Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 3
-f Félagstíðindi SFR Rœtt viö tvo félctgsmenn um kjaramál og þaö sem famundan er í þeim efnum Júlía M. Sveinsdóttir meðferðafulltrúi: Launin endast í tuttugu daga Eftir tuttugasta hvers mánaðar má segja að ég sé á framfæri annarra, ég veit ekki hvernig ég kæm- ist af ef ég ætti ekki góða að, sagði Júlía M. Sveins- dóttir meðferðafulltrúi á Bjarkarási í samtali við Félagstíðindi. -Launaávísun sem ég fæ frá ríkinu hljóðar upp á 53.771 krónu, þessar tekjur eiga að duga fyrir mat, hús- næði og fatnaði fyrir mig og dóttur mína. Það sé hver heilvita maður að það gengur aldrei upp. Við sem vinnum hér á Bjarkarási höfum enga möguleika á að auka við tekjur okkar með eftirvinnu, hér er aðeins unnið frá klukkan átta til fimm, sagði Júlía. Júlía er einstæð móðir og hefur unnið á Bjarkarási í um það bil eitt ár. Hún sagðist þurfa að fleyta sér stöðugt áfram með skammtímalán- um. -Þegar maður hefur svona lág laun þarf maður stöðugt að taka ný lán til að borga þau eldri, það er mjög slít- andi að komast aldrei út úr þessum vítahring, sagði hún og bætti við að fólk sem hefði álíka laun og hún gæti nánast ekkert leyft sér. -Að fara í kvikmyndahús eða leikhús, hvað þá að fara út að borða og skemmta sér eru mál sem ég þarf að velta alvarlega fyrir mér í hvert skipti. Maður verður að láta slíkt eftir sér öðru hverju þó svo að maður hafi í raun alls ekki efni á slíkum munaði, sagði Júlía. Hún telur að 75.000 krón- ur sem lágmarkslaun séu ekki of mikið. -Til þess að lifa sómasam- Það er útilokað að lifa sómasamlegu líf með 53.771 krónu á mánuði, segirJúlía M. Sveinsdóttir meðferðafulltrúi á Bjark- arási. Mynd sg legu lífi þyrftu lágmarkslaun að vera nærri 100.000 krón- um á mánuði. En því miður þýðir lítið að láta sér detta slíkt í hug eins og atvinnu- rekendur tala. Hér er fólk ekki bjartsýnt á að laun hækki eitthvað að ráði, sagði Júlía og bætti við að allt tal um að hækka skattleysis- mörk sem hlut af væntanleg- um kjarasamningum væri engin lausn fyrir hana eða fólk sem hefði laun langt fyr- ir neðan núverandi skattleys- ismörk. Júlía sagðist því miður ekki trúuð á að launafólk væri tilbúið að færa miklar fómir til að bæta kjör sín. -Fólk hefur einfaldlega ekki efni á að fara í verkfalls- aðgerðir komi til þess að rík- isvaldið og aðrir atvinnurek- endur standi fastir á því að bæta ekki kaupmáttinn, sagði Júlía. -sg Lúðvík Einarsson vaktmaður: Draga verður úr launamisréttinu Við erum búnir að bíða lengi eftir því að laun okk- ar vaktmanna verði leið- rétt, við höfum ekki notið þess launaskriðs sem verið hefur hjá opinberum starfsmönnum undanfarin ár. Okkur hefur ekki verið gefínn kostur á að sækja nein námskeið, hvað þá að okkur hafí verið boðið nýtt starfsheiti sem gæfí af sér launahækkanir eins og svo margir aðrir starfsmenn hins opinbera, sagði Lúð- vík Einarsson vaktmaður á Landspítalanum. Lúðvík hefur starfað sem vaktmaður í fjögur ár hjá rík- isspítölunum. Hann hefur í gmnnkaup um 59.000 krónur á mánuði, með vaktaálagi verða launin um 80.000 krónur á mánuði. Hann sagði að alls störf- uðu 12 sem vaktmenn á Landspítalanum, auk þeira væra vaktstjórar og sendlar. -Þetta er erfið vinna, og er það er mjög slítandi að vinna svona vaktavinnu. Við höfum átt í viðræðum við okkar vinnuveitanda um að fá sömu laun og umsjóna- menn fasteigna, en það myndi hafa í för með sér nokkurra launaflokka hækk- un fyrir okkur. Þrátt fyrir nokkra viðræðufundi hefur ekki komið niðurstaða í það mál, sagði Lúðvík. Hann sagðist vera fremur svartsýnn á að launafólk fengi mikla hækkun í kom- andi samningum. -Atvinnurekendur vita að eins og ástandið er hjá fólki í dag hefur það ekki efni á að fara í verkfall og atvinnurek- endur eiga eftir að standa fastir á sínu og neita að hækka kaupið, sagði Lúðvík og bætti við að krafan um 75.000 króna lágmarkslaun væri ekki fráleit. -Það lifir enginn sóma- samlegu lífi af minni tekjum. Það verður fyrst og fremst að hugsa um þá sem minnst bera úr bítum í þeim samn- ingaviðræðum sem nú fara í hönd og draga úr því launa- misrétti sem ríkir í þessu þjóðfélagi. Einnig tel ég rétt að áhersla verði lögð á að t.d. hækka vaktaálagið sem er allt of lágt í dag sagði Lúð- vík. -sg Það lifir enginn sómasam- legu lífi sem hefur 59.000 krónur í grunnlaun, segir Lúðvík Einarsson vaktmað- ur. Mynd sg

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.