar á líki hins látna. 5. Þegar slys ber að höndum er fjármálaráðu- neytinu heimilt að láta trún- aðarlækni sinn skoða þann sem tryggður er. 6. Þegar læknishjálp lýk- ur eða þegar unnt er að dæma um afleiðingar slyss- ins skal senda læknisvottorð og bótakröfu til embættis ríkislögmanns vegna fjár- málaráðuneytisins. 7. Vátryggður fær endur- greidd nauðsynleg læknis- vottorð sem aflað er skv. reglum þessum. 9. grein. Dánarbætur. 1. Valdi slys dauða þess sem tryggður er innan eins árs frá slysdegi greiðist tryggingarfjárhæð sú sem í gildi er í uppgjörsmánuði skv. 2. málsgrein greinar þessarar, sbr. 11. grein. Bæt- ur fyrir varanlega örorku, sem kunna að hafa verið greiddar vegna sama slyss, skulu framreiknaðar með framfærsluvísitölu til upp- gjörsmánaðar og dragast þannig reiknaðar frá greiðslu. 2. Bætur, sem greiddar eru vegna hvers einstaklings ef slys veldur dauða, eru: 2.1 Ef hinn látni var ógiftur og lætur ekki eftir sig barn undir 18 ára aldri og hefur ekki séð fyrir for- eldri eða foreldrum 67 ára og eldri, kr. 532.700. Rétt- hafar þessara dánarbóta eru lögerfingjar. 2.2 Ef hinn látni var ógiftur en lætur eftir sig barn (börn) undir 18 ára aldri og/eða hefur sannan- lega séð fyrir foreldri eða foreldrum 67 ára og eldri, kr. 1.632.300. Rétthafar þessara dánarbóta eru for- eldrar og börn. Taki báðir þessir aðilar bætur rennur 1/3 hluti bóta til foreldra en 2/3 hlutar bótanna skiptast milli barna að jöfnu. 2.3 Ef hinn látni var í hjúskap eða sambúð sem að öðru leyti má jafna til hjú- skapar og sem staðið hefur a.m.k. í 2 ár samfellt fyrir andlát hans skulu bætur til maka eða sambúðaraðila vera kr. 2.663.800. Rétthafi þessara dánarbóta er við- komandi maki eða sambúð- araðili. 2.4 Ef hinn látni lætur eftir sig barn undir 18 ára aldri, kr. 532.700 til hvers barns. Stundi barn hins látna á aldrinum 18-25 ára nám á framhaldsskóla- eða há- skólastigi í a.m.k. 6 mánuði ársins er hinn tryggði and- aðist á það sama rétt til bóta. Rétthafar dánarbóta þessara eru viðkomandi börn. Bætur greiðast til fjárhaldsmanns ófjárráða barns. 2.5 Með börnum í tölu- liðum 2.2 og 2.4 er átt við kynbörn, kjörbörn, stjúp- börn, börn sambúðaraðila og fósturbörn sem hinn látni var framfærsluskyldur við skv. 14. gr. barnalaga nr. 9 árið 1981. 2.6 Bætur greiðast að- eins skv. einum af töluliðum 2.1, 2.2 og 2.3. Til viðbótar töluliðum 2.2 og 2.3 geta komið bætur skv. töluliö 2.4. 3 Um vísitölubindingu tryggingarfjárhæða, skv. 2. tölulið greinar þessarar, gildir ákvæði 11. greinar.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.