Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Qupperneq 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Qupperneq 4
4 .(^ Félagstíðindi SFR Eiríkur Volsson Um daginn og veginn Ríkisstjóm Jóns Baldvins og Davíðs hefur nú setið í fjóra mánuði. A þessum tíma hefur margt verið rætt en minna gert. Sennilega væri best að svo yrði áfram. Að minnsta kosti lofa fréttir úr herbúðum þeirra engu góðu. En þetta er hreint ótrúlega huglaus ríkisstjóm og það lýsir sér einkum á tvennan hátt. Annars vegar að þar á bæ þora menn ekki að nefna hlutina réttum nöfnum. Hins vegar að allar þær aðgerðir, sem hleypt hefur verið af stokkunum, og hinar, sem munu vera á leiðinni, beinast að vamarlausu fólki. ■ ■■ A ámm áður lofaði íhald- ið skattalækkunum en lítið varð úr því. Nú segja þeir: “Við hækkum ekki skattana,” og efndimar em með endem- um. Mikið skelfíng hljóta al- mennir kjósendur þeirra Davíðs og Þorsteins að vera stoltir af sínum mönnum. Þeir hækka nefnilega ekki tekjuskattinn, ekki einu sinni á hæstu tekjur. Og ekki hækka þeir virðisaukaskatt- inn, ætla bara að innheimta hann víðar. Nei, þeir hækka ekki skattana. Þeir hækka bara allt annað. Þeir byrjuðu á vöxtum af húsnæðislánum, svo komu lyfin, bensínið, tó- bakið og brennivínið. Skóla- gjöld eiga líka eftir að hækka en að kröfu Össurar og félaga hans í baráttunni fyrir jafnað- arstefnunni þá má það ekki sjást í bókhaldinu. Þetta er tómt mgl, Össur. Það er minna hald í þessu en hvönn- inni Þorgeirs forðum. Nei, þeir hækka ekki skattana. Ég varð fyrir smá óhappi snemma sumars og þurfti að fara fjómm sinnum til læknis vegna þess. Ég borgaði 900 krónur í hvert skipti og.þótti það svo sem í lagi. í tillögum ríkisstjómaminnar er gert ráð fyrir að þetta gjald hækki í 1.500 krónur. 600 krónur sinnum fjórir gerir 2.400 sem ég hefði þurft að borga meira. En þar er ekki öll sagan sögð. Ég býst við að fleirum sé far- ið eins og mér, að tekjur inn- an skattleysismarka ganga allar til fmmþarfa eins og húsaleigu og matar. Ég leyfi mér einnig að reikna með að margir séu í þeim spomm að eiga lítinn afgang af launum sínum. Þess vegna þarf að afla meiri tekna til að standa undir hækkunum eins og þessari. Ég þarf að vinna mér inn 4.000 krónur til að eiga 2.400 þegar skattur hefur verið tekinn frá. Taki maður iðgjöld til lífeyrissjóðs og stéttarfélagsgjald með inn í dæmið þá þýðir þessi 2.400 króna hækkun í raun yfir 4.300 króna hækkun. Nei, þeir hækka ekki skattana. Ég nefndi áðan að hug- leysi ríkisstjómarinnar kæmi fram í því hverra aðgerða er gripið til. Þeir ætla sér nefni- lega að sækja alla peningana þangað sem fyrirstaðan er minnst. Hvers vegna er fjöl- skyldan skattlögð sérstak- lega? Vegna þess að hún er vamarlaus. Lægri niður- greiðslur á landbúnaðarvör- um koma fram í hærra vöm- verði. Bammargt fólk kaupir t.d. mikið af mjólk. Hver neitar bömunum sínum um mjólk? Varla nokkur maður - og það vita bæði presturinn fyrir austan og Jóhanna. Blöndal veit það líka. Ég ótt- ast að ríkisstjómin ætli sér að ráðast á niðurgreiðslumar um leið og kjarasamningum er lokið. Hver neitar bami sínum um að fara í framhaldsskóla? Enginn, og þess vegna em skólagjöld ömgg tekjuöflun. Og 8.000 krónur á bam verða áfram 8.000 krónur á bam, þó svo að Össur þori ekki að láta upphæðimar sjást í bók- haldinu. Hverjum ætli svíði sárast lækkun bama- og vaxtabóta? Varla stóreigna- fólki. Varla hátekjuaðlinum. Nei, ætli fjölskyldumar, bamafólkið, verði ekki að borga brúsann enn og aftur. Fjölskyldan hefur ekki átt sér nógu marga og sterka málsvara hingað til. En nú þykir mér keyra um þverbak. A tyllidögum tala menn fjálglega um fjölskylduna, hún er gmnneiningin eða homsteinn samfélags okkar. Þessu er ég sammála en legg víst aðra merkingu í hugtakið en forysta íhalds og krata gerir. Þeir telja fjölskylduna nefnilega vera homstein samfélagsins vegna þess að það er svo auðvelt að láta hana borga. I nágrannalöndum okkar horfir víða til vandræða vegna minni bameigna á sama tíma og fólk verður sí- fellt eldra - án þess að deyja eins og góður maður sagði. Hvað okkur íslendinga varð- ar þá höfum við getað litið bjartari augum til þessa þáttar samfélagsins en flestir aðrir. En það virðist vera markmið þessarar blessaðrar ríkis- stjómar að fá þessu breytt til hins verra. Það getur ekki far- ið hjá því að aukin skatt- heimta, sem harðast kemur niður á bamafólki, leiði af sér að fólk hugsi sig um oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en það kemur sér upp bömum. ■ ■■ Enn ein perlan á snúm ríkisstjómar borgarstjórans er hækkun á raforkuverði frá Landsvirkjun. Nei, þeir em ekki að hækka skattana, blessaðir. Nú eigum við bara að borga kosningavíxil Jóns Sigurðssonar. Hann fær álver og við álverð á rafmagnið. Og Póstur og sími á að skila meiri tekjum en áður í ríkis- sjóð. Hver skyldi nú eiga að borga það? Almenningur, er það ekki. Nei, þeir hækka ekki skattana. Þeir tala um að fækka op- inberum starfsmönnum. Sú hugmynd virðist vera lítið slípuð - eins og svo margar af perlum Davíðs. Það er alveg ömgglega hægt að fækka op- inberum starfsmönnum án þess að minnka þjónustu við borgarana en þá þarf að standa rétt að málum. Ekki bara æða áfram í örvæntingu hug- og dugleysis og skera hæl hér og tá þar. Bjóðum opinberum starfsmönnum upp á góða vinnuaðstöðu og laun sem þola samanburð. Losum þá undan klafa úreltra stjómun- arhátta og gemm yfirmenn á hveijum stað ábyrga fyrir sínum rekstri. Þegar þetta hefur verið gert þá mun opin- beram starfsmönnum fækka - án tilskipana. Og launa- og rekstrarkostnaður mun verða talsvert minni þrátt fyrir að laun hvers og eins hækki tals- vert. ■ ■■ Hvað skyldu launin mín annars hækka mikið - eða lít- ið - í komandi kjarasamning- um? Seðlabankinn er búinn að tilkynna að ekki sé hægt að hækka laun. Flokkurinn, sem einu sinni sagði “báknið burt”, sækir nú stuðning í einn aldeilis óþarfan hluta báknsins, Seðlabankann, há- borg íhaldsins, sem hefur fengið að túttna út án sjáan- legrar ástæðu. Væra sjálfstæðismenn samkvæmir sjálfum sér þá mundu þeir sjá til þess að Seðlabankinn kæmist aftur fyrir í einni skúffu í Lands- bankanum. Það er hæfileg stærð. Þar með gæti Davíð látið einn af draumum Jóns Baldvins rætast og um leið

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.