Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 9. tbl. - 3^. árg. - nóvember 1991 Leiðari Flestum eru samningamálin ofarlega í huga um þessar mundir. SFR hefur átt í samn- ingaviðræðum við ríkið síðasta mánuðinn. Haldnir hafa verið nokkrir fundir með samninga- nefnd ríkisins en ekkert miðað í samkomulagsátt. Við höfum farið fram á að ræða fyrst sérmál, sem brenna á okkur, þar sem við teljum nauðsynlegt að ná fram leiðréttingum á ýmsum hlutum sem ekki hafa fengist rædd í samningum frá því 1987. Því miður hefur ekki verið neinn hljómgrunnur hjá samninganefnd ríkisins fyrir að fjalla um slík mál. Það má segja að plaggið sem samninga- nefnd ríkisins vildi grundvalla samningana á sé hneyksli því það eina sem boðið er upp á eru kjaraskerðingar og afsal réttinda. í því eru sex eða sjö meginatriði. Þar er gert ráð fyrir að kaupmáttur fari niður á næsta ári en hækki hugsanlega þar næsta ár. Okkur er boðið upp á að semja um annars konar lífeyrissjóðsréttindi en við höfum nú sem þýðir ekkert annað en að þau eigi að skerðast. Þá eru breytingar á fæð- ingarorlofsréttindum og breytingar á veikinda- rétti. Gert er ráð fyrir að fækka starfsfólki og koma á launahvetjandi kerfi en ekki þó þannig að um neinar hækkanir sé að ræða á launalið- unum. Stefnt er að tilfærslum starfsmanna á vinnustöðunum. Þegar búið er að ná þessum árangri í samningum telur ríkið sig geta farið að selja ríkisrekin fyrirtæki eins og kemur fram í 16. grein plaggsins: “Takist vel að innleiða framleiðni sem hluta launakerfis samhliða auknu sjálfsforræði stofnana opnast betri möguleikar á útboðum og einkavæðingu á ým- issi þjónustu ríkisins.” Þetta eru auðvitað nákvæmlega sömu á- herslur og lagðar eru í fjárlagafrumvarpinu og svokallaðri hvítbók sem Viðeyjarhöfðingjarnir hafa kynnt. En ekki eru þetta nú ný fræði. Með- al annars hafa Englendingar búið við þessu lík fræði um langan tíma sem teljast ættuð frá svo- kallaðri járnfrú, Thatcher. Þar í landi hefur í rúman áratug verið unnið markvisst að því að draga úr þjónustu ríkisins og einkavæða ríkis- fyrirtæki. Margar sögur hefur maður heyrt það- 3---------------------------------------------- an af versnandi þjónustu sjúkrahúsa og skóla, af einka- væðingu Pósts og síma þar sem þjónustan er orðin þannig að víða út um land er símkerf- ið látið drabbast niður af því það borgar sig ekki að gera við það. Vatnsveituna hafa þeir líka einkavætt en við slíka starfsemi er ómögulegt að hafa samkeppni. Einkavæð- ingin hefur haft í för með sér að þjónustugjöld hafa hækk- að. Laun forstjóranna hafa líka hækkað en laun undirmannanna ekki. Hér hafa samkvæmt fjárlagafrumvarpinu ver- ið boðuð þjónustugjöld ofan á þá skattbyrði sem fyrir er. Það er gjörsamlega fyrir neðan all- ar hellur að ráðamenn þessarar þjóðar skuli voga sér að segja við almenning í þessu landi að það fái þessa þjónustuna eða hina ókeypis. Það er siðleysi gagnvart almenningi, sem auð- vitað heldur þjóðfélaginu uppi með því að borga skatta og skyldur, meðan fjármagnseigendur og þeir, sem geta skammtað sér launin sín sjálfir, borga ekki til þjóðfélagsins það sem þeim ber. Það er orðið svo í þessu þjóðfélagi að fólk vinnur mikla yfirvinnu til að hafa í sig og á. T.d. hefur komið fram að meðalfélaginn í BSRB vinnur 42,6 tíma í yfirvinnu á mánuði. Þessi gegndarlausa yfirvinna kemur niður á heilsu manna, heimilum þeirra og börnunum sem eru að vaxa úr grasi. Síðan er alltaf rætt um raun- tekjur fólks en ekki þær fórnir sem liggja að baki þeim. SFR hefur sett fram kröfugerð sem er hófleg og getur engan veginn talist nein ógnun við samfélagið, sama hvað frjálshyggjupostularnir reikna. Þar er verið að ræða um 70.000 krónur sem lágmarkslaun á mánuði og telst það nú varla ofrausn. Við viljum að kaupmáttur verði sá sami og árið 1987, vísitalan sé reiknuð út með líku móti og nú og að hemill verði hafður á verðbólgunni. Þá er gert ráð fyrir að skattleysis- mörk verði hækkuð upp í 70.000 krónur. Þessar réttlátu kröfur okkar hafa engan hljómgrunn fengið hjá ríkinu og tel ég það sýna mikla óbil- girni. Við félagar í SFR verðum að sýna að við ætlum að standa við kröfugerð okkar og hvika ekki. Við skulum ekki láta Thatcherdrengina segja okkur fyrir verkum heldur þjappa okkur saman í komandi kjarasamningum. S.K.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.