Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 8. tbl. - 3\ árg. - október 1991 Leiðari Nú eru næstum tveir mánuð- ir síðan kjarasamningar runnu út og samningar við ríkið um nýjan samning eru hafnir. Hing- að til hefur þó hægt gengið. Samninganefnd SFR hefur átt tvo fundi með samninganefnd ríkisins en hún hefur upp á fátt að bjóða annað en kjaraskerð- ingu á næsta ári eins og lands- menn hafa raunar margoft heyrt í máli fjár- málaráðherrans. Frá upphafi hefur samn- inganefnd SFR farið fram á að sérmál félags- ins yrðu rædd og á seinasta fundi kom SFR með skriflega ályktun um að samninganefnd yrði skipt í þrjá hópa og farið væri í gegnum öll sérmál félagsins í þeim. Ályktunin gekk m.a. út á það að eftir 10 daga vinnu, sem ætti að hefjast nú fljótlega, mundi vera búið að finna fleti á sérmálunum og að samninga- riefnd gæti síðan snúið sér að aðalkjara- samning. Leikar standa þannig nú að samninga- nefnd ríkisins bað um frest til að geta komið sínum tillögum á framfæri um hvernig bæri að vinna að þeim. Teljum við líklegt að mjög fljót- lega fáum við samningafund til að fara yfir það hvernig vinnubrögð samninganefnd ríkis- ins vill hafa á þessum sérkjarasamningum. Er það von okkar að báðir aðilar geti fundið á- sættanlegan flöt á sérkjaraviðræðunum. Ráðamenn þessa lands eru um nú mjög uppteknir af stórum tölum, þeir sjá fyrir sér stórfelldan gróða af EES- samningunum, milljarðatuga fjárfestingu í álveri og raf- orkuverum því tengdu o.s.frv. Þegar svo stórt er hugsað vilja smáar tölur oft gleymast. Ráðherrarnir, með ráðherra- launin, virðast eiga mjög bágt með að skilja hvernig er að draga fram lífið á 50.000 til 60.000 krónum á mánuði. Samt er það ískaldur veru- leiki fyrir fjölmarga félags- menn í SFR og og fjölmargt annað launafólk. Þeim, sem eru á þessum lágu launum, þykir krafan um 70.000 krónu lágmarkslaun hvorki há né ó- sanngjörn. SFR mun knýja á um þessa kröfu á næstu fundum með fulltrúum ríkisins. í þessari viku voru undirritaðir samningar um aðild íslands að Efnahagssvæði Evrópu. Samningamennirnir guma mikið af fram- göngu sinni í því máli en þegar þeir eru spurðir um einstök atriði er allt of oft svarað með útúrsnúningum eða hártogunum eða reynt að fullvissa menn um að þetta verði allt í lagi. Ef af samningnum verður munu íslend- ingar afsala sér hluta af dómsvaldi sínu, lög- gjafarvaldi að verulegu leyti og takmarka mjög möguleika sína til sjálfstæðrar hag- stjórnar. Auk þess hefur verið margbent á að þetta efnahagssvæði er ekkert annað en for- dyri að beinni aðild að Efnahagsbandalaginu en þeir sem þar lenda inn eiga sér naumast útgöngu auðið og má í því sambandi minna á orð Jóns Helgasonar forðum: “Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja. ” Dómur Um daginn Hæstaréttar og veginn Launin endast í Einkavæöing- tuttugu daga hvering hefur hún tekist?

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.