Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.09.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 7. tbl. - 34. árg. - september 1991 Leiðari Kæru félagar. Enn einu sinni stöndum viö á þeim tímamótum aö vera með lausa samninga og eiga það erf- iöa hlutverk fyrir höndum aö reyna að fá ríkisvaldið til aö skilja það, að stór hópur af fólk- inu þeirra er ekki á mannsæm- andi launum, það nái ekki einu sinni skattleysismörkum. Það getur ekkert lagt að mörkum til samneyslunnar þar sem launin eru svo lág að það nær ekki einu sinni að borga skatta. A sama tíma á sér stað ein mesta árás á ís- lenska velferðarkerfið. Það hefur oft verið sagt að höfuðkostir þess að búa á íslandi hafi jafn- an verið taldir að við hefðum gott og vel búið velferðarkerfi. Nú leita ráðamenn þjóðarinnar logandi Ijósi að sparnaðarleiðum, og Ijósið skín aðeins á velferðarkerfið. Það verður að fara varlega í sakirnar þegar skera á niður þjónustu og gera sér grein fyrir afleiðingunum. Það er ekki stórmannlegt ef það á að skera niður þjónustu við veikt fólk og gamalmenni eða leggja þjónustugjöld á námsfólk, svo eitthvað sé nefnt. Vafalaust má ná fram sparnaði og hagræð- ingu á ýmsum sviðum í ríkisbúskapnum. Þar eins og annars staðar í þjóðfélagi okkar á sér stað bruðl og óráðsía. En þær hugmyndir og ákvarðanir þarf að taka á faglegum grunni, byggðum á hagfræðilegum og stjórnunarleg- um rökum. Það mætti líka spyrja, af hverju má ekki mæta vanda ríkissjóðs með því að leggja skatta á fjár- magnstekjur og taka upp eitt eða jafnvel fleiri skattþrep á háar tekjur? Nú síðustu daga hefur kvisast út að samninganefnd ríkisins sé búin að gefa sér á- kveðnar forsendur fyrir næstu samninga. Þærforsendur byggja á að samið verði til þriggja ára eða til áramóta 1993 og að samið verði út frá einhvers konar núllpunkti. Sem sagt að kaupmátturinn standi í stað út samningstímann. Þó eigi hann að geta lækkað á næsta ári vegna samdráttar í fisk- veiðum og annarra spádóma. Það á sem sagt að fara niður fyrir núllpunktinn á.árinu 1992 en síðan er reiknað með að kaupmátturinn hækki aftur á árinu 1993 þannig að hann verði sá sami og í upphafi samninga. Ekki veit ég hvernig samninganefnd ríkisins getur ímyndað sér að við getum treyst ríkis- valdinu miðað við þær upplýsingar og fréttir sem flæða yfir okkur síðustu daga og vikur. Að semja til langs tíma væri óðs mann æði. Þær álögur, hvort sem þær nefnast vaxtagjöld, þjónustugjöld, hækkun lyfja eða niðurskurður á þjónustu ríkisins, eru allar íþyngjandi fyrir hinn almenna launamann. Ágætu félagar í SFR, róðurinn virðist því ætla að verða erfiður, margt og mikið ber á milli í samninganefndum okkar og þeirra, en sameinuð stöndum vér. Baráttukveðjur. T.H. Hver á að liggja Um komandi sólarmegin? kjarasamninga Ögmundur Jónasson skrifar Sigríður Kristinsdóttir skrifar Sjötíu þúsund á mánuði er Fréttir frá lífeyris- hógvær krafa Rætt viö þrjá fulltrúa í þega deild samninganefnd

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.