Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.07.1991, Blaðsíða 8
____________________í Félagstíöindi SFR j___ Nokkrir punktar um EB Það sem hér fer á eftir er að verulegu leyti byggt á ný- legri norskri skýrslu sem nefnist Konur og EB og í fyrra. í ljósi þess að afstaðan til Evrópubandalagsins mun mjög verða á dagskrá þykir ástæða til að kynna efni þessarar skýrslu að nokkru í Félagstíð- indunum. I upphafi skal vakin at- hygli á því að starfsemi EB snýst fyrst og fremst um fram- Ieiðslu og viðskipti en félags- málum er lítið sinnt þar á bæ. Þar er talið að hin eiginlegu fé- lagsmál séu viðfangsefni ein- stakra þjóðríkja og komi EB lítið við. Hin nýja Evrópa, sem mjög er um rætt, er án efa Evr- ópa möguleikanna en með því fororði að þeir sterkustu og samkeppnishæfustu muni njóta möguleikanna á kostnað hinna veikari og fátækari. EB-málfariö Fyrst skal hugað að nokkrum atriðum í málfari því sem talsmenn EB hafa tileink- að sér. Málfar þeirra er kröft- ugt og ber keim af vel gerðum auglýsingum. Það er mjög gildishlaðið og oft á tíðum afar villandi. I EB-málinu merkir hug- takið „Evrópa" næstum alltaf aðildarríkin 12. Hugtök eins og „Evrópu-þingið" og „Evr- ópu-fáninn" eru eðlileg afleið- ing þessa. Samt eru EB-ríkin aðeins þriðjungur af þeim 35 ríkjum sem eru í Evrópu. „Fjórfrelsið" (þ.e. óheftir flutningar á fjámagni, vörum, þjónustu og verkafólki) er ein af undirstöðum EB. „Frelsi" er sterkt og gildishlaðið orð. „Fjórfrelsið" byggist á ákveðn- um forsendum og gildir aðeins fyrir fáa útvalda. Ein forsenda er t.d. sú að maður eigi pen- inga. Frelsi verkafólks til „ frjálsra" flutninga er frelsi sem flestir vildu aldrei þurfa að nýta sér ef þeir geta fengið vinnu við sitt hæfi þar sem þeir eiga heima. En „frelsi” fjármagnsins eykur einmitt hættuna á að verkafólk þurfi að nota sér þetta „frelsi” til að flytja. „Frelsi” til að flytja vör- ur getur bæði þýtt betra og verra framboð handa neytend- um því það ræðst af hagsmun- um framleiðendanna. Hér er miklu hlutlausara og skýrara að tala um „hömluleysa” eða „óhefta” flutninga fjármagns, varnings, þjónustu og verka- fólks milli landa. „Samræming” varðar veg- inn til efnahagslegrar og stjórnmálalegrar einingar EB. Einstefna væri betur viðeig- andi orð. Lög og reglugerðir einstakra þjóðlanda eru sjaldan vegin og metin heldur setur EB ný lög eftir sínu höfði óháð þjóðlegum réttarhefðum og því um líku. Hugtakið„landamæralaus Evrópa" á rétt á sér miðað við EB-ríkin innbyrðis en gagnvart öðrum ríkjum, þ.e. jarðarbúum utan EB, verða landamæri EB hærri og sterkari en áður. „Landamæralaus Evrópa” gef- ur þá hugmynd að „himinninn sé einu mörkin" eins og ein- hver EB-maður orðaði það. Kannski upplifa stærstu auð- hringarnir í EB þetta þannig enda munu þeir vaxa enn frek- ar þegar hvers konar flutningar milli landa verða hömlulausir. Það er líka meir en vafasamt að „Evrópa tækifæranna" muni uppfylla þær vonir sem hug- takið á að vekja meðal venju- legs fólks í bandalaginu. „Evr- ópa borgaranna” er annað slag- orð sem er að vísu líklegra til að standa undir nafni. Konur ættu að veita hug- takinu „ódæmigerð vinna" at- hygli. Þetta hugtak nær nú yfir meirihlutann af þeirri launa- vinnu sem konur í EB inna af hendi og er þar af leiðandi langt í frá „ódæmigerð" fyrir konur. „Félagsleg málefni” í EB- málinu á ekki við um félags- mál í venjulegum skilningi. Hugtakið lýtur fyrst og fremst að skilyrðum á atvinnumark- aðinum. Sama á við um svo- kallaðan „félagslegan samn- ing" sem rætt er um vegna samninga við aðila vinnumark- aðarins. Þeir sem finna vilja svör við t.d. vandamálum heimavinnandi húsmæðra eða öryrkja í „félagssáttmála" EB leita árangurslaust. Einstök að- ildarlönd eiga að sjá um fé- lagsmál því þau teljast ekki vera á verksviði EB. „Frjálst” vöruval er yfirlýst markmið í neytendapólitík EB. M.a. er að því stefnt að vörur, sem eru viðurkenndar í einu EB-landi, hljóti samtímis við- urkenningu í öðrum löndum. Þetta þýðir í reyndinni að dregið er úr eftirliti með sam- setningu varanna og að tor- veldara verður að stemma stigu við innflutningi vara sem eru umhverfis- eða heilsuspill- andi. Þannig verða færri vörur bannaðar vegna þess að þær geti verið umhverfis- eða heilsuspillandi. I krafti aukins freslsins fjármagnsins er þess að vænta að eftirspurn (raun- veruleg eða sköpuð með aug- lýsingum) muni stýra vöru- framleiðslunni í meira mæli en hingað til, miklu fremur en raunverulegar þarfir vanalegs fólks. Það er því spurning hve mikið aukið valfrelsi neytend- urnir öðlast. Óheftur/„frjáls” flutningur verkafólks Á vegum EB hafa verið samdar miklar skýrslur þar sem m.a. kemur fram að fyrst eftir samrunann 1992 muni tapast um 5-600.000 störf en síðar skapist ný störf fyrir 2 milljónir manna og jafnvel meira ef björtustu vonir rætast. En um þessar mundir eru um 15 milljónir manna atvinnu- lausar í EB-ríkjum, þannig að jafnvel þótt björtustu vonir rættust væru samt um 10 millj- ónir manna atvinnulausar í EB. Þá er þess að gæta að í at- vinnuleysistölunum eru konur stórlega vantaldar, t.d. þær sem ekki eiga rétt á atvinnuleysis- bótum, konur sem hafa verið í hlutastörfum og konur sem skrá sig ekki af því þær reikna ekki með því að geta fengið at- vinnu. Atvinnuleysi meðal karla í EB hefur heldur minnk- að frá 1984 en atvinnuleysi kvenna hefur ekki minnkað jafn mikið hlutfallslega. Það sýnir að smám saman er að verða breyting á vinnumarkað- inum þannig að hlutur kvenna rýrnar. Þróunin er sú að vinnu- tækifærum fyrir konur fækkar. En vonirnar um minnkandi atvinnuleysi byggjast á ákveðnum forsendum. í fyrsta lagi er ger! ráð fyrir stórauk- inni neyslu almennings og þar með sóun náttúrunnar gæða. Ekkert segir um áhrif aukinnar neyslu og sóunar á umhverfið í öllum skýrslunum. Þá þarf einnig að samræma gjöld einstakra þjóðríkja, skatta, tolla o.s.frv., en það þýðir umtalsvert tekjutap fyrir einstök ríki og þar með sam- drátt í opinberri þjónustu. Loks verður vinnuaflið að vera sveigjanlegra og hreyfan- legra en nú er, þ.e. verkafólk verður að vera tilbúið að vinna hlutastarf, vera lausráðið og að flytja búferlum milli landshluta eða landa en flestir vilja komast hjá miklum bú- ferlaflutningum á lífsleiðinni. Því er spáð að atvinnulíf í EB muni í framtíðinni ein- kennast af: 1) aukinni sjálfvirkni, 2) flutningi framleiðslufyr- irtækja frá hálaunalöndum til láglaunalanda, 3) aukinni árstíðabundinni vinnu, hlutastörfum og vakta- vinnu, 4) aukinni starfsemi undir- verktaka og heimavinnandi fólks. Einnig mun hlutur ófag- lærðs verkafólks minnka. Hlutavinnufólk og heimavinn- andi fólk er yfirleitt ekki í verkalýðsfélögum og nýtur oft ekki réttinda eins og ákveðins uppsagnarfrests, sjúkrabóta, fæðingarorlofs o.þ.h. Einmitt þess vegna er slíkt fólk eftir- sótt í EB og fólki hefur mjög fjölgað í slíkum störfum í þar. Það er eftirtektarvert að á flestum sviðum vinnumarkað- arins í EB standa konur höllum fæti. Aðeins á þremur sviðum atvinnulífsins hefur það sýnt sig að hlutur kvenna hafi vaxið -við svokallaða „svarta” at- vinnustarfsemi, árstíðabundna vinnu og í hlutastörfum. I ljósi þessa kemur ekki á óvart að 75-85% kvenna í EB eru fjárhagslega háðar öðrum. Talið er að 44 milljónir manna í EB hafi tekjur undir fátæktar- mörkum (um 14% íbúanna) og af þeim eru einstæðar mæður og gamlar konur um helming- ur. Fátæktin er því í vaxandi mæli hlutskipti kvenna. Þá þurfa konur að hafa í huga hugtakið ódæmigerð vinna (þ.e. hlutavinna, árstíðabundin vinna og heimavinna). Þetta hugtak nær nú yfir mestalla þá vinnu sem konur inna af hendi í EB og er alls ekki ódæmigerð fyrir konur.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.