Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Síða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Síða 7
A. Sjón og heyrn. Alger missir sjónar á báðum augum Alger missir sjónar á öðru auga, full sjón á hinu Annað augað numið burtu, full sjón á hinu Algert heyrnarleysi á öðru eyra Algert heyrnarleysi á báðum eyrum B. Fótlimir. Stúfhögg á báðum fótlimum um lærleggi Annar fótlimur numinn burtu í mjaðmarlið, hinn um hnélið Alger lömun á báðum fótiimum Stúfhögg á báðum fótlimum um hnéliði Stúfhögg á öðrum fótlim um lærlegg Stúfhögg á öðrum fótlim um fótlegg Staurhné á öðrum fótlim Staurökkli á öðrum fótlim Missir allra táa á öðrum fæti C. Handlimir. Stúfhögg beggja handlima Stúfhögg um upphandlegg Stúfhögg um framhandlegg Stúfhögg um úlnlið Missir alls þumalfingurs Missir alls vísifingurs Missir ailrar löngutangar Missir alls baugfingurs Missir alls litlafingurs Félagstíöindi SFR 100% 20% 25% 10% 50% 100% 100% 100% 75% 50-65% 35-45% 25-50% 20-30% 10% 100% 65-75% 60-65% 60% 25% 12% 10% 5% 7% Ofangreind örorka á hand- limum er miðuð við betri handlim. Örorka vegna hlið- stæðrar missmíði á lakari handlim er allt að 10% minni. 3.2 Ef missir útlima, sjónar og heymar er ekki alger bætist örorka hlutfallslega. Ef útlimir eru algerlega ónothæfir telst það missir þeirra. Ef þeir eru að einhverju leyti nothæfir reiknast örorka hlutfallslega. 3.3 Samanlögð örorkustig geta aldrei orðið meira en 100%. 3.4 Missir eða bæklun út- lims, sem áður var bæklaður, skal metinn í hlutfalli við þann missi sem slasaði varð fyrir við slysið. Sama gildir um líffæri. 3.5 Við ákvörðun örorku ber ekki að taka tillit til starfs, sérstakra hæfileika slasaða né þjóðfélagsstöðu. 3.6 Örorkan ákveðst í fyrsta lagi einu ári eftir slysið. Telji slasaði eða fjármálaráðu- neytið að örorkan geti breyst getur hvor aðili um sig krafist þess að endanlegu örorkumati verði frestað, þó ekki lengur en í þrjú ár frá slysdegi. 3.7 Ef endanleg örorka hefur ekki verið ákveðin vegna frestunar skv. tölulið 3.6 þegar Iaunagreiðslum til starfsmanns lýkur er heimilt að greiða hon- um upp í bætur ef ríkar ástæð- ur eru fyrir hendi. Við loka- uppgjör skal slík greiðsla framreiknuð með framfærslu- vísitölu til uppgjörsmánaðar og koma þannig reiknuð til frá- dráttar bótum. 3.8 Þótt gera megi ráð fyrir að ástand hins slasaða kunni að breytast skal undantekningar- laust framkvæma örorkumat í síðasta lagi þremur árum eftir slysið. í þessu tilfelli ber að á- kveða örorkuna eins og gera má ráð fyrir að hún verði end- anleg. Ef líkur eru til að ástand hins slasaða megi bæta með skurðaðgerðum eða öðrum slíkum aðgerðum og hann veigrar sér við án gildra á- stæðna að gangast undir slíkar aðgerðir ber samt sem áður við ákvörðun örorku að taka tillit til hugsanlegs bata sem slíkar aðgerðir kynnu að hafa í för með sér. 3.9 Slys sem einungis valda lýti eru ekki bótaskyld. 11. grein. Vísitölubinding tryggingarfjárhæða. 1. Tryggingarfjárhæðir skv. 9. og 10. gr. eru vísitölubundn- ar og miðast við vísitölu fram- færslukostnaðar í apríl 1989 119,9 stig. Við uppgjör bóta skal framreikna fjárhæðir mið- að við þær breytingar sem orð- ið hafa á vísitölu framfærslu- kostnaðar frá apríl 1989 til uppgjörsmánaðar bóta. Vísi- tölubinding bóta varir þó aldrei lengur en í 3 ár frá slysdegi. 12. grein. Bótauppgjör. 1. Embætti ríkislögmanns fjallar um bótaskyldu skv. regl- um þessum og annast uppgjör bóta í umboði fjármálaráðu- neytisins. 2. Bætur greiðast eftir að læknisvottorð og nauðsynleg sönnunargögn fyrir bótaskyldu hafa borist og unnt er að á- kvarða upphæð bótanna. Berist ekki athugasemdir við bóta- fjárhæðina innan eins mánaðar frá því bótaþega var skýrt frá henni telst hún samþykkt. 13. grein. Fyrning. 1. Kröfur vegna tryggingar þessarar fymast á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs er kröfuhafinn fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar, þó í síðasta lagi á 10 árum frá slysdegi. 14. grein. Skaðabótaábyrgð. 1. Verði ríkissjóður eða vinnuveitandi skaðabótaskyld- ur gagnvart hinum vátryggða skulu slysabætur, sem greiddar hafa verið vegna slyssins skv. slysatryggingu þessari, koma að fullu til frádráttar skaðabót- um er þeim kann að verða gert að greiða. 2. Beri slys að með þeim hætti að vátryggður öðlist rétt til bóta úr annarri slysatrygg- ingu, er þessir aðilar kosta, skulu bætur úr þeirri tryggingu koma að fullu til frádráttar bót- um skv. reglum þessum. 15. grein. Gildistaka. 1. Reglur þessar öðlast þegar gildi. Ákvæðum þeirra skal beita um slys sem áttu sér stað frá og með 1. apríl 1989. Fjármálaráðuneytið 16. janúar 1990. Olafur Ragnar Grímsson. Birgir Guðjónsson.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.