Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 7
7 Rœtt við Ólaf Hallgrímsson formann Félags umsjónarmanna hjá ríkis- stofnunum. —Aðalmál okkar um- sjónarmanna er að fá starfs- lýsingu fyrir umsjónamenn, við höfum þegar samið grunn að starfslýsingu sem nú er til umfjöllunar hjá samstarfs- nefndinni. Það hefur ekki verið til nein starfslýsing fyr- ir þennan hóp og fram að þessu hafa umsjónarmenn haft mjög ólík verkefni með höndum, úr þessu þarf að Starfslýsingu vantar fyrir umsjónarmenn Félagstíöindi SFR bæta, sagði Ólafur Hall- grímsson formaður Félags umsjónarmanna hjá ríkis- stofnunum í samtali við Fé- lagstíðindi. Félagið var stofnað fyrir tæpum tveimur árum og eru félagsmenn um sjötíu talsins, aðallega umsjónarmenn fast- eigna og einnig umsjónar- menn lóða og einn félags- maður hefur umsjón með kirkjugarði. Félagið starfar sem deild innan SFR. —Ástæður þess að við fórum út í stofnun þessa fé- lags var að við teljum að á þann hátt eigum við auðveld- ara með að gæta hagsmuna umsjónarmanna. í svo stóru félagi eins og SFR er hætta á því að málum þoki hægt ef allir skapaðir hlutir þurfa að fara í gegnum stjórn félags- ins, við höfum átt mjög gott samstarf við forystu SFR og hefur hún stutt mjög vel við bakið á okkur, sagði Ólafur. —Það má segja að fyrsta verkefni okkar hafi verið að fá leiðréttingu launakjara okkar. Stærsti hluti okkar fé- lagsmanna voru í launaflokki 228, nú hefur tekist að fá nokkurra launaflokka hækk- un og í dag eru umsjónar- menn flestir í launaflokkum á bilinu 234 upp í 238 og erum við sæmilega sáttir við þessa útkomu. —Eins og fyrr segir er að- almálið hjá okkur í dag að fá í gegn starfslýsingu fyrir um- sjónarmenn. I dag eru ekki til neinar starfslýsingar og fer það eftir umsjónarmanninum sjálfum og yfirmanni hans hvert starf hans er. Dæmi eru um að umsjónarmenn séu látnir ræsta sjálfir án þess að komi til aukagreiðsla fyrir það, einnig er sumum upp á Iagt að stunda meiriháttar viðgerðir á húsnæði, jafnvel skipta um jámklæðningar á þökum húsa. Við teljum að það sé ekki í hlutverki um- sjónarmanna að standa í þess háttar viðgerðum, sagði Ólaf- ur, og bætti við að staða um- sjónarmanna almennt hefði batnað eftir að félagið kom til sögunnar. —Fram að stofnun fé- lagsins var oft litið niður á umsjónarmenn og troðið miskunnarlaust á þeim, þessu hefur okkur tekist að breyta. í dag er rætt við okkur af al- vöru ef finna þarf úrlausn á vandamálum einhvers um- sjónarmanns, sagði Ólafur og bætti við að varla liði sá dag- ur að einhver félagsmaður hefði ekki samband við sig. Ólafur starfar sem um- sjónarmaður hjá Myndlista- og handíðaskólanum og hef- ur hann starfað þar í sjö ár. Hann sagði að flestir umsjón- armenn væru iðnmenntaðir og sækist ríkið eftir slíkum mönnum í starf umsjónar- manna, sagði Ólafur Hall- grímsson formaður Félags umsjónarmanna hjá ríkis- stofnunum að lokum. -sg ÞETTA ÞARFTU AÐ VITA Starfsmaður í fullu starfi skal fá greidda persónuupp- bót í desember ár hvert, sem nemi 30% af desemberlaun- um í 244. launaflokki, 6. launaþrepi. Með fullu starfi er átt við 100% starf næst- liðna tólf mánuði. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfs- tíma. Greiðsla þessi er við það miðuð að viðkomandi starfsmaður hafi starfað sam- fellt frá 1. september það ár. Starfsmaður, sem starfað hefur samfellt í a.m.k. 6 mánuði, skal fá greidda per- sónuuppbót er hann lætur af störfum miðað við starfstíma og starfshlutfall. Hlutfall reiknast á sama hátt og kveð- ið er á um í 1. málsgrein en miðast við launatöflu síðasta starfsmánaðar. Málsgrein þessi gildir þó ekki um þá starfsmenn sem hefja töku eftirlauna á tímabilinu I. júlí -31. desember ár hvert. Starfsmaður, sem hefur töku eftirlauna á tímabilinu 1. júlí -31. desember, skal fá greidda persónuuppbót 1. desember sem miðast við 12 mánaða starf og meðalstarfs- hlutfall.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.