Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.10.1991, Blaðsíða 5
f Félagstíðindi SFR ^ væri komin fækkun opin- berra starfsmanna. Tvær flugur í einu höggi. En ég var víst byrjaður að tala um kjarasamningana. Það fer víst ekki á milli mála að launþegar ætlast til leið- réttingar. Nú þýðir ekki leng- ur fyrir iíkisstjóm að vitna í þjóðarsátt. Þessi ríkisstjóm hefur sýnt að henni er ekkert heilagt. Það er því ekki nokk- ur ástæða fyrir launþegasam- tökin að ganga til samninga af einhveiju lítillæti. Starfs- mannafélag ríkisstofnana hefur í kröfugerð sinni farið fram á að lægstu laun verði 70.000 krónur á mánuði. Þessi tala kom fram áður en ríkisstjómin hóf stríðið gegn launþegum fyrir alvöm. Nú er því enn meiri ástæða en áður fyrir samninganefnd SFR að standa fast á sínu og ná fram verulegum kjarabót- um. Ég held líka að forystu- sveit SFR - eins og reyndar annarra stéttarfélaga - eigi vísan dyggan stuðning í sam- tökum sínum. Nú er það svo að kaup- hækkun er eitt og kjarabætur annað. Við yrðum því litlu bættari með miklar kaup- hækkanir ef Davíð hirðir allt af okkur eftir sem áður. Þess vegna em tryggingar okkur mikils virði. Við samninga- gerð núna ætlar ríkisstjómin ömgglega að skjóta undan þeim hækkunum sem ég hef minnst á héma og vafalaust nokkmm til viðbótar. Þeir munu benda á kaupmáttartöl- ur og annað slíkt frá s.l. vori og í því ljósi eigum við svo að sætta okkur við óbreytt laun, eða því sem næst. Og það er meiri kjaraskerðing en við getum tekið á okkur. Verði Seðlabankinn ofan á í þessum kjarasamningum þá mun opinbemm starfs- mönnum vissulega fækka - þeir falla einfaldlega úr hor. ■ ■■ En launþega landsins og samtaka þeirra bíða önnur stór verkefni en kjarasamn- ingamir núna. Það er að skil- greina hlutverk stéttarfélaga í breyttu þjóðfélagi. Við sjáum þess sífellt fleiri dæmi að fólk er ráðið til starfa á allt öðmm launum en kjarasamn- ingar segja til um. Hins veg- ar er við slíkar ráðningar oft vísað til ákvæða einhvers kjarasamnings um réttindi og skyldur. Eins og mál hafa þróast þá em samtök laun- þega aðeins að semja um laun stóm láglaunahópanna - verslunarfólks, iðnverka- fólks, opinberra starfsmanna, verkafólks og slíkra hópa. Þeim fjölgar stöðugt sem sjálfir semja um laun sín beint við vinnuveitanda sinn. Hjá ríkinu sýnist mér þetta helst koma fram sem nokk- urs konar verktakastarfsemi annars vegar og svo t.d. ó- unnin yfirvinna hins vegar. Samningar um kaup og kjör munu færast meira og meira inn á einstaka vinnustaði, samningamir núna gætu orð- ið þeir síðustu í núverandi mynd. En ef stéttarfélögin eiga ekki að semja um kauptaxta eins og nú er, hvert gæti hlut- verk þeirra þá verið? Fyrst má nefna að stéttarfélög og samtök þeirra geta orðið - og eiga að vera - félögum sínum til halds og trausts við gerð kjarasamninga á vinnustöð- unum. Þá finnst mér eðlilegt að samningar um réttindi og skyldur verði áfram í hönd- um launþegasamtakanna. Hér á ég við þætti eins og or- lofsmál, sjúkra- og slysa- tryggingar, veikindi, endur- og símenntun, lífeyrismál, öryggismál, forvamir og endurhæfingu svo eitthvað sé nefnt. Opinberir starfsmenn þurfa að hafa fmmkvæði að því að hlutverk opinberra stofnana verði skilgreint og í framhaldi af því verði starfs- hættir aðlagaðir settu marki. Þá kemur að starfssviði ein- stakra starfsmanna eða starfsmannahópa sem þarf að skilgreina miklu betur en nú er gert. Opinberir starfsmenn mega hvorki láta þessa ríkis- stjóm né aðrar komast upp með handahófskenndar að- gerðir í starfsmannamálum. Komast upp með það vegna þess að launþegamir era ekki nógu vel undir slíkar umræð- ur búnir. Opinberir starfs- menn geta sjálfir valið á hvaða grandvelli umræður um fækkun þeirra eigi að fara fram. Og þeir geta líka valið vopnin - ef svo má að orði komast. Almenningsá- litið er andsnúið opinberam starfsmönnum - í flestu tilliti. Með þetta atriði sérstaklega í huga hefur það lítinn tilgang að ætla að berjast með lög og hefðir sem einu vopnin. í besta falli dugir það til að tefja sókn andstæðinganna. Nei, við þurfum að horfa fram á veginn, sýna hvert við viljum fara. Það skiptir minna máli hvaðan við kom- um. Ræðum málefni opin- berra starfsmanna - og þar með opinberrar þjónustu - með framtíðina í huga. Sýn- um vilja okkar og getu til að takast á við mótun þjóðfé- lagsins með því að leggja fram mótaðar hugmyndir. Hugmyndir um framtíðina - studdar reynslu þeirra sem verkin vinna - munu slá vopnin úr höndum skamm- sýnna og bráðlátra stjóm- málamanna. Og kannski er mest um vert að margir þeirra munu sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir mál- efnalegri gagnsókn okkar. ■ ■■ Með hugmyndum ríkis- stjómarinnar um lokun skurðdeilda á nokkram litl- um sjúkrahúsum utan Reykjavíkur hefur umræðan um byggðamál fengið nýja næringu. Ég nota orðið byggðamál en ekki byggða- stefna vegna þess að ég fæ ekki séð að nokkur stjóm- málaflokkur hafi byggða- stefnu. Reykjavíkurarmur í- haldsins hefur að vísu byggðastefnu, sem sé þá að legga af alla byggð utan suð- vesturhomsins. Og þessi armur er víst talsvert sterkur núna, með formann flokksins í broddi fylkingar. Víst er það rétt að sjúkra- hús úti á landi era dýr í rekstri - rétt eins og þau í Reykjavík. En þau era til. Er ódýrara að byggja fleiri sjúkrahús hér í Reykjavík og láta hin standa ónotuð? A hvað reikning eiga þær af- skriftir að fara? Víst er rétt að það er dýrt að reka litla skóla úti á landi. En er ódýrara að byggja nýja skóla í Reykja- vík fyrir þessi böm - og láta húsnæðið úti á landi standa ónotað? Varla. Hvemig ætlar Jóhanna að fjármagna húsbyggingar landsbyggðarfólksins þegar það kemur allt til Reykjavík- ur? Era vandamálin ekki næg á þeim bæ fyrir? Og hver ætl- ar að kosta hafnargerð við sunnanverðan Faxaflóa þeg- ar allur íslenski flotinn verð- ur kominn þangað? A hvaða reikning ætlar Friðrik að setja afskriftir á skólum, sjúkrahúsum, hafnarmann- virkjum og öðra slíku? Það getur vel verið að það sé rangt að halda í alla núverandi byggð úti um landið. Að draga þurfí byggðina saman. En það á þá að minnsta kosti að gera það skipulega, stjóma þróuninni. Við höfum ekki efni á að til- viljanir einar ráði því t.d. hvaða fjárfestingar nýtast og hverjar ekki. Dýrasta lausnin, sem til er, er að halda áfram á þeirri braut sem við eram núna. Að láta byggðamál og bú- seturöskun lúta tilviljunum einum. Að vera að pilla í ein- staka þætti mannlífsins á þessum stöðum án samheng- is við aðra þætti. Hver ætlar að koma með heilsteypta byggðastefnu á íslandi? Ætli það verði nokk- ur til þess - fyrr en þá of seint. ■ ■■ Ég tel einn hluta byggða- stefnu eiga að vera þriðja stjómsýslustigið. Við verð- um að færa framkvæmda- valdið nær fólkinu. Og það er ekki nóg að stækka sveitarfé- lögin. Þau mega heldur ekki verða svo stór að sveitar- stjómarmenn missi samband við fólkið sitt. Það er ekki það sem okkur vantar. En það virðist ekki mega ræða þriðja stjómsýslustigið í stjómmálaflokkunum eða á þingi. Og hvers vegna ætli það sé nú? Einfaldlega vegna þess að þingmennimir okkar hafa sjálfir tekið sér stóran hluta þess valds sem falla mundi undir þessa stjóm-

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.