Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Side 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Side 2
Félagstíðindi SFR Niðurstaða Hœstaréttar hefur fordœmisgildi Segf/r Guðrún Ágústsdóttir sem vonn biðlaunamál sitt gegn fjármála- og menntamálaráðuneytinu A þessu ári féll í Hæsta- rétti dómur í biðlaunamáli Guðrúnar Ágústsdóttur gegn fjármálaráðuneytinu og menntamálaráðuneyt- inu. Starfsmannafélag rík- isstofnana og lögmaður þess, Gestur Jónsson hrl. ráku málið fyrir hönd Guð- rúnar. -Á árinu 1986 var Hjúkr- unarskóli Islands lagður nið- ur, en þar hafði ég starfað sem fulltrúi í rúm 10 ár, eða mest alla mína starfsævi. í uppsagnarbréfi til mín frá Stjórn SFR ályktar um Skipa- útgerð ríkisins SFR mótmælir vinnu- brögðum stjórnvalda varðandi breytingar á Skipaútgerð ríkisins. Þau einkennast af tilskipunum og er engin tilraun gerð til þess að leita eftir upplýs- ingum hjá starfsfólki. Þegar um grundvallar- breytingar á starfsemi er að ræða er það lágmarkskrafa að um þær sé rætt við starfs- fólk og samtök þess. Breyt- ingar þær á rekstri Skipaút- gerðar ríkisins sem sam- gönguráðherra hefur boðað virðast ekki styðjast við efn- isleg rök heldur vera tak- mark í sjálfu sér. SFR varar við því að skerða þá þjónustu við landsbyggðina sem Skipaút- gerð ríkisins hefur veitt. menntamálaráðuneytinu, sem mér barst tveimur mán- uðum áður en hætta átti starf- semi skólans um áramótin 1986, var mér sagt að ég gæti leitað eftir öðru starfi á veg- um ríkisins. I 14. grein laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins segir um biðlaunarétt, að eftir 15 ár í starfi eigi starfsmenn rétt á biðlaunum í 6 mánuði, „enda hafi hann þá ekki hafnað ann- arri sambærilegri stöðu á vegum ríkisins." Ég taldi mig því eiga rétt á biðlaunum í 6 mánuði yrði mér ekki boðið annað sambærilegt starf. Var þér svo boðið annað starf? Já, í desember skömmu áður en uppsagnarfrestur rann út var mér boðið ritara- starf við Námsbraut í hjúkr- unarfræðum við Háskóla Is- lands. Launin urðu svipuð en starfið var í því fólgið að vél- rita eftir handriti annarra og ljósrita. Sagt var að líklegt væri að starfið myndi þróast og verða líkara því starfi sem ég hafði gegnt í hjúkrunar- skólaunum. Hafnaðir þú því starfi? Já, það gerði ég. Mér fannst fráleitt að fara úr ábyrgðarmiklu, sjálfstæðu og krefjandi starfi í mun einfald- ara starf. Slíkt getur maður e.t.v. gert á gamals aldri, en ekki 37 ára. Mér finnst starfs- ánægja felast í því að þurfa að takast á við flókin og erfið verkefni og leggja eitthvað á sig. Við eyðum meirihluta lífs okkar í vinnunni og því skipti máli bæði fyrir vinnu- kaupanda og þann sem selur sína vinnu að fólki líði vel í vinnunni. Þar dugir ekki að launin séu sambærileg. Ég taldi því að ekki væri verið að bjóða mér sambærilegt starf og fór fram á að fá greidd biðlaun í 6 mánuði. Því hefur verið hafnað Já, fjármála- og mennta- málaráðuneytið höfnuðu því á þeim forsendum að mér hefði verið boðið sambæri- legt starf. Ég hafði þá sam- band við stéttarfélagið mitt, SFR sem brást skjótt við og farið var í mál. Gestur Jóns- son hrl. rak málið fyrir hönd SFR og mín. Hver var niðurstaða þessarar málssóknar? Eftir mikinn undirbúning og vitnaleiðslur fyrir Bæjar- þingi Reykjavíkur var kveð- inn upp dómur á þann veg að mér hefði verið boðið sam- bærilegt starf og ætti ég því ekki rétt á biðlaunum. SÉR, lögmaðurinn og ég töldum dóminn ósanngjaman og var því ákveðið að áfrýja honum til Hæstaréttar. Úrskuður hans féll mér í vil, ekki þótti fullsannað að mér hefði verið boðið sambærilegt starf. Telur þú að þessi dóms- úrskurður geti haft fordœm- isgildi? Já, tvímælalaust og þess vegna taldi SFR mikilvægt að fá úr mínu máli skorið fyr- ir dómstólum. Eftir þennan dóm þá hefur skýrst mjög hvað við er átt með hugtak- inu „sambærilegt starf* í 14. gr. laganna um réttindi og Eftir þennan dóm hefur hugtakið „sambærilegt starf" skýrtst segir Guðrún Ágústsdóttir sem vann biðlaunamál sitt gegn ríkinu. skyldur. Þar dugir nú ekki að launin ein séu sambærileg heldur líka eðli starfsins. Hvemig leið þér þegar dómurféll þér í vil? Vægast sagt vel. Mér fannst niðurstaðan úr Bæjar- þingi mjög óréttlát, hún kom mér á óvart og satt að segja varð ég öskureið. Ekki bara fyrir mína hönd heldur líka SFR og þeirra annarra sem gætu hafa nýtt sér jákvæða niðurstöðu fyrir okkur. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Starfsmannafélagi rík- isstofnana og Gesti Jónssyni hrl. fyrir alla aðstoð, ég hefði aldrei farið svona langt með þetta mál ein og sér. -sg íbúð á Akureyri Nú hefur félagið haft til umráða íbúð á Akureyri í tæpa níu mánuði. Aðsóknin að íbúðinni í sumar var mjög góð, og komust færri að en vildu. í haust hefur aðsóknin verið sæmileg en mætti vera betri. Félagar, hvemig væri að skreppa til Akureyrar og njóta norðlensks menning- arlífs og umhverfis. Eins og sagt hefur verið frá áður stendur til að koma upp íbúð í Reykjavík fyrir félaga okkar á landsbyggð- inni. Vonandi kemst skriður á það mál upp úr áramótum.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.